Úrval - 01.12.1978, Blaðsíða 92
90
súrefnisgeymar og slökkvitæki hent-
ust um flugklefann. Fjórir slösuðust.
Eftir þetta atvik ákváðu varnar-
mála- og samgönguráðuneytin að
borgaraleg flugumsjón skyldi gilda
fyrir allar flugvélar, hvers eðlis sem
væru, yfir 10 þúsund feta flughæð.
Síðan hefur „nærri” árekstrum í
flughæð yfír tíu þúsund fetum stór-
fækkað — en þess í stað hefur þeim
fjöigað undir þessari flughæð, því
fleiri og fleiri flugmenn halda sig
undir henni til þess að losna við að
útfylla flugáætlanir og hafa radíósam-
band við flugturnana. Sem stendur
bíða vestur-þýsk yfirvöld niðurstöðu
rannsóknar, sem lýkur nú í haust, og
hefur það að markmiði að bæta upp-
lýsingastreymið milli borgaralegrar og
hernaðarlegrar flugumsjónar.
Getuleysi evrópumanna til að
horfa fram hjá sérþjóðlegum smá-
hagsmunum er ein ástæðan fyrir
skipulagsleysinu á loftleiðum Evrópu
og þeim lífsháska, sem það hefur iðu-
lega í för með sér. 13. desember 1960
undirrituðu England, Frakkland,
Vestur-Þýskaiand og Beneluxlöndin
alþjóðlegt samkomulag til öryggis á
flugleiðum. Irland skrifaði síðar
undir, og átta önnur lönd undirrit-
uðu samvinnusáttmála. Þessi fyrst-
nefndu lönd stofnuðu Eurocontrol —
stofnun, sem átti að stjórna allri flug-
umferð, hernaðarlegri sem borgara-
legri, á efri flugleiðum. Eurocontrol
átti að eiga sínar eiginlegu stjórnmið-
stöðvar, mennta flugumferðarstjóra
ÚRVAL
og taka ákvarðanir um nýjan búnað
og nýjar reglur.
En þegar 1966 var augljóst, að
Eurocontrol var í kröggum. England,
Frakkland og Holland vildu ekki láta
af hendi flugumsjónina yflr sínu
eigin landsvæði, og fela hana alþjóð-
legu eftirliti í hendur. Enn þann dag í
dag fjallar Eurocontrol aðeins um efri
flugleiðir yfír Belgíu, Lúxemburg og
Norður-Þýskaiandi. Hinn háþróaði
flugumferðarstjóraskóli stofnunar-
innar 1 Lúxembúrg er hvergi nærri
fullnýttur — aðildariöndin kjósa
heldur að þjálfa sína flugumsjónar-
menn sjálf. Þar að auki hvetja þau
rafeindaiðnaðinn, hvert í sínu landi,
til þess að framleiða sérstök radar- og
tölvukerfi hvert fyrir sig í stað þess að
hagnýta þann staðlaða búnað, sem
Eurocontrol hefur þróað.
Það sem best hefur heppnast hjá
Eurocontrol er mjög fullkomin stjórn-
stöð í Maastricht í Hollandi, sem
opnuð var árið 1972. Þaðan er um
350 þúsund flugferðum stjórnað á ári
með 13 tölva kerfi, sem kallað er
MADAP, sex fjarstýrðum radarstöðv-
um og 365 starfsmönnum. Radar-
skermar stöðvarinnar í Maastricht
veita fleiri upplýsingar en nokkur
önnur flugumsjónarstöð 1 Evrópu.
Hernaðarlegir og borgaralegir flug-
umferðarstjórar sitja þar 1 sama sal og
báðir fá sömu flugupplýsingar. Þeir
þurfa ekki annað en að styðja á hnapp
til að geta ræðst við.
Stöðin í Maastricht var svo vel lukk-
uð, að Erucontrol reisti samsvarandi