Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 13

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 13
VARÐBERG ö 1* HALLGRÍMIJR JÓNA SSON: Mega kjósendur ekki hafa skoðanafrelsi? annar aðilinn getur ekki virt hana að vettugi án tillits til vilja gagnað- ilans. Hitt er svo annað mál, að aðili, sem hefur haldið því fram, að hann eigi ekki rétt skv. slíkum yfirlýsingum, á afar erfitt með að koma síðar og vilja þá styðja rétt sinn við þær. Sú ríkis- stjórn, sem nú situr, rnundi í öllu falli ekki geta það. Eftir nákvæma yfirvegun á þeim staðreyndum, sem ég þekki í málinu, verða ályktanir mínar þessar: 1. Ég tel að kenning forsætisráð- herrans í boðskap ríkisstjórnarinnar 1. nóvember s.l. og dómsmálaráð- herrans í ræðu hans 1. desember s.i. hafi ekki við rök að styðjast, sbr. hér að framan. Ef svo er, þá leiðir af því, að grundvöllur ríkisstjórnarinnar gef- nr okkur engan rétt til sambands- slita við Dani. 2. Ef kenning dómsmálaráðherr- ans (ríkisstjórnarinnar) um það, að ályktun Alþingis 17. maí 1941 og bréfaskipti íslenzku og dönsku ríkis- stjórnanna (sem ríkisstjórnin hlýtur að hafa þekkt, þótt hún hafi ckki getið þeirra) beri ekki að skoða sem kröfu um endurskoðun sambandslag- anna samkvæmt 18, gr., þá höfum við heldur ekki neinn réttargrundvöll til sambandsslita árið 1944. 3. Ef hins vegar — eins og ég hef reynt að sýna fram á — oftnefnd þingsályktun og bréfaskipti milli ísl. og dönsku ríkisstjórnanna 1941 mega teljast krafa um endurskoðun sam- bandslaganna samkv. 18. gr., þá tel ég að við íslendingar ættum að hafa rétt til sambandsslita við Danmörku á árinu 1944 eins og áður er sagt. Eitt af mörgu, sem vekur eftirtekt í meðferð þessa máls, eru þau fáu bréfa- eða skeytaviðskipti. scm virð- ast hafa farið á milli íslenzku og dönsku ríkisstjórnanna. A þéim fáu dæmum, scm ég hef nefnt, sést glöggt, að símskeytasamband hefur vcrið ágætt og gengið mjög greiðlega. Til slcamms tírna var danska stjórn- in og konungur, að því er virðist, við óskert völd, að undanskildum hernaðaraðgerðum og því, sem að þeirn laut, — Það verður ekki annað séð, cn að auðvelt hefði verið að haga lausn málsins í fullri sámvinnu við dönsku stjórnina og konung. — í stað þess að gera vinsamlegar fyrirspurnir til Það er ekki auðhlaupið að því, kjósandi góður, fyrir okkur, hina 14 bannsungnu menn, að koma til þín áliti nokkurs hluta þjóðarinnar á að- ferð þriggja þingflokkanná í skilnað- armálin'u við Dani. Flokkarnir hafa fyllst slíkum ótta, að einsdæmum sætir, ótta við þann málstað, sem við höfum fundið okkur skylt áð vekja athygli á og halda fram. Við viljum í skilnaðarmálinu fara leið réttaröryggis og fullra laga, leið, sem er í fullu samræmi við drengskap og sómatilfinningu al- mennings. Og við vildum að þú, kjós- andi. hvar sem þú átt heima og hvar sem þú stendur í flokki, ættir þess kost að mynda þér sjálfstæða skoð- un um málið og meðferð þess, á grundvelli þeirrar vitneskju, sem hægt er að afla, og út frá þcim rök- um, sern fram eru borin með og móti þeirri aðferð, er stjórnmálaflokkarnir hafa beitt og virðast ætla að beita í afgreiðslu þess allri. Ilingað til hefur skoðanafrelsi og málfrelsi verið talið nokkurs' virði í lýðfrjálsu landi. Hingað til hefur Al- þingi álitið störf sín og samþykktir hvíla á þcim grundvelli almennings- vilja og trausts, að þær þyldu mál- frclsi og gagnrýni. Hingað til hefur það ekki séð sér fært að hundsa skoð- þessara aðila, hvort þeir vilji ganga inn á ákveðna lausn á málinu, er slöngvað framan í þá falskri ásökun um vanefndir á samningsskyldum. — Þann rétt, sem allt bendir til að hefði mátt fá með vinsamlegri samvinnu og framkomu, sem að öllu var í sam- ræmi við viðskipti milli ríkja, hafa forystumcnn íslenzku þjóðarinnar verið að burðast við að taka, undir yfirskyni vanefnda. Með þessu hafa þessir forystumenn þjóðarinnar komið málinu í örlaga- þrungna flækju, sem nú er óvíst hvernig lýkur og þegar hefur bakað okkur verulegan og varanlegan álits- hnekki út á við. anir fólksins, er kaus fulltrúa þess. Fram að þessu hefur þingið talið sig þjón þjóðarinnar, en ekki herra. En andi hins einræðiskennda of- stopa, sem ýmsir fordæma mest með vörunum, virðist hafa skotið seigum rótum í hjarta og hug sömu manna, án þess þeim sé sjálfum ljóst. I skilnaðarmálinu er allsýnilegt, að flokkarnir vilja vera húsbændur þjóð- arinnar. Almenningui', kjósendurnir eiga að vera þjónar, auðmjúkir þjónar, hlýðn- ir, en umfram allt fávísir þjónar. Það er barist á móti því, að málstaður okkar verði þjóðinni kunnur. „Vits- munaverurnar“ við Morgunblaðið og önnur málgögn hraðskilnaðarmanna taka á öllu, sem þ'ær eiga til í þvi skyni að kæfa raddir þeirra manna, sem vilja fara örugga leið laga og réttar, leið sæmdar og drengskapar. Fyrsta desember s.l. var fimm ræðumönnum raðað við ldjóðnema útvarpsins, og fluttu allir hlústendum áróðursræður um hraðskilnað. Eng- inn talsmaður annars sjónarmiðs komst þar að. Jafnvel prófessor Arna Pálssyni, sem ætlaði að flytja stutta tölu í cinu samkomuhúsi bæjarins og ekki átti að útvarpa, var meinað það, enda var vitað, að hann mundi flytja aðrar skoðanir í því máli en hrað- skilnaðarpostularnir óskuðu. Útvarpið hefur vci'ið ausið óhróðri fyrir að minnast bæklings okkar og bréfs í fréttum sínurn. Hraðskilnaðar- menninxir hafa yfir að ráða milli tíu og tuttugu blöðum í áróðursbarátt- unni, víðlesnustu blöðunum og stærstu. Ö!1 áróðurstækni þessara flokka er í fullu starfi eins og malandi kvörn. Fjói'tánmenningarnir hafa ekkert skipulag haft, enga flokks- starfsenxi, ckkert blað, þeir hafa að- eins eitt vopn: Málstað, senx Jxeir eru sannfærðir um að er réttur, málstað, sem þeir trúa lika að þjóðin aðhyllist, ef hún fær að kynnast honum, mál- stað, senx cr í samræmi við réttlætis- kennd hennar, samvizku hennar og sóma.

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.