Upp í vindinn - 01.05.1982, Qupperneq 26

Upp í vindinn - 01.05.1982, Qupperneq 26
Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur Bending steyptra útveggja húsa undir þvingunarkröftum INNGANGUR Þesi grein er aöeins úrdráttur úr hluta verks sem fjallar um þvingunarkrafta í steyptum mannvirkjum en hér verður stuttlega fjallaö um bendingu steyptra útveggja húsa sem einangruð eru aö innan. Höfundur þessarar greinar hefur kannað nokkuð ástand steyptra mannvirkja hérlendis, bæði sem starfsmaður Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðarins og síðan sem sjálf- stæður ráðgjafaverkfræðingur hjá Línuhönnun hf. Ef við lítum á stakar sprungur má segja að heildarniður- staðan hafi verið þessi: • Ástand mannvirkjanna er þeim mun verra sem reikn- ingslegt álag er minna. 2. ÁSTAND STEYPTRA HÚSA HÉRLENDIS í ritinu Steypuskemmdir - ástandskönnun eru settar fram tölur um skemmdir í íslenskum húsum. Um þær alvarlegustu - alkaliskemmdirnar - verður ekki fjallað hér. Tíðni hinna ýmsu sprungna í húsum í Reykjavík var eftir- farandi: • Sprungur út frá gluggum 60-70% • Lóðréttar sprungur í veggjum. Einbýlishús 40-50% Raðhús 50-60% Blokkir 60-70% • Sprungur á plötuskilum 60-70% 3. ORSAKIR SKEMMDANNA Lengi vel var talið að rýrnun steypu væri höfuðorsök sprungna af því tagi sem eru svo áberandi í íslenskum húsum. Þetta olli mjög ströngum kröfum um gerð steypu og verður fjallað um það nánar í (1). Á síðari árum hefur athygli manna þó beinst að öðrum skemmdavaldi þ.e. hitasveiflum. Höfundur þessarar greinar er þess fullviss að hitasveiflur eru höfuðorsök stakra sprungna í íslenskum húsum. (1.) 4. ÞVINGUNARKRAFTAR Með þvingunarkröftum er hér átt við krafta sem eru i inn- byrðis jafnvægi í mannvirkinu en valda spennum. í steyptum mannvirkjum eru orsakirnar oftast: mismun- andi rýrnun og/eða hitastig samliggjandi hluta. Mjög mikil- vægt er að gera sér grein fyrir eðliseiginleikum þvingunar- krafta og mismun á sniðkröftum sem stafa af þvingun og hinum sem stafa af ytra álagi. Við getum orðað þetta svona: • Ytra álag: Sniðkraftar eru beint fall af ytri kröftum. Formbreytingar eru háðir stífni. • Þvingunarálag: Formbreytingar beint háðar ytri orsök. Sniðkraftar eru háðir stífni. 26 Þessi munur er mjög mikilvægur þegar ákveðið skal hvernig á að taka tillit til áhrifa sem geta valdið þvingunar- kröftum t.d. hitasveiflna. Á mynd 4.1. er sett upp samband vægis M og krappa <í> fyrir steyptan bjálka undir vaxandi álagi. Mynd 4.2. Samband vægis og krappa fyrir bjáika undir vax- andi álagi. Við sjáum að formbreytingin <i> 1t(notaálag) veldur stóru vægi M 11 enþegar nálgast brotálag þ.e. þegar stífni mannvirkisins hefur minnkað hefur sama formbreyting (sama hitabreyting) lítil áhrif á vægi. Af þessu getum við dregið mjög mikilvæga ályktun. • Sniðkraftar vegna hitasveiflna, rýrnunar, mismunavægis og fleiri þvingunarvalda eru sterk undir litlu ytra álagi (not- aálag) meðan mannvirkið er stíft en hverfa oftast undir brotálagi og hafa því oftast ekki áhrif á brotöryggi mann- virkisins. 5. HÖNNUN MEÐ TILLITI TIL SPRUNGUVÍDDAR 5.1. Inngangur Við hönnun er yfirleitt borið saman ytra álag mannvirkis- ins og innra þol með vissu öryggiskerfi. Stundum hefur hitabreytingum alveg verið sleppt en stundum hefur innri sniðkröftum hreinlega verið bætt við sniðkrafta frá álagi. Hvort tveggja er rangt. ( kafla 4 var bent á að þvingunarkraftar væru í eðli sínu alls ólíkir álagi og sýnt fram á að áhrif þeirra minnka stöðugt þegar nær dregur hinu endanlega brotálagi. Steypt mannvirki víkja sér undan þvingun með því að opna sprungur og aflagast. Hönnun steyptra mannvirkja ætti því að fara fram í að minsnta kosti tveimur stigum. • Notaálag: Gætt að sprunguvídd og formbreytingum. Tekið tillit til þvingunarkrafta • Brotálag: Brotöryggi mannvirkisins ákveðið. Yfirleitt hægt að sleppa áhrifum þvingunarkrafta. í sumum stöðlum er þessa nú þegar krafist. Þó er þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.