Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 5

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 5
VARÐBERG 5 vígur einrœðisskipulagi, í hverri mynd sem það er og livaðan sem það kemur. — Flokkurinn skorar því á alla Islendinga að standa vel á verði um lýðræðið, þetta fjöregg þjóðarinnar, og halda öruggri vernd- arhendi yfir þeirn almennu mann- réttindum, jem eru grundvöllur lýð- ræðisins, almennum og jöfnum kosningarétti og kjörgengi, mál- jrelsi, rítfrelsi, félagsfrelsi og trú- frelsi“. (Leturbreytingar gerðar af mér). Blaðið var svo óheppið að birta þá sama dag aðra forystugrein, er nefnd- ist „ÓÞARFUR LESTUR", og var ríkisútvarpið þar átalið fyrir að segja frá ummælum danskra blaða um fyr- irhuguð sambandsslit — „og fyllsti ó])arfi að boða meira af slíku tagi“. Það kom ekki meira af slíku tagi. Sá hljómur var kæfður, enda var blaðið þá að birta ræðu Bjarna Benedikts- sonar sama daginn, en í henni eru hin landfleygu ummæli um hljóminn, sem verði að kæfa. Lýðræðið lifi! En ein- ræðið kæfir frjálsa hugsun og lætur það eitt heyrast í útvarpi, er hentar foringjunum. Mönnum eru í fersku minni slcrif Mbl. síðustu daga og barátta þess fvrir skoðanafrelsi og málfrelsi!! I dag, 15. des., er forystugrein, sem heitir ábyrgðarleysi, og hefst á þess- um orðum: „Framkoma ríkisútvarps- ins í lýðveldismálinu hefur verið með þeim hætti undanfarið, að gersamlega er óviðunandi“. „Sök“ útvarpsjns er sú, að það hafi skýrt frá skoðanakönn- un utan Reykjavíkur, er sýndi, að um þriðjungur þeirra, er spurðir voru, eru mótfallnir fyrirhuguðum aðgerðum leifturstríðsmanna. Onnur „sökin“ er sú, að útvarpið hefur skýrt frá miðl- unartillögum, er sendar voru þingi og stjórn í þeim tilgangi að stofna til einingar um sambandsslit á grundvelli öryggis og' sæmdar. Þá hafði útvarpið skýrt frá einróma ályktun fundar reyk vískra og hafnfirzkra kjósenda um að skora á þingið, að leysa málið á grund- velli miðlunartillagnanna. Það má nú hvergi koma fram, að til séu menn, er krefjast sambandsslita, en hafa þó þá mannnrœnu til að bera, að þeir ÞORA að horfa framan í konung sinn sem frjálsan mann, þótt foringjana bresti kjark til þess. — Fyrir mér er þetta einn óttalegur leyndardómur, ef vér eigum að trúa því, að vér séum á vegi V til lýðræðis, en ekki einræðis og að lýðræðið sé fjöregg, en ekki fúlegg. Rangt væri að gleyma garminum honum Katli. Vísir kallar alla lögslciln- aðarmenn undanvillinga nú nýverið. í forystugrein 21. júlí ávítar hann harðlega aðalhetjurnar í „skilnaðar- málinu“ — kommúnistana — með þessum orðum: „— ættu þessir menn að forðast ástæðulausan andróður gegn þjóðum, sem okkur eru vinveitt- ar og hafa allt ráð okkar í hendi sinni“ (Leturbreyting mín). Síðan kallar Vís- ir, í öðru blaði: Kibba, kibba, komið þið, greyin, kibba, kibba, græn cru heyin — í Vesturheimi. Sér er nú hver „sjálfstæðisbaráttan“! Kommúnistar halda því fram, að heyin séu öllu grænni í austurátt. En þeir, sem eklci eru undanvillingar, hugsa sem svo: Islenzka þjóðin á þetta land, og hv.n vill eklci missa það undir áhrif eins eða neins. Hún vill losna úr sambandi við Danmörku, svo að hún geti notið fulls sjálfstæðis, er ekki sé grímuklætt á nokkurn hátt. Þess vegna vill hún slíta konungssambandinu. En þeir, sem þannig hugsa, krefjast þess af forráða- mönnum þjóðarinnar, að þessum mál- um sé ráðið með öryggi og’ sæmd, s.vo að aðrar þjóðir finni enga hvöt hjá sér til að vera tilsjónarmenn Islend- inga um hvað rétt sé og sæmancii, eins og komið hefur fyrir. Enn er þetta mál á fyrsta stigi. — Ekkert frumvarp hefur verið lagt fyr- ir þingið. Málið hefur ekki enn verið rætt þar og skýrt. Skjölin cru óbirt öllum þorra þingmanna og almenn- ingi. Engin ályktun hefur verið gerð á Alþingi. Átta menn hafa samið til- lögur í málinu, og er ljóst af þeim, að þessum mönnum þykir 17. júní n. k. henta til lýðveldisstofnunar sök- um sögulegra minninga. En það má ekki setja gróm á þær sögulegu minn- ingar. Þessir átta menn játa, að enga brýna nauðsyn beri til lýðveldisstofn- unar þá, því að þeir taka fram, að til tals gæti komið, að Alþingi ákvæði gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar fyrr, ef brýna nauðsyn bœri til. En hvað cr það þá? Óttalegur leynd- ardómur. Flokkarnir hafa þegar svign- að undan ofurvaldi almenningsálits- ins varðandi forsetakjörið. Nú segja þeir. sem kunnugir eru að tjaldabaki á Alþingi, að helzt sé í ráði að kjósa fyrsta forsetann til eins árs — af Al- þingi. Varið yður, íslendingar, — I réttið ekki litla fingurinn, svo að handjárnunum verði ekki læst, áður en þér vitið af! Heimtið fulla vitneskju um þetta mál. Sláið hring um málfrelsi og skoð- anafrelsi. Látið ekki hótanir né kjass- mælgi villa yður sýn. Hvorttveggja eru smekldausar kúgunartilraunir á þeim tíma, er þér færist nær lokarnark- inu í sjálfstæðisbaráttunni. — Takið undir með Einari Olgeirssyni, er hann krafðist þess á fundi í utanríkismála- nefnd s. 1. sumar, að öll skjöl varð- andi þetta mál, yrðu birt, og lét bóka m. a„ að „fœstir vissu lúð sanna í mal- inu“. Krefjist þess af ríkisstjórninni, þessum „börnum óveðursins“ á Al- þingi, að skjölin verði lögð á borðið, og það tafarlaust. 15. des. 1943. ÞORS TEINN ÞORS TEINSSON: „Þrátt fyrir það þótt síðar hafi ver- ið róið allfast að því að við ættunx að víkja fi'á þessari stefnu og nota okkur hinn vafasama riftingarrétt til þcss að slíta sambandinu strax, hafa þó ýmsai' hindranir oi'ðið á þeim vegi, þar á mcðal ráðleggingar, sem okkur hafa borizt, bæði frá stjórn Bretlands og Bandaríkjanna, um að halda okk- ur algerlega að sambandssamningn- um. En öflugasta hindrunin ætti að sjálfsögðu að verða meðvitund Lslend- inga "sjálfra um það, með hverju bezt sé tryggður frambúðarréttur þjóðar- innar, og hvað sé samboðnast sóma hennar. Rétt okkar tryggjum við bezt með því að fylgja þeirri stefnu, sem Alþingi tók í öndverðu, að fresta formlegum sambandsslitum, þar til sambandsþjóðirnar geta gcngið frá þeim á formlegan hátt, svo að um það geti ekki verið neinn ágreiningur. Þctta er hin tryggasta lcið og örugg- asta, sém við getum faxúð, því að í sambandslögunum er okkur tryggður réttur til einhliða uppsagnar, ef samn- ingar nást ekki. Við höfum þá að öllu farið að lögum og í engu reynt að nota okkur erfiðar ástæður hins s.amn- ingsaðilans til þess að ganga á hluta hans. Og með hverju getum við betur tryggt stöðu okkar í samfélagi þjóð- anna en með því að sýna, að við vilj- um umfram allt fara að lögum og standa við gerða samninga?“ (Ástandið í sjálfstæðismálinu, bls. 102-108).

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.