Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 26

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 26
dálítið vitlausir. Þegar maður var búinn að borða það sem var í skónum, sem var þá yfirleitt eitthvað sælgæti, því í þá daga voru jolasveinarnir ekki jafn með­ vitaðir um tannheilsu og almenna hollustu eins og nú, þá var komið að möndlu­ grautnum sem var mikil athöfn og spennandi. Ég fékk aldrei möndluna en ég sat oft við hliðina á einhverjum sem fékk hana eða beint á móti og það voru smá sárabætur því þá hafði ég bara tapað með litlum mun, sem var gott. Að möndluathöfninni lokinni var komið að því að hjálpa til við að bera út Magna sem var Tímarit Framsóknarmanna í Borgarnesi. En það var af einhverjum ástæðum einskonar hefð fyrir því að börn flokks­ félaga bæru það út á aðfanga­ dag. Lík lega hafa framsóknar­ mömmurnar bara viljað losna við börnin á síðustu tímunum fyrir jól. Þegar þetta var búið þá komum við heim dálítið köld, en spennt vegna þess að núna voru jólin barasta alveg að koma. Við fengum heitt kakó og drukkum það meðan við horfðum á teiknimyndir í sjón­ varpinu. Svo fóru allir í bað og gerðu sig fína fyrir stóru stundina sem byrjaði stund­ víslega kl. sex. Við fjölskyldan fórum alltaf í messu sem byrjaði þá. Messan stóð líklega yfir í ca. Einn klukkutíma en ég gæti svarið, ef ég væri ekki staddur í kirkju núna að það hafi verið 4­5 tímar svo hægt leið tíminn. En það var líklega bara gott fyrir mann að vera þarna til að róa niður spenninginn. Því þegar heim var komið þurfti að borða áður en komið var að pökk unum sem á þeim aldri voru jú aðal málið. Við vorum alltaf með hamborgarhrygg með öllu, og drukkum gos með nema pabbi sem drakk Egils pilsner. Eftir matinn bað mamma pabba um að fara inn í stofu og reykja einn vindil. Pabbi reykti ekki en átti alltaf kassa af vindlum sem hétu Bjarni frá Vogi. Mömmu fannst lyktin af þeim svo jólaleg. Þegar vindla­ lyktin var komin rann ofur­ stundin upp en þá voru teknir upp pakkarnir. Sigga systir valdi pakka undir trénu þar sem þeir höfðu verið settir fyrr um daginn, og hún las á þá og rétti nýjum eiganda . Hún var að eigin sögn eina manneskjan sem kunni að gera þá athöfn alveg rétt nema kannski pabbi en hann átti skilið að fá hvíld sagði hún. Að taka upp pakkana var einhver alsæla sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Við börnin fengum alltaf akkúrat það sem okkur langaði mest í og vorum í skýjunum af ánægju. Ég gaf pabba alltaf old spice rakspíra og hann var alltaf mjög hissa og ánægður. og mömmu gaf ég alltaf flotta slæðu, hún var líka alltaf mjög hissa og ánægð. Já, ég var bara nokkuð góður í að velja gjafir. Eftir gjafirnar fengum við alltaf kakó smákökur og Macintosh. Síðan sofnaði maður alltaf sæll, saddur og hamingjusamur. Næstu dagar fóru svo í jólaboð, allskonar át og spilamennsku. Ég held að ég tali fyrir munn margra þegar ég segi að jólaminningar æsku okkur séu einhverja hlýjustu minningar sem maður á við gerum gott með því að halda við og skapa fjölskyldu og jólahefðir hvert í sinni fjölskyldu. Takk fyrir mig og gleðileg jól. Ari Bjarnason Sameiginlegt jólaball í Snæfellsbæ Laugardaginn 29. desember kl. 15:00 - 16.30 verður sameiginlegt jólaball á vegum félagasamtaka í Snæfellsbæ. Jólaballið verður á Klifi Hefðbundin dagskrá: Veitingar, jólasveinar og dansað í kringum jólatré. Miðaverð er 500 kr. og enginn posi Allir velkomnir - Góða skemmtun Kvenfélag Ólafsvíkur Kvenfélag Hellissands Lionsklúbburinn Rán Lionsklúbburinn Þernan Lionsklúbbur Nesþinga Viðburðarríkt ár er senn á enda, Þorrablótsnefnd ætlar að gera það upp á Þorrablóti á Kli 2. febrúar 2019. Þorrablót 2. febrúar

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.