Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 30

Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 30
Niðurstaða þeirra var sú að sprunguvídd varð að fara yfir 0,3mm til að fólk sem gekk fram hjá veggjunum veitti þeim athygli. Sett hefur verið fram eftirfarandi líking fyrir því hve- nær sprungur verði að útlitsgalla: wleyf <0,1'S 61 ■ með: : þolanleg sprunguvídd í mm a : fjarlægð skoðenda í m. 6.3. Sprunguvídd og leki í töflu 6.1. eru sett fram mörk um hreyfingu vatns í sprungum. Tafla 6.1. Samband rakastreymis og ytri áhrif. Orsök Flytur raka í sprung- um af stærð (mm) Athugasemd Háræðasog 0,01 - 0,4 Ráðandi á bilinu 0,01 - 0,2 Þrýstingur 0,01 - Ráðandi ofan við 0,2 - Loftstreymi 1 - 4 Hreyfiorka yfir 4 mm Taflan sýnir að við visst gildi á vídd sprungnanna hættir hárpípukrafturinn að vera helsti krafturinn á bak við flutning vatnsins og þrýstingurinn tekur við. Á hinn bóginn er ekki enn Ijóst hvenær sprunguvídd er orðin svo lítil að þrýsingur frá roki og dæluáhrif frá regni sem skellur á veggjum nær ekki að valda leka. Höfundur hefur reynslu af því að sprungur með vídd ca. 0,2-0,3 mm á yfirborði leka í mestu rokum. Falkner (5) segir frá tilraun- um með vatnsþrýsting og sprunguvídd og segir þær hafa sýnt að sprungur með vídd undir 0,2 mm hafi ekki lekið. Sama gildi er gefið upp hjá Pilney (12). Reynsla er af veggjum með sprunguvídd ca. 0,1 mm og 3m vatnssúlu sem hvergi sýnir leka (5). Undirritaður telur eftirfarandi mörk eðlileg: • Steypa undir þungum stöðugum vatnsþrýstingi (geymar o.fl.) W,eyf = 0,1 mm • Veggir mót verstu óveðursáttum W|eyf = 0,15 mm • Veggir í rigningaráttum W|eyf = 0,20 mm • Útveggir í hléi W,ey( = 0,25 - 0,30 mm 7. HÖNNUNARLÍKÖN 7.1. Líkön byggð á tilraunum og reynslu Ef við skoðum íslenskar blokkir sjáum við fjórar höfuð- gerðir sprungna. 1. Sprungur út frá opum. Sprungurnar ganga á ská út frá opunum en verða fljótt lóðréttar. 2. Lóðréttar sprungur upp langa veggi. 3. Sprungur á plötuskilum. 4. Láréttar sprungur í grennd við horn. Nú er auðvelt að viðurkenna þessa sprungustaði og leggja þar inn bendingu sem t.d. væri hönnuð með Falkner- línuriti. Þetta kallar á kröftuga vel ankeraða lóðrétta tengi- bendingu milli hæða yfir plötuskil, kröftuga lárétta bendingu þar á milli sem þéttist við op. Við horn þarf að þefta lóð- réttu bendinguna og ankera þar vel bendinguna úr plötunum niður í veggi. 30 7.2. Reiknilíkön fyrir þvingunarkrafta í veggjum. Mynd 7.1. sýnir snið í blokkarhæð með líklegu hitastigi. Mynd 7.1. Snið í blokk með líklegri dreifingu hitastigs. Mynd 7.2. sýnir líklega dreifingu togkrafta í veggnum í tveim- ur sniðum. Snið a er í miðjum vegg en snið b er í plötuskil- um. SNIÐ (°) 5NIÐ (^) JAFNAR TOGSPENNUR ^TOG YFIR ALLT ÞVERSNIÐIO ik, t ^ Þrýstingur SPENNULAUS PUNKTUR VEGGU EGGUF -<— PLATA — Mynd 7.2. Snið í blokkarvegg með spennudreifingu vegna hitamunar. Lega spennulausa punktsins í sniði b er óþekkt enn. Höf- undur telur margt í rannsóknum sínum á sprungum í hús- um benda til þess að hann liggi ekki í plötunni heldur fremur utarlega í veggnum. Ef við notum Falkner-Iínuritin er ekki nauðsynlegt að þekkja þessa spennudreifingu. Hönnnun með Falkner-línuriti. Veggurinn sé 18 sm, steypuhula 2,5 snvsteypugæði S200, bendistál Ks40. Veggurinn liggi mót verstu óveðursátt og sprunguvídd því valin wm = 0,15 (W95 < 0,2). Langbending valin K10 Mynd 5.1. gefur p=0,75% Við1 ákvörðun bendingarinnar komum við nú að mjög mikilvægum punkti þ.e. ákvörðun togsvæðisins. Samkvæmt mynd 7.3. teljum við að togsvæðið nái gegnum allan vegg- inn nema á plötuskilum. Ef við hinsvegar reiknum áhrifs- breidd bendingarinnar fáum við bct = 2,5 + 1,0 + 7,5 = 11 smCEB Leonhardt (2) telur áhrifasvæðið enn minna eða bct = c + <I> + 5 ■ 0 = 2,5 + 1 + 5 = 8,5 sm. Þetta er mjög mikilvægt: • Bending í innri brún veggs hefur ekki áhrif á sprungur í ytri brún hans ef um þvingun er að ræða. Ef við erum að huga að bendingu gegn þvingunarkröftum ættum við því að íhuga alvarlega að sleppa innri bending- unni þar sem sprungur á innra yfirborði veggsins trufla okk- ur lítið en þétta mjög ytri grindina. Þetta myndi leiða til eftirfarandi bendingar: Áhrifasvæði skv. CEB; 8,25 sm2/m þ.e. K10 c/c 9 í langátt. Áhrifasvæði skv. Leonhardt; 6,38 sm2/m þ.e. u.þ.b. K10 c/c 12.5. Að mati undirritaðs nægir bendingin í ytri brún. Nú vitum við að grennri járn eru betri til sprungudreifingar. Við skul-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.