Upp í vindinn - 01.05.1982, Side 8

Upp í vindinn - 01.05.1982, Side 8
Dæmi um velheppnaða björgun afeigin rammteik. Þungi skíöamannsins veldurþví, að snjóþekjan losnarog ferafstað, en hon- um tekst með snarræði og heppni að bjarga sér út úr skriðunni. Viðlagasjóður Norðmanna í Noregi starfar sjóður sem nefnist Statens Naturskadefond sem samsvarar nokkurn veginn Viðlagatryggingu hér. Sjóð- urinn starfar á svipaðan hátt og viðlagatrygging að því er varðar bætur á tjónum. Auk þess að bæta tjón hefur sjóður- inn það hlutverk að fjármagna fyrirbyggjandi aðgerðir og verður það að teljast mjög góð fjárfesting. Sjóðurinn kostar að fullu alla undirbúningsvinnu og gagnasöfnun, hönnun o.þ.h. vegna varnarmannvirkja á byggðum svæðum og hann greiðir svo 75-90% at kostnaði við gerð mannvirkj- anna sjálfra. Svipaðar reglur gilda einnig í Sviss. í norksum byggingarsamþykktum er að finna ákvæði varðandi snjóflóðahættu svo og í reglum öryggiseftirlitsins. Engin slík laga- eða reglugerðarákvæði er að finna hér á landi og er þó sannarlega full ástæða til að svo sé. Vorið 1981 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fram á Alþingi frum- varp til laga um skipulag varna gegn tjóni af völdum snjó- flóða og skriðufalla. Standa því vonir til að farið verði aö taka þetta vandamál fastari tökum en gert hefur verið til þessa. Það getur varla talist eðlilegt að á sama tima og þjóðfél- agið er reiðubúið að taka á sig stóráföll af völdum náttúr- hamfara sbr. lög um viðlagasjóð og viðlagatryggingu skuli jafn lítil áhersla vera lögð á fyrirbyggjandi aðgeröir og raun ber vitni. 8

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.