Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 11

Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 11
VARÐBERG 11 hlaupsmenn, hafa veitzt mjög að þeim, er stóðu fyrir tillögunum. Marg- ir hafa síðan tjáð sig þeim fylgjandi. Það skal strax tekið fram, að til- lögurnar byggja á því, að krafa um endurskoðun sambandslaganna hafi verið gerð, og uppsagnarákvæði 18. gr. geti því heimilað einhliða uppsögn þeirra eftir 19. maí n.k. Dómsmálaráðherrann, Einar Arn- órsson, neitaði því í ræðu sinni 1. des. s.I. að krafa um endurskoðun sambandslaganna hafi komið fram. Ég' vil hér á eftir gera ýmissar athuga- semdir um ræðuna og sér í lagi ræða um brottfall sambandslaganna og uppsögn þeirra eftir 18. gr. Aður vil ég gefa lítilsháttar yfirlit um helztu atriði og heimildir, sem þekkt eru, og í þessu sambandi kæmi helzt til greina að vitna í: 1. Ályktanir Alþingis 10. apríl 1940. 2. Samþykki konungs og dönsku rík- isstjórnarinnar á þeim, 14. apríl 1940 (óbirt). 3. Ályktanir Alþingis 17. maí 1941. . 4. Svar dönsku ríkisstjórnarinnar 31. maí 1941 (óbirt). 5. Svar íslenzku ríkisstjórnarinnar dags. 23. júní 1941 (óbirt). 6. Skýrsla fyrrverandi for.sætis- og utanríkismálaráðh., Ólafs Thors, í útvarpsræðu 5. október 1942, sjá Morgunblaðið 7. sama mánaðar. 7. Ræða dómsmálaráðh. 1. des. s.l. BROTTFALL SAMBANDSLAGANNA. Dómsmálaráðherrann telur sam- bandslögin fallin niður af tveimur á- stæðum: a) fyrir ómöguleika og b) fyrir framkvæmdir íslenzkra stjórn- arvalda á málefnum samkv. þeim, sjá síðar. Um a) Ég hef ávallt haldið því fram, að hindrun konungs og Dana á meðferð mála eftir sambandslögun- um, sem skapaðist við hernám Dan- merkur 9. apríl 1940, hafi verið al- mennur (objectiv) ómöguleiki. Að þessu leyti er ég dómsmálaráðherran- um sammála. Hitt er svo annað mál, hvort rétt væri að segja, að viðhorí okkar lyti reglunum um verulega breytt atvik. Munurinn á þessu verður sarnt, að því er ég hygg, ekki verulegur og þá sér í Iagi, þar sem ekki cr vitað að ríkisstjórnir Ísíands hafi gert nokkrar þær ráðstafanir, sem eðlilegar gætu talizt, til að byggja rétt á reglum þessurn og á cg þar við það, að ekki munu þær hafa gert neinar fyrirspurnir um það á neinu stigi málsins til dönsku stjórnarinnar, hvort hún vildi vinsamlegast fallast á, að samningurinn félli niður af ann- ari hvorri þessara ástæðna. Hér skiftir það mestu vaáli, að ó- möguleikinn er tímabundinn. Þegar svo er, eru allir þjóðaréttarfrœðingar sammála um að ómöguleikinn valdi einungis frestun framkvœmda samn- ingsins. Þeirri niðurstöðu hefur dóms- málaráðherrann komizt að í bók sinni Þjóðréttarsamband íslands og Dan- merkur, 1923, bls. 127, sjá Ástandið í sjálfstæðismálinu, bls. 14. Um b) Þessum lið er erfitt að gefa nafn, en kalla mætti hann helzt „á- standshefð“. Hugleiðingar dómsmála- ráðherrans virðast vera svona; Ó- möguleikinn skapaði íslandi ótvíræð- an og óvéfengjanlegan rétt til að taka þau mál í sínar hendur, sem ályktán- ir Alþingis 10. apríl 1940 fjalla um, eins og þá var gert. Með því að hafa framkvæmd þcirra rnála með höndum ávallt síðan hefur skapazt ástand, sem íslendingar eru orðnir vanir, una vel og engum þeirra kemur til hugar að breyta með frjálsum vilja. íslend- ingar hafa þannig öðlazt rétt til að taka meðferð þessara mála formlega og endanlega í sínar hendur, án tillits til sambandslaganna. Ekki kann ég við að segja eins og dómsmálaráðherrann, að ómöguleik- inn hafi skapað okkur umræddan rétt. Mér virðist rétt að segja: Þegar ó- möguleikann bar að, leiddi það af við- urkenndu fullveldi íslands, að því bar skylda til, og hafði jafnframt rétt til, að sjá svo um, að fullnœgjandi skip- un vœri á meðferð œðstu málefna rík- isins að viðlögðum missi fullveldisins (sjálfsbjargarréttur ríkja,. Self-prc- servation of States). Þessi réttur náði þó ekki lengra en ýtrasta nauðsyn krafði. Þetta sjónarmið kemur ein- mitt fram í ályktunum Alþingis frá 10. apríl 1940, þar sem sjálf laga- ákvæðin eru lát'in haldast óbreytt (sambandslögin og stjórnarskráin), en framkvæmdirnar einungis „að svo stöddu“ lagðar í hendur annara á- kveðinna aðila. Á þennan hátt hefur framkvæmdum verið hagað hingað til með samþykki konungs og dönsku ríkisstjórnarinnar og viðurkenningu ríkisstjórna Bretlands og Bandaríkj- anna. Ómöguleikinn gat ekki veitt okkur meiri rétt en viðurkenndur er að þjóðarétti. Þær ráðstafanir, sem gerðar voru 10. apríl 1940, hafa reynzt fullnægjandi í framkvæmd, að óbreyttum aðstæðum. Hugleiðingar ráðherrans fela ein- ungis í sér löngun eða óskir, en slíkt er ekki lögfræðilega gilt (juridisk relevant). Hugsunin virðist helzt benda til þess að vinna hefð á ástandi, eða ef svo rnætti segja einhverskonar „á- standshefð". Vitneskja aðilans um réttarstöðuna eftir sambandslögun- um, samþykki gagnaðilans á ráðstöf- ununum og loks sá stutti tími, sem þær hafa verið framkvæmdar, útiloka allan möguleika um hefð. Þar til væri síðasta atriðið eitt út af fyrir sig nægi- legt. Norrænn réttur viðurkennir ekki styttri tíma til hefðar en 20 ár og í þjóðarétti eru miklu strangari kröfur til hefðar, þegar hún á annað borð er viðurkennd. Það virðist og harla ein- kennilegt, að fuUvalda ríki byggi rétt sinn til meðferðar hins æðsta valds á hefð eða öðrum álíka sjónarmiðum, til þess að hrinda samningum, sem þar um gilda. Ég leyfi mér að fullyrða, að hér sé um algerlega óþekkta reglu að rœða í þjóðarétti. Æskilegt væri að ráðherr- ann upplýsti, hvaða réttarreglu hann byggir á. Auk þess væru umræddar hugleið- ingar all einkennilegar í framkvæmd. Hvenær öðlaðist ísland endanlegan og formlegan rétt til sambandsslita eftir þessu? í rauninni mætti margs spyrja, en það skiptir ekki máli. Þessar hug- leiðingar hafa ekkert réttargildi að þjóðarétti. Ómöguleikinn einn verður eftir og þá komum við að því sama: Ilann veldur frestun, sbr. að framan. Ætla mætti að ráðherrann hefði ekki látið hjá líða að nefna þessar hugleiðingar, sem rætt hefur verið um undir b-lið hér að ofan, í bók sinni 1923, sem fyrr er nefnd, ef hann hefði þekkt þær þá, því þá var 4 ára styrj- öld nýlega afstaðin og sjálfsagt til- viljun ein, hvort Danmörk þá var hernumin eða eigi. UPPSÖGN SAMBANDS- LAGANNA EFTIR 18. GR. Um þetta farast dómsmálaráðherr- anum orð á þessa leið: „En raunveru- lega hefur engin krafa um endurskoð-

x

Varðberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.