Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 31

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 31
Laugardaginn 15. des braut­ skráðust sex nemendur frá Fjöl­ brauta skóla Snæfellinga. Af félags­ og hugvísindabraut braut skráðust Anna Lilja Ás bjarnar dóttir, Eva Laxmi Davíðs dóttir og Jakob Breki Inga son. Af náttúru­ og raun­ vísinda braut brautskráðist Laura María Jacunska og af opinni braut til stúdentsbrautar braut skráðust Ágúst Nils Einars­ son Strand og Þorbjörg Erna Snorra dóttir sem sá sér ekki fært um að vera viðstödd athöfnina. Athöfnin hófst á því að Hrafn­ hildur Hallvarðsdóttir skóla­ meistari Fjölbrautaskóla Snæ­ fell inga brautskráði nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guð jóns­ dóttir aðstoðarskólameistari afhenti síðan nemendum viður­ kenningar fyrir góðan náms­ árangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu viðurkenningar í formi bóka­ gjafa ásamt Landsbankanum. Anna Lilja Ásbjarnardóttir fékk viðurkenningu fyrir náms­ árangur sinn í sálfræði og þýsku. Jafnframt var hún með hæðstu meðaleinkunn út skriftar nema og hlaut hún peninga verð laun frá Lands banka num og bókagjöf frá sveita félögunum. Eva Laxmi Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir náms­ árangur sinn í kynjafræðum og þýsku. Laura María Jacunska fékk viðurkenningu fyrir náms­ árangur sinn í dönsku og Þor­ björg Erna Snorradóttir fékk viður kenningu fyrir náms­ árangur sinn í félagsfræðum. Haukur Páll Kristinsson, útskrifaður nemandi fékk til liðs við sig félaga sinn Einar Bergmann og sáu þeir um tón­ listar atriði við athöfnina með stakri prýði. Hólmfríður Friðjónsdóttir þýskukennari flutti kveðjuræðu kennara og starfsfólks, Guðrún Magnea Magnúsdóttir flutti ræðu fyrir hönd 10 ára stúdenta og Laura María Jacunska hélt kveðjuræðu nýstúdenta. Að lokum sleit skólameistari skólanum í 15 sinn og bauð stúdentum og gestum í kaffi og kökur. Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga Sendum starfsfólki okkar og öllum íbúum Snæfellsbæjar okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.