Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 6

Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 6
Þórarínn Magnússon, verkfr. Rannsóknastofnun byggingaríðnaðaríns Snjóflóð — snjóflóðavarnir Á undanförnum árum hefur undirritaður átt þess kost að kynnast nokkuð rannsóknum á snjóflóðum og vörnum gegn þeim bæði heima og erlendis. Ætlunin er að greina hér stutt- lega frá nokkrum atriðum sem mál þetta varða. Haustið 1975 ákváðu Rauði Kross Íslands, Hjálparstofn- un kirkjunnar og Norðfirðingafélagið í Reykjavík að verja vöxtum af því fé, sem safnaðist vegna snjóflóðanna í Nes- kaupstað, til að styrkja menn til náms í snjóflóðavörnum. Þrír styrkir voru auglýstir og þá hlutu Helgi Björnsson jökl- afræðingur, Magnús Hallgrímsson verkfræðingur og Þórar- inn Magnússon verkfræðingur. Styrkþegar hafa síðan farið í nokkrar kynnis- og námsferðir erlendis (einn til þrír í senn) og heimsótt Sviss,Noreg,Bandaríkin og Kanada. Auk styrk- veitenda hafa vinnuveitendur styrkþega borið hluta af kostnaðinum vegna námsferðanna þ.e. Raunvísindstofnun Háskólans, verkfræðistofan Hönnun, bæjarsjóður Neskaup- staðar og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Að mínu áliti hefur árangur af þessum ferðum verið góður. Miklum upplýsingum og gögnum hefur verið safnað, mannvirki skoðuð og tengsl hafa fengist við mjög marga að- ila sem fást við snjóflóðarannsóknir. Snjóflóðarannsóknir í Sviss og Noregi. I Davos í Sviss hefur verið starfandi snjóflóðarannsókna- stöð frá árinu 1935 og þar eru nú um 30 vísindamenn við störf allt árið (Das Eidgenössische Institut fur Schnee- und Lawinenforschung). Þetta er ein stærsta og virtasta snjófl- óðarannsóknastöð í heimi. Forstöðumaður stöðvarinnar er Próf. M.de. Quervain en hann kom hingað til lands snemma árs 1975 og gerði frumathuganir á aðstæðum í Neskaup- stað, Eskifirði, Seyðisfirði og Siglufirði m.t.t. snjóflóða. I Noregi var stofnuð sérstök deild fyrir snjóflóða- og skriðu- rannsóknir á vegum NGI (Norges geotekniski institut) árið 1972 og þar starfa nú 5 menn. Forstöðumaður deildarinnar Karstein Lied kom ásamt öðrum manni til Neskaupstaðar haustið 1976 en deildin tók að sér að kanna aðstæður og gera tillögur um varúðarkerfi og varnarvirki fyrir Neskaup- stað. Deildin er fús að taka að sér fleiri verkefni íslendinga verði eftir því leitað enda þótt hún sé mjög störfum hlaðin. Fyrirbyggjandi aðgerðir Snjóflóð eru ein þeirra náttúruhamfara sem við íslending- ar höfum búið við í aldaraðir og oft höfum við orðið fyrir þungum búsifjum af þeirra völdum. Það er því eðlilegt að menn spyrji þeirrar spurningar hvort raunhæft sé að tala um varnir gegn þeim. Að mínu áliti ber hiklaust að svara þeirri spurningu játandi. Afl það sem býr í snjóflóðum getur verið gífurlegt (allt að 110 t/m2 hefur mælst) og ekki má búast við að hægt sé að tryggja fullkomið öryggi gegn þeim en með markvissum skipulags- og eftirlitsaðgerðum og með byggingum varnar- virkja - má auka mjög öryggi þeirra sem búa á svæðum þar sem hætta. getur verið á snjóflóðum. Snjóflóðavarnir skiptast éinkum í tvo þætti sem þó eru mjög tengdir þ.e. skipulags-, eftirlits- og viðvörunarað- gerðir annars vegar og svo byggingu varnarvirkja. Fyrsta og eitt mikilvægasta atriði þegar rætt er um snjó- flóðahættu og snjóflóðavarnir á ákveðnu svæði er að safna upplýsingum um þau flóð sem þar hafa fallið áður. Kanna þarf hvenær flóð hafa fallið, útbreiðslu þeirra, tjón sem þau kunna að hafa valdið, athuga hvernig veðurskilyrði hafa verið, (vindátt, úrkoma, hita o.fl.) gerð flóðanna o.s.frv. Út- vega þarf loftmyndir, kort og Ijósmyndir og kanna aðstæður á viðkomandi stöðum s.s. halla, jarðveg o.þ.h. Sé um byggð svæði að ræða þarf að fá upplýsingar um fjölda, gerð og starfsemi þeirra bygginga sem þar eru. Á grund- velli þessara og annarra athugana má svo gera tillögur um skipulags-, viðvörunar- og eftirlitsgerðir og slíkar athuganir eru einnig undirstaðan að ákvörðun um byggingu varnar- virkja. Þau varnarvirki sem mest hafa verið notuð í baráttunni við snjóflóð eru: Bremsukeilur úr uppýttum jarðvegi, mis- stórar eftir aðstæðum. Samsíða raðir af slíkum keilum eru gerðar rétt ofan við byggð og er þeim ætlað að sundra flóð- unum og drepa niður orku þeirra. Varnargarðar (ská, þver og V-laga garðar), þeim er ætlað að breyta stefnu flóðanna, stöðva eða kljúfa þau. Varnarveggir einkum úr steinsteypu eru notaðir til að verja einstakar mikilvægar byggingar eða svæði. Grindverk eru mikið notuð í Sviss einkum efst í fjöllum og er þeim ætlað það hlutverk að koma í veg fyrir að flóðin geti losnað. Vegsvalir eru byggðar þar sem verja þarf mikilvægar samgönguæðar. Þess má geta að norska vegagerðin hugleiðir nú að draga úr byggingu veg- svala vegna hins mikla kostnaðar (um 20.000 N.kr./m) og nota bremsukeilur eða varnargarða að miklu leyti í staðinn. Svisslendingar hafa þróað ákveðnar hönnunarforsendur við gerð þessara mannvirkja og byggja þá bæði á reynslu og rannsóknum. Norðmenn nota þessar forsendur að mestu óbreyttar. Ein tegund varnaraðgerða er að koma snjóflóðum af stað með sprengingum, áður en þau verða hættulega stór. Þetta er mikið gert í Sviss en eingöngu vegna vega eða skíða- svæða en ekki ofan við byggð. Aðgerðir í Neskaupstað Eins og áður kom fram gerði norska snjóflóðastofnunin áætlun fyrir Neskaupstað um þær varnaraðgerðir sem hugsanlegt væri að grípa til. Hér er um að ræða tillögur um skipulags-, eftirlits- og viðvörunaraðgerðir, svo og um bygg- ingu mannvirkja. Þar koma fram tillögur um svæðaskiptingu byggðarinnar, rýmingu, viðmiðunarreglur fyrir eftirlitsjnann vegna veðurfarsaðstæðna og loks tillögur um varnarvirki og var þar um að ræða bremsukeilur, varnargarða og varnar- veggi. Svo til öllum tillögum Norðmanna hefur nú verið komið í framkvæmd á Neskaupstað nema byggingu varnarvirkja enda er einstökum bæjarfélögum ofviða að standa undir slíkum framkvæmdum án þátttöku ríkisins. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.