Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 4

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 4
VARÐBERG .IÓIIA NN SÆMUNDSSON: Skjölin Sumarið 1942 var mikill fiðringur í helztu forystumönnum þjóðarinnar. Þá fóru fram tvennar kosningar til Al- þingis, en áður var síðast kosið árið 1937. Á þessu tímabili hafði brotizt út ný heimsstyrjöld og' var nú bcitt nýrri hernaðartœkni, sem táknuð er með orðinu leifturstríð. Ekki þótti „foringj- unum“ vel fara á því, að íslendingar sýndu ekki einhvern iit á því að þeir fylgdust með í heiminum, og varð þá að ráði, að fella skyldi niður fyrir tím- ann þann milliríkjasamning, sem Is- land hefur gert merkastan, þar sem viðurkennt er sjálfstæði og fullveldi landsins. Þetta leifturstríð snerist fljótt upp í undanhald fyrir eindregin afskipti Bandaríkjamanna, cr vér höf- um gert ómetanlegán greiða og firrt allri vömm með því að fela þeim varnir landsins, svo að þeir kæmust hjá að hernema það. I orðsendingum sínum tóku Bandaríkin fram, að ó- gilding sambaridslagasáttmálans og fyrirhugaðar breytingar á stjórnar- fari landsins væru mál, sem íslenzka þjóðin ætti á friðartímum að taka á- kvörðun um eftir óskum og þörfum. Ihlutun Bandaríkjanna 1942 var bæði sár og auðmýkjandi. Hún fól í sér rot- högg á þá fullyrðingu Bjarna Bene- diktssonar, að fullveldisskerðingin hafi verið úr sögunni, er herverndarsamn- ingurinn var gerður, en sú fullyrðing er ein meginstoð vanefndakenningar- innar, er styðjast átti við um einhliða riftingu. Hins vegar lcyfðu Bandarík- in íslendingum að fella niður samn- inginn, þegar hann væri „án cfa út- runninn“, en þau virðast telja að svo sé eftir næstu áramót. Þetta töldu undanhaldsmennirnir mikinn sigur, og telja líklega enn. Haustið 1942 var gerð breyting á stjórnarskránni til þess að greiða fyrir stofnun lýðveldis og afnámi sambands- laganna. Sú stjórnarskrárbreyting hef- ur í sér ,,fólgið það mjög mikilsverða nýmœli, að ekki þarf samþykki kon- ungs eða handhafa valds hans á af- námi konungdœmisins, heldur er það á borðið þjóðin sjálf, sem endanlega Icveður á um þetta, svo sem vera ber“ (tilvitn- un úr Lýðveldi á Islandi, eftir Bjarna Benediktsson, bls. 9). Eftir yfirlýsingu þriggja stærstu flokkanna 1. des að dærna, er það ætl- unin, að ganga frá sambandsslitum á sérstöku þingi, er komi saman 10. jan- úar, og stofna lýðveldið 17. júní 1944. Þar sem það fellur í hlut þjóðar- innar, en hvorki Alþingis né handhafa konungsvalds, að setja konunginn endanlega af, skyldi maður ætla, að allt væri gert lil þess að fræða þjóð- ina um þessi mál, og hversu langt þeim væri komið, svo að hver kjós- andi gæti myndað sér rökstuddar skoðanir um þau. Til eru í fórum stjórnarinnar ýmis skjöl, er farið hafa á milli í þessu rnáli, sem enn hafa ekki verið birt, hvorki almenningi NÉ ÞINGMÖNNUM al- mennt. Meðan ég át.ti sæti í stjórninni, átti ég þess kost að kynna mér þessi skjöl, og ég get ekki talið, að neitt sé þar, sem ekki megi koma fyrir augu al- mennings. Stjórnarskrárnéfnd fékk skjölin lánuð sem trúnaðarmál á út- mánuðum 1943, nokkru áður en hún gekk frá tillögum sínum. Oðrum þing- mönnum voru ekki send skjölin, og hafa þeir ekki átt þess kost að kynn- ast þeim af eigin sjón. Samt sem áð- ur láta þrír stærstu þingflokkarnir sig ekki muna um að lýsa yfir því 1. des., hvenær þeir ætli sér að ráða málinu til lykta á Alþingi, þó að .meginþorri þingmanna hafi enn ekki svo mikið sem rennt augunum yfir gögn málsins, og ég verð að segja fyrir mitt leyti, að þetta finnst mér vanefnd af hálfu þingfulltrúanna á skyldum þeirra vicf. þá kjósendur, er hafa falið þeim um- boð. Vera má, að einhver gögn hal'i kom- ið í dagsins ljós eftir að ég fór úr stjórninni í apríl s. I., gögn, sem ekki sé hægt að birta. En ef svo er, var það skylda þingmanna og stjórnar að halda lokaðan fund á Alþingi um mál- ið, áður en gefin væri út yfirlýsing um lausn þess. Þetta var ekki gert heldur, og er því ljóst, að yfirlýsing flokk- anna frá 1. cles. hefur ekkert gildi, því að þingmönnum ber að fara eftir sann- færingu sinni einni saman samkvæmt stjórnarskránni, og sannfæringu get- ur enginn öðlazt að órannsökutu máli. Vera má, að þingmenn hafi glúpnað fyrir þeirn orðum Bj. Bene- diktssonar, að þeir væru ólánsmenn, sem brygðust foringjum sínum (sjá Lýðveldi á íslandi, bls. 28), en mörg- urn óbreyttum íslendingi mun þykja sem fulltrúarnir bregðist þjóðinni, ef þeir gera mikilvægar samþykktir án þess að hafa kýnnt sér málsatvik. Krafa óbreyttra kjósenda er því sú, að öll gögn, er má birta og farið hafa milli íslenzkra stjórnarvalda og ann- arra um sambandsslit og stofnun lýð- veldis, verði tafarlaust birt í „blárri“ eða „hvítri“ bók, en auk þess, að hald- inn verði lokaður fundur á Alþingi, þar sem þingmönnum verði kyrint öll gögn, er ekki má birta almenningi, ef þau, mót vonum, eru þá nokkur. Allt pukur er íslendingum fjarri skapi. Enginn efi er á því, að þjóðin Stendur einhuga að því, að fella nið- ur sambandslagasáttmálann og stofna lýðveldi. En hún krefst þess, að fyllsta öryggis sá gætt um sambandsslitin, svo að þar um verði alls engin cftir- mál. Hún státar ekki af afskiptum annarra þjóða, er cnda í því að leyfa það eitt, sem þær telja í samræmi við gerða samninga og annað ekki, sbr. af- skipti Bandaríkjanna. Hún krefst þess að ekki verði oftar hnéskítur í þessu máli. Hún krefst þess, að gætt verði þjóðarsæmdar í meðferð málsins. Hún krefst þess að fá sjálf að kynna sér málið, því að hún á sjálf að dæma í því með atkvæðagreiðslu. Hún heimtar gögnin á borðið. — „Engir áhugamenn um sambands- slit og stofnun lýðveldis létu sér hins vegar til hugar koma, að ekki eigi að tala um sjálfstœðismálið“, skrifar Morgunblaðið 2(i. okt. s. 1. í forvstu- grein. Á Landsfundi sjálfstæðismanna í júní s. 1. var samþykkt einróma svo- felld tillaga frá Gunnari Thoroddsen alþm. og birt í Mbl. undir fyrirsögn- inni: Fjöreggið. „Sjálfstæðisflokkurinn telur lýð- ræði og' þingræði þann hyrningar- stein þjóðfélags Islendinga, er aldrei niegi hagga. Hann er algerlega and-

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.