Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 56
Guðmundur Pálmi Krístinsson, verkfr.
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
Kostnaðarrannsóknir og
verðbanki hjá Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins
INNGANGUR
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb) hefur rann-
sakað byggingarkostnað allt frá árinu 1972, og hafa við-
fangsefni jafnan verið fjölbreytt. Nefna má eftirtalin dæmi
um sjálfstæð rannsóknarverkefni (útgáfutími í svigum):
1. Rb-kostnaðarkerfi (apríl 1974)
2. Vísitölur byggingarhluta fyrir fjölbýslishús (jan. 1976)
3. Vísitölur byggingarhluta fyrir einbýlishús (júní 1977)
4. Tilboðsgerð verktaka í byggingariðnaði (nóv. 1977)
5. Vísitölur byggingarhluta fyrir iðnaðarhús (sept. 1978)
6. Tölvuvæðing vísitalna (okt. 1981)
7. Steypumót - valkostir og flokkun (sept. 1981)
8. Viðhalds- og rekstrarkostnaður húsa.
Samhliða sjálfstæðum rannsóknum hafa verið unnin mörg
þjónustuverkefni fyrir ýmsa aðila, t.d. opinberar stofnanir,
byggingarverktaka, fasteignasala, einstaka húsbyggendur
o.s.frv.
Dæmi um þjónustuverkefni eru t.d. ráðgjöf um breytingu
vísitalna, fermetra- og rúmmetrakostnað, tilboðs-, áætlana-
og samningsgerð, samanburð á verði einstakra byggingar-
hluta, verðbætur, fasteigna- og brunabótamat húsa og út-
reikningur á áætluðu verði staðalíbúða fyrir Húsnæðisstofn-
un ríkisins. Einnig má nefna verkefni, sem unnið var með
fjármálaráðuneytinu vegna lækkunar á hlutfalli söluskatts í
verði einingahúsa, þegar söluskattur var felldur niður á
vinnu í verksmiðjum.
í greininni hér á eftir verður fjallað í stuttu máliu um verð-
banka Rb og hagnýtingu hans í byggingariðnaði. Verðsöfn-
un og tölvuvinnslu eru gerð sérstök skil þ.e. hvernig staðið
er að söfnun verðupplýsinga og vinnslu þeirra í tölvu. í lok
greinarinnar eru sýndar niðurstöður á samanburði á mis-
munandi járnbendingu platna þ.e. annars végar járnbend-
ing með kambstáli og hins vegar með rafsoðnu bendineti.
VERÐBANKI OG KOSTNAÐARKERFI
vorið 1978 var ákveðið að hefjast handa við gerð kerfis
sem annast skyldi kostnaðarreikninga Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins og orðið gæti vísir að verðbanka.
Verkfræðistofa Helga Sigvaldasonar var fengin til að vinna
að þessu verkefni með Rannsóknastofnuninni. Sá verk-
fræðistofan m.a. um öll nauðsynleg forrit í kerfinu. Mynd 1
sýnir á táknrænan hátt uppbyggingu kerfisins.
Upplýsingar inn í kerfið eru m.a. frá Hagstofu íslands,
ýmsum söluaðilum og framleiðendum innréttinga o.s.frv. -
Geta má þess hér að Byggingaþjónustan og Rannsókna-
stofnunin hafa samstarf um að afla upplýsinga um bygginga-
vörur og eru þær færðar jafnóðum inn í gagnasafnskerfið.
Magnskrárnar sem færðar eru inn í kerfið hafa að mestu
leyti verið unnar hjá Rb, en nú stendur til að efla þann þátt
með samvinnu við atvinnulífið, t.d. verkfræðistofur og verk-
taka.
Tunnan á mynd 1 á að tákna gagnasafnið, sem er byggt
upp á þremur aðalskrám:
56
Mynd 1. Kostnaðarkerfi
Upplýsingar inn í kerfið
- frá Hagstofu íslands
- frá ýmsum söluaðilum
- frá Rb úr rannsóknaverkefnum
- líklega frá verkfræðistofum
- líklega frá verktökum
Upplýsingar inn
w
Gagnaskrá I. Heiti frumþátta,
fjöldi í skrá um 1200
Gagnaskrá II. Verð frumþátta,
fjöldi 1200 fjórum sinnum á ári
Gagnaskrá lll. Magnskrár
fjöldi um 120
Ýmis konar forrit
Kostnaðarkerfi
Upplýsingakerfi
Gagnasafnskerfi
i
Notkun
JT_
hagnýting
Upplýsingar út.
GAGNASKRÁ I
Heiti frumþátta. Fjöldi frumþátta í þessari skrá er um 1200 í
dag.
GAGNASKRÁ II
Verð frumþátta. Verðum er safnað fyrir alla frumþætti fjórum
sinnum á ári, þ.e. í mars, júní, september og desember.
GAGNASKRÁ III
Magnskrár. Útbúnar eru skrár með ákveðinni magnsams-
etningu. Fjöldi magnskráa í dag er um 120.
Einnig hefur upplýsingakerfið að geyma útskriftarforrit
sem notuð eru í hagnýtum útskriftum. Þessum þætti er nán-
ar lýst hér á eftir.