Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 35

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 35
Jólagjafir, jólaboð, jóla­ markaðir, kökubakstur, flugeldar, ferða lög, þrif, skreytingar og jóla, jóla, jóla. Yfir hátíðirnar er margt skemmtilegt í gangi enda jólin hjá mörgum tími samveru og upplyftingar. Að ýmsu er að huga og mörg okkar myndu örugglega vilja vera á nokkrum stöðum í einu. Jólahaldi fylgir líka mikil neysla og jafnvel sóun sem gott er að gera sér grein fyrir og bera ábyrgð á. Hver kannast ekki við að hafa keypt aðeins meira eða annað en raunverulega var þörf fyrir? Yfirleitt fellur meira til af rusli á heimilum í kringum jól og áramót en aðra daga ársins, en það þarf ekki endilega að vera svo. Ýmsar leiðir geta auðveldað okkur jólahald, minnkað sóun og verið betri fyrir umhverfi og heilsu. Við þurfum ekki að fara fram úr sjálfum okkur við þrifin og getum einfaldað verkefnin; veljum umhverfis­ og heilsu­ merktar hreinsivörur eða jafnvel enn umhverfisvænni hreinsiefni, t.d. edik og sítrónusafa. Örtrefja­ klútar eru bráðsniðugir til að þrífa með og geta forðað okkur frá því að nota sterk hreinsiefni. Tökum fjölnota pokana með okkur í öll innkaup og sleppum öllum óþarfa umbúðum. Hrúgan af rifnum gjafapappír og öðrum umbúðum á aðfangadagskvöldi á það til að koma okkur á óvart, en við getum haldið henni í lágmarki. Jólagjafir er hægt að gefa í fallegum taupokum, í skreyttum kössum sem hægt er að nota aftur eða jafnvel með því að endurnýta dagblöðin sem falla til á heimilinu. Það getur líka verið mjög gaman að gefa upplifun í stað hluta. Áður en við kaupum, veltum því fyrir okkur, höfum raunverulega þörf fyrir þetta? Og ef þetta er gjöf, hver verða afdrif hennar ­ hvernig getum við betur stuðlað að góðri nýtingu, en ekki sóun? Verum raunsæ við eldamennskuna og baksturinn, nýtum afganga og sóum ekki ljúffengum mat. Síðast en ekki síst, flokkum allt rusl og komum því í réttan farveg. Í desember verða endur­ vinnslu tunnurnar við heimilin tæmdar 14. desember í Eyja­ og Mikla holtshreppi, 27. og 28. des­ ember í Snæfellsbæ og 27. desember í Grundarfirði, Stykkis­ hólmi og Helgafellssveit, með auka losun í Grundarfirði 18. desember. Við bendum á að gáma stöðvarnar eru opnar á eftir farandi dögum yfir hátíðirnar og eru íbúar hvattir til þess að notfæra sér opnunartímana og koma með allt umfram sorp: Kæru Snæfellingar, njótum stundarinnar í faðmi fjölskyldu og vina – gleðilega hátíð! Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri umhverfisvottunar Snæfellsness Jólahald og umhverfið Kæra sóknarfólk í Breiðuvík og Staðarsveit, góðu grannar nær og ær. Óskum ykkur gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi árum. Hittumst heil, kveðja frá Staðastað.  Arnaldur, Karna og börnin.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.