Upp í vindinn - 01.05.1982, Side 40

Upp í vindinn - 01.05.1982, Side 40
skipuleggjenda, þess efnis að samgöngukerfi leiði af sér landnotkun. Þeir héldu því fram að samgöngukerfi væri tæki er ákvarðar aðgengni og mótar borgir. Það að gera land að- gengilegt er mikið vandamál og samgöngukerfið ákvarðar hversu mikið land með ákveðinni aðgengni er fáanlegt. En þessu hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Markmið með umferðarskipulagi hefur verið umferðartæknilegs eðlis og miðað fyrst og fremst við að draga úr slysum, töfum, mengun o.fl. Því mikilsverða tæki, sem samgöngur eru við að móta mannlegt umhverfi hefur ekki verið sinnt. Hinum ýmsu ferðamátum hefur verið gert mishátt undir höfði því umferðarkerfið hefur verið miðað við „bílismann". Nú er Ijóst að bílisminn á eftir að aukast enn, skipulagsaðgerðir þurfa því að miða að því að nýta kosti bílsins og draga úr áhrifum af göllum hans.En hvernig á skipulag að vera? Ekki er til nein töfraformúla fyrir því, en einhverju verður að fórna. Aðgengni, samgöngukostnaður og umhverfisgæði eru háð hvort öðru og nátengd og verður því að reyna að fara hinn gullna meðalveg. Það skipulag sem næst kemst því að ná fram sem bestri lausn í ofangreindum atriðum er hið svokallaða Radburnskipulag er fundið var upp í Bandaríkj- unum en hefur verið þróað og breytt á Norðurlöndum. Hvað umferðarkerfi þess varðar má líkja því við æðakerfi í dýri þar sem æðar mynda ákveðið net og flokkast niður m.t.t hlutverks. Stórar slagæðar notast til flutnings milli líkams- hluta þar er streymið mikið og gengur fljótt og ótruflað fyrir sig. Æðarkerfið greinist svo niður eftir því sem nær dregur ákv- örðunarstað og æðarnar minnka og þrengjast þar til komið er út í fínustu háræðar. Sömu lögmálin gilda með umferðar- skipulag eftir Radburn kerfinu. Leitast er við að flokka götur niður eftir ferðatilgangi ökumannsins til að fá sem jafnast og greiðast streymi. Stofnbrautir samsvara slagæðum og flytja umferð milli bæjarhluta þ.e. íbúðar-, iðnaðar- og miðbæjar- svæða. Stofnbrautir eru götur í hæsta gæðaflokki og um- ferðin gengur greitt og óhindrað. Eftir því sem vegfarendur nálgast ákvörðunarstað sveigja þeir út af stofnbrautinni á viðeigandi tengibraut og eru komnir á götu sem er af lægri gæðaflokki og gerð fyrir minni hraða. Þá tekur safnbrautin við og þar næst húsa- eða verslunargata sem líkja má við háræðar, þar er endastöð og þangað fer enginn nema hann eigi erindi. Hvað vinnst svo með þessu? Það fást kyrrlát íbúðarhverfi þar sem engin bílagegnumakstur er og að- gengin góð. Flutningar ganga greiðlega, samgöngukostn- aður í lágmarki. Síðast en ekki síst möguleikar á að halda góðu umhverfi. Víðtækar rannsóknir sem gerðar hafa verið á tíðni og tildrögum umferðarslysa benda eindregið til yfir- burða Radburn-kerfisins. Má þar nefna rannsóknir SCAFT- vinnuhópsins í Svíþjóð. Við gerð aðalskipulags Reykjavíkur 1963 voru gerðar miklar umferðarkannanir og komust þeir verkfræðingar að nákvæmlega sömu niðurstöðum óháð er- lendum rannsóknum. Öllum ætti að vera Ijóst að þegar ökumenn eru að aka lengri leiðir aka þeir með þannig hugarfari að þeir vilja kom- ast fljótt um það svæði sem liggur á milli og þeir eiga ekki erindi í. Séu aðrir ökumenn sem eiga erindi í hverfið aka þeir með allt öðru hugarfari eru e.t.v. að leita að, aka inní eða út úr bílastæðum.Þetta skapar slysahættu, því er nauð- syn að gegnumakstursökumennirnir séu á öðrum götum en hinir sem eiga erindi í hverfið. Það er því sama frá hvaða sjónarhorni litið er á málið, allt ber að sama brunni þ.e. að- greining og flokkun umferðar. 5. Umferðarksipulag hérlendis. Tiltölulega stutt er síðan farið var að kenna byggðar- skipulag og samgöngutækni í byggingarverkfræði. Þess vegna er stór hluti íslenskra byggingarverkfræðinga ekki vel að sér í þessum málum. Bera flest bæjarfélög þess merki að við gerð skipulags voru umferðarverkfræðingar ekki hafðir með í ráðum, arkitektar sem hafa verið nær einráðir í skipulagsmálum hafa takmarkaða þekkingu á umferðar- skipulagi. Afleiðingarnar blasa hvarvetna við. Undantekning á þessu var gerð aðalskipulags fyrir Reykjavík 1963, þar var ráðgert fullkomið net umferðaræða fyrir Reykjavík. En því miður höfðu þeir sem síðan áttu að framfylgja þessu og byggja eftir, ónóga þekkingu á eðli málsins og þess vegna hefur verið sleppt úr mikilvægum hlekkjum og gæðaflokkun gatna ekki verið sinnt sem skyldi. Hvað getur þú ímyndað þér að gerðist ef einni meiri hátt- ar æð væri lokað í handleggnum á þér? Jú, streymið myndi þrengja sér eftir næstu samsíða æðum sem alls ekki voru tilbúnar til að taka við þessi mikla streymi og afleiðingarnar yrðu alvarlegar. Nákvæmlega hið sama hefur skeð þegar hinni mikilvægu stofnbraut sem liggja átu niður Fossvogsdal var sleppt. Umferðin hefur þrengt ser inn á næstu götur er liggja samsíða þ.e. Bústaðaveg og Nýbýlaveg sem alls ekki eru né geta orðið færar um að flytja bessa umferð. Hverjar eru svo afleiðingarnar af þessu? Onæði fyrir íbúana, slys- ahætta, þrengsli, tafir, aukinn kostnaður. Við Höfðabakk- abrúna átti að tengjast stofnbraut er liggja átti á hæðarbrún- inni þar sem fremstu hús við Vesturberg eru nú. Henni yar sleppt. Umferðin fer því um Vesturbergið sem getur ekki flutt þetta umferðarmagn og veldur ónæði og slysahættu. Hvað er svo gert? Jú, það eru settar upphækkaðar þrengingar í Vesturbergið sem rýra flutningsgetuna enn meir og auka vandann. þannig eru margar ráðstafanirnar sem gripið hefur verið til. Greinilegt er að þeir sem þarna standa að verki hafa ekki næga þekkingu á nútíma umferð- arskipulagi. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða því að gott samgöngukerfi er mjög mikilvægt eins og reynt hefur verið að skýra hér að framan. 40

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.