Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 10
LÞ F.hl. HÍ; Civ.ing. Danmarks Tekniske Höjskole
Rl B.Sc., B.Sc.hons. University of St. Andrews;
PH.D. University of Michigan
JS F.hl. HÍ; Civ.ing., Lic.techn. DTH
JE F.hl. HÍ; Civ.ing., Lic.techn. DTH
EBP Dipl.lng. Technische Hochschule Dresden
ÓPH B.S., M.S., PH.D. University of Wisconsin
ÞH B.S., M.S., PH.D. Illinois Inst. of Technology
Danmarks Tekniske Höjskole (DTH) telur lic.techn. gráðu
sína jafngilda Ph.D. gráðum frá háskólum f enskumælandi
löndum. Menntun kennaraliðs skorarinnar stendst því fylli-
lega samanburð við erlenda háskóla.
Fæðingarár núverandi kennaraliðs eru öll á bilinu frá 1934
til 1938. Er þettaóheppileg dreifing með tilliti til endurnýjun-
ar, þar eð fræðilegur möguleiki er á að kennaraliðið haldist
óbreytt allt fram til ársins 2003.
Húsnæði skorarinnar og aðstada.
Er fullnaðarkennsla í verkfræði hófst, var skrifstofuað-
staðakennaraöll I aðalbyggingu háskólans, en kennslan sjálf
dreifð milli nokkurra bygginga. Á árinu 1975 flutti verkfræði-
skor I hluta af nýbyggðu húsnæði deildarinnar við Hjarðar-
haga, er slðan hefur verið auðkennt sem VR-II. Þar hefur
byggingarverkfræðiskor yfir eftirfarandi húsnæði að segja:
Kennarar: 5 skrifstofurog 1 undirbúningsherbergi, sem
er að hluta nýtt fyrir skrifstofu.
Kennslustofur: 2 fastarstofur með teikniborðum og eru
þær nýttarfyrir nemendurá3. og 4. ári. Unnt er að koma
allt að 20 borðum I hvora stofu. Enn fremur hálf afnot
af 1 stofu með teikniborðum fyrir nemendur á 2. ári.
Tilraunakennsla: 1 stofafyrir jarðtækni og Vi stofafyrir
straumfræði, á móti vélaverkfræði. Tilraunir f efnis-
fræði fara fram hjá Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins að Keldnaholti.
Nemenduráfyrstu námsárum íverkfræði eigahvergi fastar
kennslustoíur og fer kennsla þeirra fram víða á háskólalóð-
inni og jafnvel utan hennar. Tvívegis hefur komið til mikilla
þrengsla hjá nemendum á 3. og 4. ári í byggingarverkfræði.
Aðstaða til tilraunakennslu er nú langt undir þeim kröfum
sem minnstar eru gerðar erlendis.
Síðlaárs 1986 mávæntaþess að unnt verði að takaí notkun
tilraunakennsluhús, sem nú er í byggingu við Suðurgötu.
Standa vonir til þess að byggingarverkfræðiskor fái þar
aðstöðu, ásamt öðrum, til tilraunakennslu og rannsókna í
burðarþolsfræðum, efnisfræði, húsagerð, jarðtækni og
streymisfræðum vatna og vinda. Skapar húsnæði þetta
möguleika á að gerbreyta kennsluháttum og námsskipan.
Skorin getursótt nokkra skrifstofuþjónustu til deilarinnar,
en starfslið hennarerdeildarfulltrúi, ritari og aðstoðarmaður.
Deildin hefursameiginlegt bókasafn sem ertil húsa í VR-II.
Er þar að finna nokkurn bóka- og tímaritakost í byggingar-
verkfræði og á skyldum sviðum, en ekki nægilegan til þess
að standa undir neinum rannsóknum og varla undir þeim
lokaverkefnum sem nú eru unnin.
Tölvur skólans eru að mestu leyti reknar af Reiknistofnun
Háksólans. Rekur stofnunin nú tvær samtengdar tölvur, VAX
11/780 og VAX 11/750, en einnig er unnt að tengjast IBM 4341
tölvu, sem er I eigu IBM á íslandi. Hafa nemendur afnot af
skjáveri þar sem unnt er að tengjast aðaltölvunum til að for-
rita, reikna, rita eða teikna. Þá rekur stofnunin einnig fjölda
borðtölva af Apple og IBM gerðum. Skorin hefur reynt að sjá
til þess, að ætíð séu skjáir fyrir hendi inni á kennslustofum
nemenda á 3. og 4. ári.
Nemendur
Allt frá upphafi fullnaðarnáms 1970 og fram til hausts 1979
var stúdentspróf úr stærðfræðideild íslensks menntaskóla,
eða sambærilegt nám, skilyrði til inntöku í verkfræðinám.
Síðan hefur nægt að hafa fullnaðarpróf frá íslenskum skóla,
sem hefur heimild til að brautskrástúdenta. Hins vegar hefur
nemendum, sem ekki hafa haft haldgóða kunnáttu í stærð-
fræði og eðlisfræði við innritun í verkfræði, ekki vegnað að
óskum.
Nú koma nemendur til náms í byggingarverkfræði frá
fjölda mennta- og fjölbrautarskóla umhverfis landið. Þannig
komu þeir 89 nemendur, sem skráðir voru til náms hjá skor-
inni haustið 1981 frá 15 skólum. Skiptist þessi hópur í 77 karla
og 12 konur. Af þeim 52 nemendum sem skráðu sig þá I fyrsta
sinn á fyrsta ár voru:
6 fæddir 1958 eða fyrr
8 fæddir 1959
9 fæddir 1960
28 fæddfr 1961
1 fæddur 1962
Alls voru 57 nemendur skráðir á fyrsta ár haustið 1981. Nú
ættu þessir nemendur að útskrifast I vor, en heldur hefur
fækkað i hópnum, þar eð aðeins 14 voru skráðir sem 4. árs
nemendur á síðastliðnu haustmisseri.
Þetta gefur til kynna, að mikil afföll eigi sér stað I náminu.
Hvernig þessu er háttað er auðvitað mjög misjafnt eftir inn-
ritunarárgöngum, en tilhneigingin virðist verasú, að um 40%
nemenda á fyrsta ári komist upp á annað ár. Þaðan léttist
róðurinn nokkuð, en þó er einnig um töluverð afföll að ræða
á efri árunum. Einnig er algengt að nemendur þurfi að endur-
innrita sig á fyrsta ár og/eða að þeim seinki á síðari náms-
árunum, þannig að alls þurfi 5—6 ár til þess að Ijúka námi.
Kröfur til námsárangurs í verkfræði eru strangari en (
öðrum skorum deildarinnar. Þannig þarf nemandi að hljóta
minnst einkunnina 4 fyrir hvert einstakt námskeið, árs-
einkunnina 5.5 og aðaleinkunnina 6.0 til þess að útskrifast.
Auk þessa eru gerðar ákveðnar kröfur til námshraða og skal,
meðal annars, verkfræðinámi lokið innan 5 ára frá innritun.
Árangur af starfi nemenda og kennara má sjá í eftirfarandi
töflu, þar sem nemendafjöldi á hinum ýmsu námsárum og við
útskrift er skráður.
Skólaár 1.ár 2.ár 3.ár 4,ár Utskr. Meðal- eink.
1970—71 12 — — — —
1971—72 22 7 — — — —
1972-73 16 12 11 — — —
1973—74 21 11 12 11 9 7.18
1974—75 21 6 12 9 8 6.96
1975—76 35 15 6 14 13 6.81
1976—77 25 20 14 8 5 7.26
1977—78 39 16 21 14 9 6.88
1978—79 37 14 16 27 23 6.82
1979—80 34 13 13 18 15 6.57
1980—81 37 9 14 14 12 6.67
1981—82 57 10 8 14 13 6.62
1982—83 59 29 7 9 8 6.70
1983—84 38 25 18 7 7 6.40
1984—85 36 13 24 14 — —
Alls hafa122 nemendurlokið námi i byggingarverkfræði frá
því aðfullnaðarnám hófst. Meðaleinkunn jDeirraer6.78en ein-
kunnir einstakra nemenda dreifast frá 6.0 upp í 8.5, sem er
hæsta aðaleinkunn til þessa. Kunna þetta að þykja lágar ein-
kunnir, en könnun áeinkunnagjöf verkfræðiskorannagaf ekki
10