Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 38

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 38
Jólatónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar fóru fram í byrjun desember. Fyrstu tónleikarnir í Félagsheimilinu Klifi. Þar komu fram nemendur sem búsettir eru norðanmegin á nesinu. Vel var mætt á tónleikana en þar komu nemendur fram í hópum og spiluðu og sungu. Stóðu nemendur sig mjög vel að venju og fluttu hvert jólalagið á fætur öðru. Að tónleikunum loknum stóð Foreldra­ og styrktarfélag tónlistarskólans fyrir sölu á kaffiveitingum sem gestir gátu keypt sér á mjög viðráðanlegu verði. Ágóðan notar félagið til að styðja og styrkja við starf tón­ listarskólans. Á fimmtu deginum voru svo tónleikar hjá þeim nemendum sem búa sunnan megin á nesinu og voru þeir haldnir í húsnæði Grunnskóla Snæfellsbæjar á Lýsuhóli. Tókust þeir einnig mjög vel og þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni þegar kemur að tónlistarfólki í bæjarfélaginu. Á miðviku degi­ num voru svo haldnir tón leikar full orðinna nemenda í tón listar­ skólanum. Voru þeir haldnir í safnaðarheimili Ólafsvíkur kirkju. Þar komu fullorðnir nemendur tónlistarskólans fram og sungu og spiluðu. Vel var mætt á þessa tónleika einnig og ánægjulegt hversu margir gáfu sér tíma til að mæta á þessa flottu tónleika tónlistarskólans. Greinilegt er að þar fer fram metnaðarfullt starf sem sést best á þessum flottu tónleikum og því hversu margir nemendur stunda nám við hann. þa Tónlistarskólinn með jólatónleika Óskum Snæfellingum geðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Félag eldri borgara í Snæfellsbæ óskar Snæfellsbæingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla, árs og friðar. Nýir félagar ætíð velkomnir. Stjórnin. LIONSKLÚBBURINN RÁN ÓLAFSVÍK Stofndagur 5. apríl 1994 1987 - 1994 21. janúar 1973 Lionsklúbburinn Rán, Ólafsvík Lionsklúbbur Ólafsvíkur Óskum ættingjum og vinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarf á liðnum árum. Kveðja, Ómar og Kay

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.