Upp í vindinn - 01.05.1982, Qupperneq 48

Upp í vindinn - 01.05.1982, Qupperneq 48
hús, sem byggö eru á staðnum yfirleitt 7-10% ódýrari í byggingu en sambærileg steinhús. Samkvæmt framansögðu virðist nokkuð Ijóst, að framleið- endum einingahúsa hefur enn ekki tekist að nýta kosti fjölda- framleiðslunnar að því marki sem tíðkast í öðrum löndum. íslenski markaðurinn er lítill, ef miðað er við erlend mark- aðssvæði og kemur það í veg fyrir fjöldaframleiðslu í þeim mæli sem tryggja mundi jafna framleiðslu í verksmiðju árið um kring. Framleiðendum einingahúsa fer jafnframt ört fjölgandi og gerir það fyrirtækjum erfiðara en ella að hefja stórrekstur. Verður því fjárfesting þeirra í tækjum og aðstöðu í engu samræmi við markaðshlutdeildina og fjármagnskostnaður og afskriftir verulegur þáttur í verðmyndun framleiðslunnar. Verðbólgan hefur einnig dregið úr framboði fjármagns til rekstrarins og skert lánskjörin. Eykur það enn á fjármagns- kostnaðinn og gerir mönnum erfiðara að framleiða óháð markaðssveiflum. Veldur þetta allt óvissu og öryggisleysi að því er varðar rekstrarafkomu fyrirtækjanna. Niðurstaðan er því sú, að stöðlun eykur hvorki hagræð- ingu né lækkar byggingarkostnaðinn nema framleiðslustarf- semin sé innan fjárhagslegra hagkvæmnismarka og fram- leiðsiuþættirnir nýtist til hlýtar í fjöldaframleiðslu. Fram- leiðsla byggingarhluta í verksmiðju getur því stytt fram- kvæmdatíma á byggingarstað án þess að lækka heildar- kostnaðinn ef vinnsluvirðið nemur jafnmikilli fjárhæð og lækk- un kostnaðar á byggingarstað vegna skemmri fram- kvæmdatíma og hagstæðari efnisnotkunar. Markaðskönnun Eins og framar greinir hefur fyrirtækjum við framleiðslu éiningahúsa fjölgað ört á undanförnum árum, sem leitt hefur til verulegrar samkeppni um markaðinn, sem eðlilega vekur upp þá spurningu hver staða hans sé. Framleiðendur benda gjarnan á söluskýrslur fyrri ára til vitnis um viðgang iðngreinarinnar þegar rætt er um framtíðarhorfur hennar. Markaðsathugunin hefur á hinn bóginn verið lítill sem eng- inn gaumur gefinn. Leiðir þetta af sér mikla óvissu við gerð framtíðaráætlana jafnframt því að grundvöllur arðsemis- athugana og ákvarðana um fjárfestingu verður ótraustur. Eru forsendur þá jafnan vanmetnar vegna ónógrar þekkingar á markaðsmálum. Vandi þessi hefur einkum skapast af því, hve markaður er lítill og jafnframt sveiflukenndur vegna náinna tenglsa við efnahagslífið og afkomu útflutningsgreinanna. Ennfremur hefur fjárhagsvandi fyrirtækjanna staðið mjög í vegi fyrir lullnægjandi markaðskönnunum,. ásamt umbótum í fram- le'ðslunni og þróun hennar. Opinberar lánastofnanir hafa því átt í vaxandi erfiðleikum varðandi lánveitingar til framleiðenda þar eð stærð markað- arins hefur verið umdeild og framleiðsluþörfin óljós. Stafar þetta að verulegu leyti af því hve tölfræðilegar upplýsingar um þróun byggingarmála eru af skornum skammti og nán- ast ófullkomnar. Könnuninni er því ætlað að leiða í Ijós framleiðsluþörf einingahúsa miðað við innlendan markað og auðvelda mótun stefnu gagnvart lánveitingum opinberra stofnana. Tafla 2 sýnir ársframleiðslu einingahúsa frá 1974. Er hér um að ræða íbúðarhús en auk þeirra eru framleidd sumarhús (hálfsárs hús) og opinberar þjónustustöðvar svo sem leikskólar, dagvistunarheimili og skólastofur. 1974 179 Ár 1975 178 Fjöldi 1976 156 húsa 1977 197 1978 213 Tafla 2 1979 228 1980 252 1981/okt 284 A . ÁÆTtAD HUJTFAlL AF" EFIMB'Vl.IS OG E.AOHlUSuM . MlOA-ö VlO MEeAL.-HujTPAU_ ÞElfefeA HeiLO^e. ÍaÚDX FO'cSUSKKJUfvl B. HLUTTALL AP PULl6Fe£)UM iBÚÐUM. MEÐRete.1 Ekl í> í«USl G. HLUTCALL AF HclLOAeca'ÓLDA FULL6EE£)&A ÍtbÚða Mynd 2 Mynd 2 sýnir hlutdeild einingahúsa í íbúðamarkaðnum, ennfremur er sýnt á mynd 3 hlutfall timbureininga húsa af heildarframleiðslu. Af þeim má sjá að hlutdeild einingahúsa muni aukast nokkuð í framtíðinni og séu það einkum timb- urhúsin sem sæki á. Við mat á markaðshorfum til ársins 1985 er notuð skýrsla Framkvæmdastofnunar ríkisins „íbúaspá til ársins 1985“ og jafnframt skýrsla Rannsóknarráðs ríkisins „Þróun bygging- ariðnaðar" (Rit 1981:6). Ýmsar ástæður valda því, að þörf var á að endurmeta niðurstöður í Ijósi nýrri upplýsinga eins og sýnt er í töflu 3. Ar íbúðarþörf 1980 samkv. riti 1981:6 End.rmetin íbúóa- þörf 1981 1980 1650 2237 1901 1700 2000 1982 1650 2000 1983 2100 2100 1984 2400 2400 1989 2500 2500 Tafla 3. H L L.l TT-ALL TIM aUE.HÚ5A A.F HEILDAe. PMMLEIBSLU ElW im&ahúsa. . Mynd 3 Tafla 4 sýnir hins vegar bæði bjartsýnisspá og svartsýnis- spá um markaðshlutdeild einingahúsa (mælda í fjölda húsa) á umræddu tímabili, þ.e. fram til 1985. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.