Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 6

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 6
6 V A R Ð B E R G \ JÓN BLÖNDAL: Það er krafizt einingar þjöðarinnar - en um hvað? i. Það er algengt dæmi úr stjórnmála- sögunni, að þeir, sem vinna að því að sundra þjóðinni, tali mest um nauð- syn þess, að standa saman. Þeir vita, að menn með ábyrgðartilfinningu vilja heldur samheldni en sundrung, heldur sættir en deilur. Þegnskapartilfinning- in er rík í hverjum góðum dreng; sem betur fer vilja margir setja til hliðar hagsmuni sína og sérskoðanir, ef þeir álíta, að þjóðarheill krefjist þess, þeir eru reiðubúnir til þess að færa fórnir fyrir hinn sameiginlega málstað þjóð- arinnar. Þetta skilja hinir pólitisku spákaup- menn. Það er ekki lélegt vopn, að geta hagnýtt sér þegnskap og fórnar- lund samborgara sinna. Er ekki nauð- synlegt, að íslenzka þjóðin standi sam- einuð gegn umheiminum? Er ekki nauðsynlegt, að hún gangi fram í einni fylkingu í sjálfstæðisbaráttu sinni? Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast, segir skáldið. íslenzka þjóðin hefur um langt skeið borið gæfu til að standa sarnan í sjálf- stæðismálum sínum. Nú er sú eining rofin. Og nú keppast þeir, sem rofið hafa eininguna, hver við annan í því að heimta það af þjóðinni, kjósend- unum, að standa nú saman sem einn maður um þá lausn sjálfstæðismáls- ins, sem þeir hafa komið sér saman um, án þess að taka nokkurt tillit til óska þeirra þúsunda, sem þeir vissu fyrirfram, að voru á móti þessari lausn. Við heyrðum sóninn 1. des. og við höfum heyrt hann síðan: íslenzka þjóðin verður að standa saman sem einn rnaður um sjálfstæðismálið. Hver sem bregst í því máli, er ekki góður Islendingur. En þeir, sem ekki láta þennan há- vaða kæfa alla hugsun, sjá auðveld- lega í gegnum allan reyk hraðskiln- aðarmannanna. Sameining um vond- an málstað getur aldrei verið neinni þjóð til blessunar. Tókst ekki Hitler að sameina þjóð sína um hefndar- og yfirdrottnunarstyrjöld? Hversu oft hefur ekki föðurlandsástin verið mis- notuð til óhæfuverka? Nei, við íslendingar skulum hugsa okkur vel um, áður en við látum teyma okkur út í foraðið með gyll- ingum þeii'ra sjálfstæðishetja, sem nú bíta í skjaldai-rendur og æpa að hverjum þeim, sem dirfist að x'júfa það, sem þeir kalla þjóðlega einingu. Við skulum ekki bregðast þjóðinni okkar, en það gerum við, ef við stönd- um saman um rangan eða slæman málstað. II. Ég ætla ekki í þessai'i grein að ræða sjálft skilnaðarmálið. Urn það er kx'af- izt einingar, og er sá málstaður kruf- inn til mergjar á öðrurn stað í þessu blaði. En það er krafizt einingar um fleira. Það er einnig krafizt einingar um sjálfa lýðveldisstjórnarskrána, er á að vera grundvöllur hins nýja ís- lenzka lýðveldis, ef til vill um ára- tugi og jafnvel aldir. Ennþá hefur almenningi ekki ver- ið gefinn kostur á því að kynna sér hið dæmalausa plagg, sem lýðveldis- stjórnarskráin er. Hinum óbreytta kjósanda hefur bara verið gefið í skyn, að ef hann ekki þekktist þetta andlega afkvæmi hinna vísu stjórnmálafor- ingja, þá mætti hann búast við því að fá á sig landi'áðastimpilinn. Eix hvað ætli þeir yrðu margir ís- lenzku kjósendurnir, sem fengjust til þess að athuguðu máli, að ljá þessari stjórnarskrárómynd atkvæði sitt, ef þeir ættu nokkurn annan kost? Tökum ákvæðin um kosningu for- setans. — í S. gr. stendur: „Samei'n- að Alþingi kýs forseta lýðveldi.sins“. 5. gr. byrjar þannig: „Til þess að kosning forseta lýðveldisins sé lög- mæt, þurfa meir en % hlutar þing- manna að vera á fundi og skila þar gildu atkvæði“. í 11. gr. stendur: „Sameina.ð Al- þingi getur samþykkt, að forseti lýð- veldisins skuli þegar láta af störfum, enda beri 10 þingmenn hið fæsta fram tillögu um það, % hlutar þingmanna séu á fundi, og sé tillagan samþykkt með a. m. k. % gildra atkvæða þeirra, sem á fundi eru“. Við skulum hugleiða svolítið þessi dæmalausu ákvæði, sem þjóðin á,að segja annaðhvort já eða nei við, og krafizt er 100% þjóðareiningar um. Ef % hluti þingmanna, þ. e. 13 þingmenn koma sér saman um að hindi'a kosningu ákveðins forseta, þá geta þeir það, einungis með því að mæta ekki á þingfundi þegar kjósa á foi'setann. Ef 10 þingmenn koma sér saman um að setja forsetann af fyrirvara- laust og án nokkui'ra saka, þá geta þeir það, ef 20 þingmenn, auk þeirra, greiða því atkvæði. Þannig á að búa að hinum þing- kosna forseta, æðsta embættismanni þjóðarinnar. Hann á með öðrum orð- um að vera algerlega valdalaus topp- fígúra, sem meiri hlutinn getur sett af, hvenær sem er, ef honum mislíkar eitthvað smávegis við hann, og jafn- vel lítill minnihluti þingsins getur hrakið hann frá völdum, þ. e. hindrað endui-kosningu hans, ef hann skyldi að einhverju leyti ekki falla í kram einhverra 13 þingmanna. Það er jafn- vel ekki sýnilegt annað en að þeir geti lxindrað það, að nokkur forseti sé kosinn! Hvað eru það margir íslenzkir kjós- endur, sem vilja fela Alþingi því, ei' nú situr, slíkt vald? Skoðanakönnun, sem nýlega hefur farið fram, virðist benda ótvírætt í þá átt, að þjóðin vilji sjálf fá að ráða vali forsetans, enda er allt, sem nxælir með því. Þjóðin myndi aldrei sjálf kjósa í sitt rnesta virðingarsæti aðra en þá, sem borið gætu forsetanafnið, — heið- ursnafn Jóns Sigurðssonai' — með sóma. Hún myndi ekki telja það nóg, að forsetinn væri hlýðinn og auðsveip- ur flokksmaður einhvers stjórnmála- flokksins. En hætt er við, að slíkir menn veldust í embættið, ef flokk- arnir mættu ráða því. En auk þess gæti forsetinn ekki látið til sín taka á sama hátt og ef hann hefði umboð sitt fi'á þjóðinni, þar sem hann hefði stöðugt sverð flokkaváldsins hang- andi yfir höfði sér. Hugleiðið þetta vel, áður en þið takið ákvörðun ykkar. — Um þetta skipulag er ykkur boðið að sameinast. Ég veit þið segið nei og aftur nei!

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.