Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 3

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 3
VARÐBERG 3 allra sinna mála, enda hefur Dan- mörk ekki getað farið með þau mál, sem hún tók að sér að fara með í um- boði íslands með sambandssamningi íslands og Danmerkur frá 1918“. Skoðun sú, sem haldið er fram í þessum fyrri lið og reist á þeim rök- um, að Danir hafi eftir hernám Dan- merkur 9. apríl 1940 ekki getað hald- ið sambandssáttmálann, er hin svo nefnda „vanefndakenning“. Hún var þegar 1941 talin vafasöm af dómur- um hæstaréttar, sætti misjöfnum und- irtektum meðal almennings, og jafn- vel fyrri formælendur hennar virðast nú ekki vilja halda henni mjög á loft. Henni var að vísu formlega haldið fram af Alþingi. En því var ekki haldið til streitu að gera neinar fram- kvæmdir samkvæmt henni, bæði vegna áminningar frá Bretum og ef til vill líka vegna þess, að sumir þing- menn hafa verið í vafa um réttmæti hennar. Þeir menn utan Alþingis, sem voru henni andvígir frá upphafi, töldu óþarft að hafa hátt um hana, þar sem þeir treystu því, að samkvæmt síðari lið sömu þingsályktunar yrði beðið með afgreiðslu sambandsmálsins til styrjaldarloka, þegar unnt yrði að ganga frá því í samræmi við ákvæði og anda sambandslaganna. Vanefndakenningin markar tíma- mót í meðferð sambandsmálsins. Þangað til, er hún kom fram, hafði það mál ekki orðið að deiluefni meðal þjóðarinnar né hún orðið að þola af- skipti annarra ríkja af því. En um leið og til orða kom að styðjast við hana í lausn sambandsmálsins, þótt- ust Bretar verða að láta það til sín taka. Þegar tilraun hins sama var gerð 1942, andmæltu nokkurir alþing- iskjósendur henni í áskorun til Al- þingis. Þegar sú áskorun var send, virtust allir stjórnmálaflokkar á Al- þingi standa saman um hraðskilnað, og áskorunin var ekki birt. Samt skárust nú Bandaríkjamenn í leikinn ’JI þess að minna íslendinga á gerða samninga og hvað í húfi væri, ef geng- ið væri á þá. Þetta þarf ekki að rekja lengra. Hverjum manni er auðskilið, að með- an íslendingar stóðu á grundvelli laga og sáttmála, voru þeir samhuga inn- byrðis og ráðstafanir þeirra virtar af öðrum þjóðum. Um leið og Alþingi hvarf inn á aðra braut, sem stundum var nefnd „hraöleið“ og stundum „á- hættuleið“, varð þjóðin sundruð um málið innbyrðis og magnlaus gagn- vart íhlutun annarra þjóða. Þær höfðu tjáð sig fúsar að viðurkenna sjálfstæði íslands, en hugðu óþarft að taka fram, að ekki skyldi teflt á tvær hættur um löglega meðferð utanrík- ismála. Aðeins um tvö önnur atriði í bréf- inu skal hér farið nokkurum orðum: 1) Hér hefur verið miðað við þann skilning, að ofangreind þingsályktun um sjálfstæðismálið jafngilti kröfu um endurskoðun, samkvæmt 18. gr. sambandslaganna, og því væri verj- anlegt að fella samninginn úr gildi af vorri hálfu eftir 20. maí 1944, þótt æskilegra hefði verið, að viðræður við Dani hefðu farið fram áður og niður- fellingin ekki verið einhliða. Núver- andi dómsmálaráðherra hefur í ræðu 1. des. s.l. neitað því, að nokkur krafa um endurskoðun sé fólgin í þessari þingsályktun. Sé þeirri skoðun fylgt, er málið enn vandasamara en hér hef- ur verið gert ráð fyrir. Um konungs- sambandið er það álit vort, að ekki komi annað til mála en viðræður fari fram um það milli konungs og íslend- inga. 2) Margir menn, sem borið hafa saman ávarp núverandi stjórnar, flutt af forsætisráðherra á Alþingi 1. nóv. s.l., við ræðu þá, sem dr. Björn Þórð- arson flutti í útvarp 1. des. 1942, — hafa haldið, að einhver dulin rök væru fyrir hinni breyttu afstöðu hans til málsins. Því er sá varnagli sleginn síðast í bréfinu að óska eftir þeim rökum, lofa að fara með þau sem al- gert trúnaðarmál o. s. frv. Yér vilj- um ekki ætla, að þing og stjórn kjósi ekki sem mesta einingu um málið. Þess vegna teljum vér nú fullvíst, að Alþingi hafi enga knýjandi ástæðu til hraðskilnaðar, sem þjóðinni er ekki kunn, — og vér getum ekki komið auga á neina slíka ástæðu. Vér óskuðum samkomulags meðal þjóðarinnar um þetta mál. Eftir skoð- anakönnun þá, sem síðan hafa verið birtar niðui'stöður af, er oss það ljós- ara en áður, hversu fjarri fer því, að það samkomulag sé til. Vér höfum gengið eins langt og unnt var til móts við meiri hluta þingsins. Fjöldi manna, sem vilja fara sem gætilegast, hefur samt síðan fallizt á tillögurnar í bréfinu og sýnt með því vilja sinn til einingar. Þessar tillögur fullnægja öllum óskum íslendinga um takmark- ið: stofnun lýðveldis, — aðeins ekki óþolinmæði hraðskilnaðarmanna. Vér getum ekki metið einingu um það, sem vér teljum rangindi, nokkurs virði. Vér viljum leggja málstað vorn fyrir þjóðina.-Enn er ekkert útkljáð um þetta mál. Énn getur þjóðin haft áhrif á aðgerðir þingsins. Og jafnvel þótt réttur málstaður verði fyrir borð borinn, getur með baráttu fyrir honum unnizt siðferði- legur sigur, sem þjóðinni reynist mik- ils verður til heilbrigðara stjórnmála- lífs í framtíðinni. GUÐMUNDUR IIANNESSON: „Ég er gamall skilnaðarmaður og er það enn, þótt sambandið við Dani hafi stórkostlega breytzt til batnaðar á síðari árum. Eigi að síður vil ég ekki hrapa að skilnaði að svo stöddu, meðal annars vegna þess: að okkur ber að halda gerða samn- inga, og: að okkur er skylt að koma vel og virðulega fram við konung vorn og Dani“. (Astandið í sjálfstœðismálinu, bls. 81). INGIMAR JÓNSSON: „Það vildi svo til, að ég hlýddi á, þegar Alþingi tók ákvörðun sína 10. apríl 1940, um það, að íslenzk stjórn- arvöld tækju „að svo stöddu“ í sínar hendur utanríkismál og æðsta vald ríkisins, hvað sem liði sáttmálanum við Dani. Ég þori að fullyrða, að flest- ir hafi þá skilið það svo, að hér væri fundið form, sem greiddi úr nauðsyn okkar meðan stríðið stæði, án þess að brotin væru lög eða rofnir gerðir samningar. Þegar síðar var farið að tala um að afgreiða málið nú þegar með einhliða uppsögn af hálfu íslendinga án þess, að ákvæðum samningsins yrði full- nægt, þótti mér sem horfið væri af þeim grundvelli, sem Alþingi lagði 10. apríl 1940, og þar með rofin sú þjóð- lega eining, sem verið hefur um end- anlega lausn sjálfstæðismálsins á seinni árum. Á því tók líka að bera, einkum í umræðum í blöðum, að viss- ir flokkar ætluðu að nota málið sér til framdráttar í hinu pólitíska reip- togi innanlands. En það tel ég mjög óviðeigandi“. (Astandið í sjálfslœðismálinu, bls, 40).

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.