Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 36

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 36
Óskum íbúum Snæfellsbæjar gleðilegrar jólahátíðar og gæfuríks nýs árs. Jólakveðja frá Jaðri! Sendum öllum bæjarbúum okkar bestu jóla- og nýársóskir með kærri þökk fyrir hlýhug á árinu sem er að líða. Jólakveðja. Íbúar, starfsfólk og stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars. Frjálsíþróttaráð HSH stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum innanhúss í íþrótta­ húsinu í Stykkishólmi, sunnu­ daginn 9. desember sl. Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9­10 ára í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og eldri kepptu í hástökki, langstökki með og án atrennu, 35 m hlaupi og kúluvarpi, skipt í fjóra aldursflokka. Það voru um 40 hressir keppendur sem voru mættir til leiks og komu þeir víðsvegar að af Snæ fells­ nesi. Mótsgestir höfðu verið hvattir til að mæta í skrautlegum og skemmtilegum sokkum og gaman að sjá hversu margir skelltu sér í skrautlega sokka. Krakkarnir stóðu sig með prýði á mótinu og stemningin var mjög góð. Árangur keppenda er skráður inn á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands. Það er greinilegt að við eigum mikið af efnilegum krökkum sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Tvö héraðs­ met voru slegin og margir bættu persónulegan árangur sinn. Það er orðið frekar fátítt að héraðsmet séu slegin og því gaman að sjá það. Daniel Emmanuel K. Kwakye sló héraðsmetið í langstökki án atrennu í flokki 10 ára. Gamla metið átti Þórður Kárason 1.97 m en Daniel stökk 2.25 m. Margrét Helga Guðmundsdóttir bætti metið í langstökki með atrennu í 14 ára flokki þar sem hún stökk 4.93 m og sló þar út hérðamset sem Heiðrún Sigursjónsdóttir átti síðan 1993. Allir fengu í lokin þátt­ tökuverðlaun frá HSH, sokka merkta HSH. HSH vill þakka öllum þátttakendum fyrir þátttökuna og aðstandendum þeirra, sem aðstoðuðu á mótinu. Jólamót HSH

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.