Upp í vindinn - 01.05.1982, Side 46
Á landinu eru nú starfandi 18 framleiðendur eininga-
húsa. Tíu þeirra framleiða einingahús úr timbri, sjö fram-
leiða steinsteypt einingahús og ein verksmiðja framleiðir
bæði hús úr timbri og steinsteypu.
Auk þess sem hér er talið, munu tvö fyrirtæki væntanlega
hefja framleiðslu á steinsteyptum einingum á árinu 1982. Er
þvi nokkuð Ijóst að verksmiðjuframleiðsla einingahúsa hefur
náð varanlegri fótfestu hér á landi. Eflaust mun hún jafn-
framt aukast nokkuð frá því sem nú er og ýmis áhrif henn-
ar á byggingariðnaðinn vaxa að sama skapi.
Hérlendis virðist þróunin í framleiðslu húsa hafa orðið
með svipuðum hætti og í öðrum löndum. Var stöðlunin
skipulagslaus fyrst í stað og fólst framleiðsla húsa í verk-
smiðjum einkum í því að skipta hefðbundnum húsum í
hæfilegar einingar sem hver og einn framleiddi síðan eftir
þeim staðli sem hentugastur var talinn hverju sinni. Þegar
vélvæðing og framleiðsla jukust varð mönnum Ijóst að kerf-
isbundin stöðlun húsanna hafði í för með sér aukna hag-
ræðingu og minni framleiðslukostnað sem þannig stuðlaði
að framleiðslu fullgerðra húsa.
íslendingar hafa á hinn bóginn, enn sem komið er ekki
framleitt fullbúin hús í verksmiðjum heldur aðeins einstaka
byggingarhluta og er öðrum verkliðum þá lokið með hefð-
bundnum byggingaraðferðum. Framleiðslustig einingahús-
anna er því mjög breytilegt eftir einstökum framleiðendum,
einkum hvað varðar fjölbreytni og frágang staðlaðra bygg-
ingarhluta.
Flestir framleiðendur einingahúsa nota mátkerfi að ein-
hverju marki og er jafnan stuðst við mátkerfi Iðnþróunar-
stofnunar í þeim efnum. Þó nota margir framleiðendur enn
þá aðferð að smíða húsin eftir þeim teikningum sem hver
og einn hefur valið og hluta þau í hæfilegar einingar. Er
þetta mest áberandi hjá framleiðendum steinsteyptra ein-
inga, en þar er nánast ekki um neina lengdarstöðlun að
ræða.
Framleiðendur eru ekki á eitt sáttir hve ýtarleg stöðlunin
skuli vera og telja flestir að ekki þýði að bjóða alveg staðl-
aða framleiðslu. Ráði þar mestu þarfir neytandans. Neyt-
endur hafa því áhrif á útlit og gerð framleiðslunnar að meira
eða minna leyti og verður hún því að vera sem fjölþreyttust
til að svara þreytilegum kröfum þeirra. Torveldar þetta stöðl-
un vegna frávika í framleiðslunni og veldur óreglu í fram-
leiðsluferlinu. Jafnframt mótar tíðarfar byggingarhættina í
ríkum mæli hérlendis, svo að þeir setja framleiðendum
skorður við gerð staðlaðra þyggingarhluta í verksmiðjum.
Afleiðingin er því sú, að framleiddar eru of margar gerðir
eininga og of lítið magn af hverri gerð. Þetta kemur svo í
veg fyrir að framleiðslan sé gerð fjölbreyttari með fleiri
byggingarhlutum, en það mundi stuðla að stærri og sam-
felldari framkvæmd.
Framleiðendur og neytendur hafa þannig verið treqir til að
nýta til fulls möguleika á stöðlun við framleiöslu eininga-
húsanna og lækka með því þyggingarkostnaðinn. Stöðlunin
verður því skipulagslaus og dregur það úr framleiðninni og
hagkvæmni við fjöldaframleiðsluna.
Framleiðendur bjóða yfirleitt framleiðslu sína á fjórum
mismunandi byggingarstigum og er þá ekki eingöngu um að
ræða verksmiðjuframleiddar einingar heldur ráða framleið-
endur undirverktaka eða Ijúka sjálfir þeim verkþáttum sem
verksmiðjuframleiðsla þeirra nær ekki til.
Framansögð byggingarstig eru:
1. Húsin fullbúin að utan með gleri, útihurðum, opnanleg-
um gluggum og fullfrágengnu þaki. Húsin eru ekki einangr-
uð né klædd að innan.
2. Húsin einangruð og loft og útveggir klætt að innan, til-
búið undir málningu.
3. Milliveggir uppsettir og klæddir.
4. Innréttingar í eldhús settar upp ásamt fataskápum og
innihurðum.
46
Allar lagnir eru undanskildar og gert ráð fyrir að undirbygging
séfullbúin.
Byggingarstig þessi eru nokkuð breytileg eftir framleið-
endum, og einnig því hvort einingarnar eru úr steinsteypu
eða timbri. Algengast er að framleiðendur skili húsunum
fullbúnum að utan og einangruðum. Þó er það að breytast
með tilkomu fjölþættari framleiðslu, svo sem innveggjaein-
inga og innréttinga.
Athugun á byggingarkostnaði einingahúsa
Áhrif stöðlunar byggingarhluta á byggingarkostnað hafa
löngum verið óljós og ýmsar kenningar verið á lofti um þau
efni. Var því eitt megin markmið könnunarinnar að komast
að því hver hlutfallslegur kostnaður einingahúsa er miðað
við hefðbundið hús. Var til þess valið einnar hæðar parhús
sem reiknað hafði verið kostnaðarlega af Rb. Framleiðend-
ur einingahúsanna fengu teikningar af umræddu parhúsi og
reiknuðu síðan út kostnað við byggingu sams konar húss úr
eigin einingum.
Niðurstöður þessara útreikninga eru sýndir í töflu 1.
Samtals kostnaóur bygg.hluta í ein- ingahúsum Samtals kostnaóur bygg.hluta í vió- mióunarhúsi Samtals kostnaóur bygg.hluta í vió- mióunarhúsi sem hlut- fall af heildark. þess cp H H (0 HJ V o •—1 fö •<-t C o +J x: w 0 C a h 44 UJ 44 Cn ftí C J *r4
Einingahús S1 160.231 166.427 20,6 0,8
S2 166.736 196.368 24,3 3,7
SJ 176.866 196.368 * 24,3 2,4
S4 186.990 202.510 25,1 1 ,9
Tl 340.785 345.984 42,8 0,6
T2 118.156 185.442 22,9 8«, 3
T3 312.318 380.350 47,1 8,4
T4 325.352 412.442 51 ,0 10,8
Tafla 1.
Þegar metin eru áhrif þess á heildarkostnaðinn að nota
húseiningar í stað hefðbundinnar steinsteyþu (steypt á
staðnum) er gert ráð fyrir sömu kostnaðar-
liðum við að fullgera einingahúsið og viðmiðunarhúsið.
Steinsteypt einingahús
Öll fjögur steinsteyptu einingahúsin sem athugunin náði til
höfðu lægri byggingarkostnað en viðmiðunarhúsið. Nam
lækkunin á heildarkostnaði byggingar að meðaltali 2,2%.
Hér er um óverulegan kostnaðarmun að ræða og má eink-
um rekja það til fábreytni og lítillar stöðlunar í framleiðslu
byggingarhluta. Er þess fyrst að geta, að hver eining er
nánast sérsmíðuð í verksmiðjunni svo að hvorki er um
fjöldaframleiðslu að ræða né að stöðlunin nái tilgangi
sínum. í annan stað er lokafrágangur einingahúsanna hinn
sami og frágangur húsa sem byggð eru með hefðbundnum
aðferðum. Torveldar þetta hagræðingu í innkaupum og
skipulag framkvæmda.
Einingahús úr timbri
Einingahús úr timbureiningum voru að meðaltali 7% ódýr-
ari en viðmiðunarhúsið, ef miðað er við heildarkostnað.
Þegar kostnaður við einingahús úr timbri er reiknaður,
þykir raunhæfara að viðmiðunarhúsið sé timburhús, sem
byggt er á staðnum, en ekki hús sem byggt er úr steini.
Örsökin er sú, að burðarkerfi einingahúsa úr timbri og hefð-
bundins steinhúss er mjög ólíkt t.d. burðarhluti þarksins.
Þess má geta, að samkvæmt eldri athugunum eru timbur-