Upp í vindinn - 01.05.1982, Síða 14

Upp í vindinn - 01.05.1982, Síða 14
íslenska orö var lengi vel ekki brýn, enda þótt fyrstu áratug- ir þessarar aldar hafi verið tími mikilla breytinga hér á landi. Menntamennirnir notuðu orðið teknik sín á milli, eins og þeir höfðu vanist í skóla, en í þjóðmálaumræðu nægði lengi vel að tala um „verklegar framfarir". Það er ekki fyrr en far- ið er að rita á almennum vettvangi um þjóðfélagsleg áhrif tækninnar sjálfrar, að íslensk orð verða nauðsynleg til að efnið komist til skila. Til þessa bendir og, að elstu heimildir Orðabókar Háskólans um notkun orðsins tækni í rituðu máli skuli vera úr tímaritunum Rétti, Skírni og Ægi, eins og áður er getið um. Ég tel að orðið tækni hafi ekki orðið algengt í mæltu máli fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina. Man ég vel, er ég var að venja mig á að nota þetta orð í stað orðsins teknik. Það mun hafa verið á árunum 1945 til 50. Önnur spurning er, hvernig stendur á hinum einkennilegu ís- lensku útleggingum áteknik í orðabókum, semfyrr vargetið. Af hverju er teknik þar sett svo mjög í samband við list? Ástæðan er sú, að þessi orð, höfðu áður fyrr ekki sömu merkingu og nú. Gríska orðið tekhne þýddi list, leikni, verk- hæfni. A hinn bóginn er art komið af latneska orðinu ars, sem þýddi verklagni, list. Þarna er því ekki mikið bil á milli. Ocðið Kunst á þýsku er dregið af können, að kunna, og á íslensku er sagt „það verður hverjum list, er hann leikur". Á ensku þýðir artisan handiðnaðarmaður en artist listamaður, oft listmálari. Með aukinni verkaskiptingu á síðari árum er orðin þörf á miklu sérhæfðari hugtökum en áður var. Nú eru teknik og kúnst, tækni og list, orðin vel aðgreind hugtpk, annað um hinn verklega eða starfræna þátt þess, sem gert er, en hitt um þann þátt, sem smekkur og fagurfræði taka til. Og orðið tækni er auk þess búið að fá miklu víðari merkingu en áður. Tæknin er orðin að abstrakt samheiti um breytandi afl í þjóðfélaginu sem nútíma-raunvísindi í tengslum við stór- aukna verkkunnáttu hafa skapað. Staðall. Árið 1953 var komið á fót Iðnaðarmálastofnun íslands, sem var fyrirrennari núverandi Iðntæknistofnunar Islands. Eitt af hlutverkum hennar var að stuðla að ,stand- ardiséringu'til þess að auka framleiðni í íslensku atvinnulífi. Forstjóri Iðnaðarmálastofnunar, Bragi Ólafsson verkfræðing- ur, leitaði eftir því við bróður sinn, Ólaf M. Ólafsson mál- fræðing, að búa til orð fyrir „standardiséring". Ólafur bjó til orðin staðall, að staðla og stöðlun. Orðin eru dregin af gamalli sögn „að steðja", sem nú er ekki lengur notuð nema í myndinni „staddur" ( að vera staddur). Sögnin beygðist eins og að kveðja og þýddi 1.) að stöðva, láta staðna, 2.) að ákvarða, tiltaka, 3.) staðfesta, lögbinda. Frá þessu er greint í „Iðnaðarmálum" 1955, 4. hefti. Orð þessi komust fljótt í gagnið, því að þau birtust á prenti á hinum nýju stöðlum Iðnaðarmálastofnunar, og áður en varði voru „normur" sem við notuðum áður um staðla að skandinaviskum og þýskum hætti, horfnar úr máli okkar. Orðið staðall komst því fljótt í orðabækur, t.d. Orðabók Menningarsjóðs 1963. En hér leynast hættur. í íslensk-enskri orðabók Arngrims Sigurðssonar (1970) er staðall þýtt á ensku aðeins með standard. í ensk-enskri orðabók Webster's (1957) eru aftur á móti gefnar 23 mismunandi merkingar á standard og auk þess um 50 samsetningar með standard sem forskeyti. Meðal annars getur standard á ensku verið fáni eða her- deildarfáni en í íslensku verslunarmáli rúmmálseining fyrir timbur. Því verður að varast að fara að nota orðið staðaii um annað en það, sem í því sjálfu felst, en búa heldur til ný íslensk orð um aðrar merkingar á standard. Margir kann- ast t.d. við „standard of living", sem þýða mætti með lífskjör. Þau geta verið mismunandi góð eftir atvikum og fer fjarri að þau séu stöðluð. A skandinavískum málum er talað um „reisestandard11, þegar fjallað er um gæðastig fólksflutn- inga eða ferðakjör fólks. Um þau á orðið staðall ekki við. Það er því mikilvægt, að ný orð séu rökrétt mynduð og auðskilin (gegnsæ segja sumir), ef komast á hjá því, að þau séu ranglega notuð eða jafnvel fái nýja meiningarlausa merkingu. 14

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.