Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 3
Það er furðulegt og þannig
langt í frá hversdagslegt, að
jólunum fylgir sú einstaka til
finning í mínum huga að allur
heimurinn gangi í takt. Ég var
orðinn nokkuð gamall þegar ég
álpaðist einusinni á jóladag
eftir mjólk eða rjóma, í bensín
sjoppu í Reykjavík sem hafði
eitthvert sérleyfi fyrir því að
hafa opið. Maður getur þreifað
á svona tilfinningum í hjartanu
þó langt sé um liðið. Allavega
ég. Og þetta voru dapurleg
vonbrigði; ekki yfir því að geta
keypt mjólkina heldur því að
þarna var bílastæðið krökkt af
unglingum og biðröðin enda
laus. Þau voru ekki að sækja
neinar nauðsynjar – virtust ekki
einusinni hafa mælt sér mót –
heldur leiddist þeim bara. Þau
voru sum hver að sækja sér
nammi og snakk, en mest
sýndist mér renna út af
pizzusneiðum. Endalaust ef
andlitum og hlátrasköllum sem
sögðu – í mínum huga – þá
sögu að fólki fyndist allir dagar
mega vera eins, gæti ekki gert
málamiðlanir, vildi alls ekki
reyna á sig. Á þessum tíma
punkti hafði ég prufað allskyns
jól, að eigin mati. Í útlöndum
við aðra siði, í annarri menn
ingu, þar sem „hug mynd inni
um hin heilögu jól“ var storkað,
já beggja vegna Atlants ála hafði
ég upplifað jól, einn míns liðs,
með kunningjum, með vinum.
Og þá stuðar það mann ekki að
fólk nálgist hlutina öðruvísi. En
þessi sjoppuferð þarna fannst
mér ósköp dapurleg. Af því að
það er svo einstakt að allavega
einn dag á ári, virðist heilt
samfélag – háir og lágir – ganga
í takt. Það er áþreifanleiki hug
myndar innar um að við séum
öll eitt. Það kemur menningar
lega samhenginu ekkert við,
heldur því að þegar það er
„orðið heilagt“ – á aðfanga
dags kvöld, þá tökum við öll
þátt í því heilaga. Það er ríki
friðar ins. Og kapphlaupinu
eftir als nægtunum er lokið um
stund; allt verður bara eins og
það á að verða. Það er mín
afstaða.
Að finna að jólunum
Það þarf ekki að horfa fram
hjá því að það mörgum líður
illa á jólunum, miklu fleirum en
við vildum – og þá er ég samt
bara að tala um í okkar litla
samfélagi, hér á vestanverðu
Snæfellsnesinu og á Íslandi. En
flest njótum við þess þó að fá
að ganga í takt. Tilheyra
helginni sem afmarkar jólin frá
öllum öðrum tíma. Í eina tíð
fylgdu jólum fjölskyldusamverur
sem skiptu öllu máli, í því var
helgidómur jólanna falin;
nándin og fjarlægðirnar eru
afstæðari í dag. Eins getum við
aldrei borið saman það sem
fólk veitir sér í dag og hvað
þótti munaður áður. Það er til
einskis að barma sér yfir slíkri
þróun, ástæðulaust að taka því
með þótta að fólk fari fram úr
því sem okkur sjálfum þykir
hóflegt. Það þarf ekki að dæma
aðra, segja neysluna óásættan
lega útaf græðginni, setja
mælikvarða á hvað sé óhóf eða
fullyrða eitthvað um spillingu
og brenglað verðmætamat, til
þess að hefja sjálfan sig yfir
einhverja firringu sem maður
skynjar hjá öðrum. Við eigum
nóg með okkur sjálf og það að
ganga í takt við eigin tilfinningar
fyrir jólunum. Og eins og aðrir
ættu að eiga frí frá dómum
okkar um þeirra siði; þá er
óskandi að við sem leggjum
mikla merkingu í helgi jólanna
fáum frið fyrir þeim postulum
Tilfinningin fyrir jólunum