Upp í vindinn - 01.05.1982, Síða 16

Upp í vindinn - 01.05.1982, Síða 16
Björn Marteinsson, verkfr. Rannsóknastofnun Jón Sigurjónsson, verkfr. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins byggingariðnaðarins Loftræstar útveggia- I 1 x klæonmgar 1. INNGANGUR. Á undanförnum árum hefur oröið mikil aukning á aö íbúö- arhús séu klædd með loftræstri klæöningu. Ýmsar orsakir má eflaust finna fyrir þessari þróun, þar á meðal eru aukin erlend áhrif, ný og betri efni auk stórfelldra steypuskemmda á höfuöborgarsvæöinu. Hér verður drepiö á nokkur atriöi varðandi útveggja- klæðningar og einangrun, en þessum málum veröa gerð ýt- arlegri skil í væntanlegu riti „Utveggjaklæðningar“ sem gef- ið verður út innan skamms hjá Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins. Vel gerð útveggjaklæðning getur gefið húsi gott útlit, þótt enn sé algengara að verið sé að laga alvarlega byggingar- galla þegar nýleg hús eru klædd. Vaxandi er þó að steypt íbúðarhús séu hönnuð fyrir klæðningu og fylgir þá oftast að húsin eru einangruð utan frá, enda er það heppileg einangrunaraðferð. Útveggjaklæðning krefst mikillar vandvirkni og jafnvel nosturs, ef vel skal takast til með útlit og endingu. Að mörgu þarf að hyggja og mörg atriðin eru þess eðlis að þau verða ekki leyst á byggingarstað um leið og upp- setning klæðningar fer fram. í þessari örstuttu grein verður reynt að benda á nokkur þessara atriða. 2. KLÆÐNINGAGERÐIR Málmklæðningar. Algengustu klæðningagerðir eru málmklæðningar ýmis konar. Málmklæðningar skiptast í meginflokkana stál, ál og járn. Alls eru um 10 aðilar hérlendis sem flytja inn eða framleiða (selja) þessar gerðir klæðninga, þannig að úrval er nokkuð fjölskrúðugt. Algengast er að málmklæðningar séu trapisulaga eða bárulaga en ýmis önnur þversniðslögun er einnig fáanleg. Þykkt og húðun er einnig breytileg. Hámarks lengdir eru breytilegar frá 2,85 og allt upp í 13m. Vissar gerðir er einn- ig hægt að sérpanta í lengdum eftir eigin vali. Mikilvægt er að fara vel með málmklæðningar í flutningi og á byggingarstað vegna þess að yfirborðshúð þeirra getur auðveldlega skaddast. Helstu yfirborðshúðanir eru: 1. Sink húðaðar plötur (bárujárn) 2. Ál/sink húöaðar plötur 3. Plasthúðaðar plötur Segja má að húðunin sé einnig í þessari gæða- og verðröð. Rétt er að minna lesendur þessarar greinar á mikilvægi þess að velja festingar við hæfi þeirrar málmklæðningar sem þeir nota. Sérlega er álið viðkvæmt ef út af er brugðið. Timburklæðningar. Notkun timburklæðninga hefur aukist mikið í seinni tíð bæði vegna aukinnar byggingar timburhúsa og einnig vegna viðgerðarverka. A.m.k. sex aðilar selja timburklæðn- ingar af ýmsum gerðum. Af mismunandi klæðningum má nefna klæðningarborð sem notuð eru saman eða með fölsum, einnig virðist tvíbyrt útveggjaklæðning vera vinsæl. Er þá jöfnum höndum valið að nota misbreið eða jafnbreið borð yst og innst. Plötuklæðning með plötum sem hafa áfasta yfirborðshúð er nokkuð notuð og hafa slíkar plötur verið fluttar til landsins úr ýmsum áttum. TAFLA - skrá yfir fyrirtæki sem selja útveggjaklæðningar Heiti Heimilisfang Sími Já Al St Pl Ti An Andri hf. Ármúla 28 83066 X Árni Jónsson & Co. hf. Laugavegi 148 11333 X BB-byggingavörur hf. Suðurlandsbraut 4 33331 X Börkur hf. Hjallahr. 2 Hf. 53755 X BYKO sf. Nýbýlav. 8 Kóp 41000 X X X X Garða-Héðinn hf. Stóriás 4-5 Hf. 52922 X Húsasmiðjan hf. Súðavogi 3-5 84599 X X Innkaup hf. Ægisgötu 7 22000 X X Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 10600 X Kjölur sf. Borgartúni 33 21490 X X SÍS Suðurlandsbraut 32 82180 X X X Völundur hf. Klapparstíg 1 18430 X Töggur hf. Bíldshöfða 16 81530 X Eftirtalin fyrirtæki seldu útveggjaklæðningar á tilboðsverði. Iðnval hf. Bolholti 4 83155 X ÍSAL hf. Straumsvík 52365 X 16

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.