Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 14

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 14
14 i VARÐBERG Og það er þetta, sem þær óttast hraðskilnaðarkempurnar, garparnir, sem ekki geta innt af höndum brýn- ustu og tvímælalausustu skyldur sín- ar við þjóðina, mennirnir, sem ekki hafa getað myndað þingræðisstjórn, sem ekki hafa ráðið við neitt aðkall- andi stórmál þjóðfélagsins í meir en ár. — Finnst • þér, kjósandi, að ofstopa- fullum kröfum þessara flokka eigir þú að hlýða í blindni? Er það ekki móðgun við heilbrigða skynsemi þína að ætla þér slíkt? Miklastu af þeirri tiltrú og því trausti, er umbjóðendur þínir sýna þér með þeim tiltektum að varna mönnum máls og varna þér eftir megni að kynnast öðrum hliðum á meðferð skilnaðarmálsins en þeirri, sem þeir halda fram? Nú er komið til þinna kasta. Þú verður að gera það upp við sjálfan þig, hvort þú kýst, að til þess sé hætt að brjóta sambandssáttmálann, brjóta hann á þjóð, er lifir nú einhverja þyngstu og hörmulegustu tíma í allri sinni sögu, brjóta hann í þinu nafni, með þeim afleiðingum, sem þar kunna af að hljótast, til þess eins að ná tak- marki, er komast má að eftir ský- lausri leið laga, réttar og drengskap^ ar. — Þú verður að taka um það ákvörA un framar öllu öðru, hvað þér finnst sjálfum og þjóð þinni sæmilegast og samboðnast, hvað þú getur verið þekktur fyrir að gera fyrir hennar hönd og í hennar nafni, þjóðar, sem á ekkert undir afli valds né vopna og getur aldrei átt, en hlýtur einungis að treysta á rétt sinn, lagalegan, sið- ferðilegan, sæmd sína og heiður. Það eitt er sverð hennar og skjöld- ur í skiptum við aðrar þjóðir. Og með þeim vo'pnum viljum við að hún berjist. tTGÁFA „VARÐBERGS". Eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaði þessu, kaus fundur reykvískra og hafnfirzkra borgara, sem haldinn var í Kaupþingssalnum þ. 10. des. 1943, sérstaka framkvæmdanefnd til þess að kynna þjóðinni málavöxtu í lýðveldis- og sambandsmáíihu. Blaðið Varðberg er stofnað að til- hlutun framkvæmdanefndarinnar. — Næsta blað kemur innan fárra daga. Kafli úr rœðu, er DR. JUR. BJÖRN ÞÓRÐARSON, núv. forsœtisráðherra íslands, flutti í útvarpið 1. des. 19A2. (Birt í jólahefti IIELGAFELLS 19)&) „ .... Síðan 10. maí 1940 höfum vér ekki ráðið yfir landi voru nema að takmörkuðu leyti. Landið er ekki framar afskekkt eyja, um það og yfir það liggur nú alfaraleið heimsveld- anna, það er orðið ein af mikilvæg- ustu hernaðarstöðvum heimsins, það er, ef svo má að orði kveða, Malta Norður-Atlantshafsins. Það liggur innan hagsmunasvæða tveggja heims- velda, og héðan í frá munu þau hafa eftirlit með, hvað gerist á þessari eyju og hvernig vér förum að ráði voru. Þetta hlýtur hverjum að vera Ijóst, sem beinir huga sínum að því, og þessa má enginn íslendingur ganga dulinn. Sumir þeirra, sem tala og rita um sjálfstæðismálið, virðast trúa því, að sambandslagasamningurinn við Dan- mörku sé fjötur um fót frelsi voru óg framtíð. Þeir virðast beinlínis skilja það svo, að sjálfstæðismálið sé sama sem sambandsmálið. Þessi ímyndun minnir mann á sumt gamla fólkið í ungdæmi manns, sem alizt hafði upp, áður en verzlunarfrelsi var fengið. Það nefndi mörgum áratugum eftir það allan útlendan varning danskan. Þangað til 1. desember 1918 áttum vér í hendur Dana að sækja rétt vorn í sjálfstæðismálinu, en upp frá þeim degi eiga þeir ekki ríkari aðild gagn- vart oss í því máli, en hver önnur ná- grannaþjóða vorra. En þeir eiga einir aðild gagnvart oss um sambandslaga- samninginn. Nú vitum vér það, að engin þjóð stendur þeim framar um að virða lög og rétt, vér getum því alveg verið vissir um, að þeir hafa enga tilhneigingu til að ganga á rétt vorn í því máli, þótt þeir ættu þess kost. En samkvæmt sambandssátt- málanum sjálfum höfum vér það í eig- in hendi að ráða sambandsmálinu til lykta. Sú eina skylda, sem á oss hvílir gagnvart Dönum þar, er að virða lög og rétt. Sjálfstœði höfum vér öðlazt á grundvelli laga og réttar, og því að- eins getum vér orðið hlutgengur aðili í samfélagi þjóðanna, að enginn skuggi falli á mannorð vort í því efni, þar megum vér aldrei tefla á tæpasta vaðið. En stjórnmálamenn vorir hafa talið öllu borgið að þessu leyti á vora hlið og töldu rétt síðastliðið vor, að Alþingi á þessu ári lýsti yfir fullum sambandsslitum við Danmörku, — og afnámi konungssambandsins. Allir landsmenn litu samt ekki þann veg á málið. Þegar það kvisaðist síðastliðið sumar, að Alþingi, áður en það var rofið hið fyrra sinn, hefði skipað nefnd til þess að undirbúa að- gerðir í þessa átt, sem fram ættu að fara á sumarþinginu, varð sumum það undrunarefni, en aðrir fylltust nokkr- um ugg um þá ráðabreytni. Þeirra á meðal voru að vísu engir svo kallaðir ábyrgir stjórnmálamenn, en þó full- ábyrgir menn. Síðar kom það á dag- inn, að þegar þessi áform urðu kunn stjórnarvöldunum í Washington, þá endurtók sig sagan frá vetrinum áður, er brezka stjórnin ráðlagði stjórn- málamönnum vorum að vinda ekki jafnbráðan bug að málinu og sumir þeirra vildu þá. Ég skal ekki þreyta hlustendur á því að rekja lengur hinn raunalega gang þessa máls, því að það væri end- urtekning á því, sem allir vita. En ástæða er til að benda á það, að vér höfum fengið með nokkurra mánaða millibili ráðlegging og bendingar frá tveimur heimsveldum, sem eru vinir vorir og verndarar, um það hvernig vér ættum ekJci að haga oss. Og mér finnst við eiga að lesa hér upp niður- lag bréfs stjórnar Bandaríkjanna frá 20. ágúst síðast liðinn, — þótt það hafi áður verið lesið í útvarpið, — sem hljóðar þannig: „Bandaríkjastjórn vill endurtaka þá bendingu, að rétt sé að fresta að taka ákvörðun um sambandsslitin, þangað til betur stendur á, eJcki að- eins vegna Bandaríkjanna og íslands sjálfs, heldur og í þágu heimsskipu- lagsins og skilnings milli þjóða yfir- leitt“. Þannig hljóða þessi orð. Nú mun enn fremur, í stjórnmálaviðskiptum þjóða í milli, vera litið svo á, að þeg- ar vinsamleg stórþjóð telur ástæðu til

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.