Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 2

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 2
VARÐBERG A. NIÐURFELLING SAMBANDSSÁTTMÁLANS. Eftir ig. maí 1944 samþykkir Alþingi að lýsa yfir því, að samn- ingur sambandslaganna sé úr gildi fallinn, þar sem liðin séu j ár frá því, að dönsku stjórninni var tilkynnt krafa um endurskoðun hans, án þess að nýr samningur hafi verið gerður. Síðan verði ályktun þessi lógð undir þjóðaratkvœði. Atkvœðagreiðslan á Alþingi og þjóðaratkvœðið hlíti fyrirmælu-m 18. gr. sambandslaganna. Jafnframt samþykkir Alþingi alyktun um, að þrátt fyrir niðurfellingu sáttmálans haldist jafnrétti danskra ríkisborgara óbreytt í framkvæmd, svo sem verið hefir eftir sambandslögunum, unz aðiljum-er mögulegt að semja um það mál. — Ef hœgt verður að hefja viðræður við Dani fyrir 20. maí 1944, skal sattmalinn ekki felldur úr gildi, fyrr en slíkar viðræður hafa farið fram. B. LtÐVELDISSTOFNUN Þegar samningur sambandslaganna hefur verið felldur úr gildi, samþykkir Alþingi frumvarp til lýðveldisstjórnarskrár. Samtímis þessu alyktar Alþingi, að þjóðaratkvæðagreiðsla samkvæmt 4. mgr. jj. gr. stjórnarskrárinnar skuli ekki fara fram, fyrr en rætt hefir verið við kon- gp*' sp Ef Alþingi fellir samninginn úr gildi, án þess að fullnægt sé minnstu kröfum sambandslaganna, — og stofnar lýðveldi við þær að- stæður og á þann hátt, sem misbýður drengskapar- og sómatilfinningu þjóðarinnar og réttarvitund þeirri, sem henni hefur verið innrætt af á- gætustu leiðtogum hennar í 100 ára sjálfstæðisbaráttu, munu þau hörmulegu tíðindi gerast, að Alþingi neyði þjóðina til að vera sundur- lynda um lausn þessa stórmáls. Vér munum telja það siðferðilega skyldu vora að leggja málstað vorn fyrir alþjóð Islendinga, svo að atkvæða- greiðsla um málið verði sem sónnust skýrsla um vilja þjóðarinnar. Oss er ekki nóg, að formlega sé stofnað lýðveldi á íslandi. Vér vitum, að margvtslegar hættur geta steðjað að frelsi voru, þjóðerni og menningu. Og gegn þeim hætium verður aðeins barizt til þrautar með samhuga- atökum þjóðar, sem er jafnófús að fremja rangindi sem að þola rangindi. Vér erum ekki að rjúfa neina þjóðareiningu um lausn sjálfstæðismálsins. Sú eining hefur þegar verið rofin með þvi að fara að nauðsynjaiausu með málið inn á brautir, sem allmikill hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við. Vér erum að bjóða fram liðsinni vort og fjölda annarra manna til þess að vinna að þeirri einingu, sem nauðsynlegt er að skapa um þetta mál. Nú skyldu einhver atriði i þessu máli vera þess eðlis, að þau gerðu sem bráðastar aðgerðir nauðsynlegar, án þess að leyfilegt væri að birta þau almenningi, og erum vér þá fúsir til þess að gera nefnd fárra manna á fund forseta sameinaðs Alþingis (og formanns stjórnarskrárnefndar) til viðræðna við hann og þá, sem hann vildi kveðja til með sér, um þau atriði l fyllsta trúnaði, og mundum vér þá Ijá tafarlausum sambands- slitum fylgi vort, ef þeir sannfærðust um, að óhjákvæmileg þjóðarnauð- syn krefði. Vér leyfum oss að vænta svars við málaleitun vorri við fyrsta tæki- færi. Forseta sameinaðs Alþingis, for- sætisráðherra og formönnum þing- flokkanna verður sent afrít af bréfi þessu. Reykjavík, 29. nóv. 194^. V irðingarfyllst Arni Pálsson Gylfi Þ. Gíslason Hallgr. Jónasson Jngimar Jónsson Jóhann Sæmundsson Jón Ólafsson Klemens Tryggvason Magnús Ásgeirsson Ólaf ur Björnsson Pálmi Hannesson Sigurður Nordal Tómas Guðmundsson Þorst. Þorsteinsson Þorvaldur Þórarinsson Til stjórnarskrarnefndar. Bréf þetta þarf ekki mikilla skýr- inga við. Þær tvær þingsályktamr frá 17. maí 1941, sem þar er vísað til, hljóða svo: Þingsályktun um sjálfstœðismalið (síðari liður): „að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandslagasáttmálanum við Dan- mörku, þótt ekki þyki að svo stöddu tímabært, vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sambandsslitum og endanlegri stjórnarskipun ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka“. Þingsályktunin um stjórnskipidag íslands: „Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi jafnskjótt og sam- bandinu við Danmörku verður form- lega slitið“. í fyrri hluta þingsályktunar um sjálfstæðismálið, sem bréfritararnir eru ósamþykkir, lýsir Alþingi yfir því, „að það telur ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Dan- mörku, þar sem ísland hefur þegar orðið að taka í sínar hendur meðferð

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.