Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 36
Óskum íbúum Snæfellsbæjar
gleðilegrar jólahátíðar
og gæfuríks nýs árs.
Jólakveðja frá Jaðri!
Sendum öllum bæjarbúum okkar bestu jóla- og nýársóskir
með kærri þökk fyrir hlýhug á árinu sem er að líða.
Jólakveðja.
Íbúar, starfsfólk og stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars.
Frjálsíþróttaráð HSH stóð
fyrir jólamóti í frjálsum
íþróttum innanhúss í íþrótta
húsinu í Stykkishólmi, sunnu
daginn 9. desember sl.
Þar kepptu 8 ára og yngri í
langstökki með og án atrennu
og 35 m hlaupi og 910 ára í
sömu greinum að viðbættu
hástökki. Ellefu ára og eldri
kepptu í hástökki, langstökki
með og án atrennu, 35 m
hlaupi og kúluvarpi, skipt í
fjóra aldursflokka. Það voru
um 40 hressir keppendur sem
voru mættir til leiks og komu
þeir víðsvegar að af Snæ fells
nesi.
Mótsgestir höfðu verið
hvattir til að mæta í skrautlegum
og skemmtilegum sokkum og
gaman að sjá hversu margir
skelltu sér í skrautlega sokka.
Krakkarnir stóðu sig með prýði
á mótinu og stemningin var
mjög góð. Árangur keppenda
er skráður inn á síðu
Frjálsíþróttasamband Íslands.
Það er greinilegt að við eigum
mikið af efnilegum krökkum
sem gaman verður að fylgjast
með í framtíðinni. Tvö héraðs
met voru slegin og margir
bættu persónulegan árangur
sinn. Það er orðið frekar fátítt
að héraðsmet séu slegin og því
gaman að sjá það. Daniel
Emmanuel K. Kwakye sló
héraðsmetið í langstökki án
atrennu í flokki 10 ára. Gamla
metið átti Þórður Kárason 1.97
m en Daniel stökk 2.25 m.
Margrét Helga Guðmundsdóttir
bætti metið í langstökki með
atrennu í 14 ára flokki þar sem
hún stökk 4.93 m og sló þar út
hérðamset sem Heiðrún
Sigursjónsdóttir átti síðan
1993.
Allir fengu í lokin þátt
tökuverðlaun frá HSH, sokka
merkta HSH.
HSH vill þakka öllum
þátttakendum fyrir þátttökuna
og aðstandendum þeirra, sem
aðstoðuðu á mótinu.
Jólamót HSH