Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 4
sem sífellt prédika um það hvað
jólin séu nú mikið húmbúkk og
hræsni. Þeim sem í hroka sínum
halda því á lofti að þetta snúist
allt um einhverja yfirnáttúrulega
afmælisveislu fyrir einstakling
sem þeim sé sama hvort var til
eða ekki. Það að hafa tilfinningu
fyrir hinu heilaga á jólunum
snýst nefnilega um okkur sjálf
og því að vera í tengslum við
okkur sjálf og þau hin í kring.
Helg stund snýst um minningar
og merkingu. Það sem er í
okkur öllum og því um leið það
sem við eigum sameiginlegt;
hvort sem við erum kristin eða
skilgreinum okkur öðruvísi,
það sem er saklaust, varnarlaust
og óflekkað í okkur öllum. Þar
sem er enginn ótti og engin
skömm. Við þurfum öll
svoleiðis pláss, ekki bara í
hjartanu, heldur í mannlegum
sam skiptum líka. Þess rýmis
eigum við öll að geta notið í
kirkjunum okkar og kærleiks
ríkum tengslum við náungann.
Því um það snýst það að ganga
í takt.
Og með þeim óskum vil ég
óska ykkur öllum friðar og
gleði á jólum og um áramót.
Að lokum – til handa
heiðingjunum!
Skáldið Steinn Steinarr var
kaldhæðinn og kunni að snúa
útúr, en um leið hafði hann
sterka trúartilfinningu, þar sem
rétt lætið og sannleikurinn
skipti meira máli en helgislepja
eða upp hafin orð um alvaldan
Guð. Hann orti eitt sinn ljóð
sem byrjar svona:
„Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem
hjartanu er skyldust.
Og huggar með fagnaðarsöngvum
hvert angur manns.
Og innan skamms byrjar kappát í
koti og höllu,
og klukknahringing og messur og
bænargjörð,“
Hjá Steini harðnar tóninn og
ljóðmælandinn fer á fulla ferð í
að formæla þessu öllu – ekki
eins og ég bensínsjoppunni og
pizzusneiðaátinu á jóladag um
síðustu aldamót heldur ein
mitt hvað hið trúarlega sé asna
legt og hið heilaga yfirgengilegt,
í samfloti með kapítalismanum;
hann yrkir áfram:
“það er kannski heimskast og
andstyggilegast af öllu,
sem upp var fundið á þessari
voluðu jörð.“
Það er því við hæfi að enda
þetta á orðsendingu til þeirra
sem hafa allt á hornum sér og
sjá því allt til foráttu að þetta
jólastúss sé útúrdúr á alvaldi
hvers daganna eða finnst að
endur vekja eigi svallveislur
heiðn innar, því það sé íslensk
ara. Hér er því ára mótagjöf úr
bók mennta arfinum, heilræði
ykkur til handa, sem vonandi
færir bros á vör.
“Og ger þú nú snjallræði nokkurt,
svo fólkið finni
í fordæmi þínu hygginn og slótt
ugan mann:
Með kurteisum svip skaltu kveikja
í stofunni þinni.
Og kauptu svo sóknarprestinn og
éttu hann.“
(Steinn Steinarr)
Gleðilegt nýtt ár!
Arnaldur Máni Finnsson -
Staðastað
Tekið verður á móti pökkum
í Björgunarstöðinni Von
Hafnargötu 1, Ri
sunnudaginn 23. des. á milli kl. 20-22.
Herramennirnir heast svo handa
við að heimsækja börnin um leið og
happdrættinu í Kli lýkur á aðfangadag.
Fyrsti pakki kostar 1.500 kr
og hver pakki eftir það 500 kr.
Gleðileg Jól