Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 54

Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 54
Á mynd 1 er sýndur breytilegur kostnaður við orkuvinnsl- una fyrir ákveðið virkjanakerfi og hvernig hann breytist með auknum markaði. Hver punkturáferlinum táknar útreiknaðan meðalkostnað 30 vatnsára samkvæmt orkulíkaninu, í M.kr. miðað við olíuverð í des. '84. Á myndinni kemur glögglega í Ijós, hve kostnaðurinn rís hratt, þegar stærð markaðarins nær ákveðnu marki, Hægt er að hugsa sér ýmsar leiðir til að skilgreina getu kerfisins. Ein leið er sú, að skilgreina orkugetuna sem þann markað sem kerfið getur annað á einhverju tilgreindu ári eða árum. Slík aðferð tekurekki nægilegt tillit til hagrænnaatriða og gæti leitt til offjárfestingar í orkumannvirkjum, ef ein- göngu er litið á þurrustu árin, eðatil óeðlilega mikils rekstrar- kostnaðar í þurrum árum, ef matið miðast við vatnsríkari árin. Skilgreining á orkugetunni verður að miðast við, að ítrustu hagkvæmni sé gætt, þegar litið er til bæði rekstrar- og fjár- magnskostnaðar. í almennum orðum má segja, að orkugetu kerfis sé náð, þegar ódýrara er að anna auknum markaði með nýrri virkjun heldur en að taka á sig þann aukna rekstrar- kostnað sem ellayrði. Þessi rekstrarkostnaður í orkuvinnslu- kerfinu erkeyrslavarmastöðvaívatnsrýrum árum og kostnað- ur vegna orkuskorts. Önnur skilgreining á orkugetu sem notuð hefur verið hér um alllangt skeið, er svokölluð 3 prómill regla. Hún þykir henta betur, þegar litið er til lengri tíma en fram að næstu virkjun auk þess sem hún er mjög einföld í notkun. Henni má lýsa á eftirfarandi hátt: Þegar breytilegi kostnaður orkuvinnslukerfisins sam- svarar því, að 3 prómill (3/1000) orkunnar eru að meðal- tali framleidd í olíukyntri gufuaflsstöð, þá samsvarar orkumarkaðurinn orkugetu kerfisins. Á mynd 1 er lína sem samsvarar 3 prómill orkukostnaði og samkvæmt skilgreiningunni er orkugeta kerfisins markaður- inn þegar línurnar skerast. Við rekstrareftirlíkingar á raforkukerfinu er miðað við vatnsár í staðinn fyrir almanaksár. Vatnsárið hefst 1. septem- berog erskipt niður í 26 tveggjaviknatímabil. ívatnsárinu eru því 364 dagar, en 31. ágúst og 29. febrúar er sleppt. Orkumarkaðurinn samanstendur af þremur meginþáttum, stóriðju, almennri notkun og húshitun. Á mynd 2 er sýnd dreifing þessara notkunarflokka innan ársins skipt niður á tveggja vikna tímabil. Stóriðjuálagið er jafnt allt árið, en almenn notkun og orkuþörf til húshitunar er mest yfir vetrar- timann, en lækkar á sumrin og er sveiflan meiri i húshitun. MYND 2 Nú síðustu ár hefur við mat á orkugetu verið miðað við orkumarkað sem samanstendur af 50% stóriðju, 35% almennri notkun og 15% húshitun. Nauðsynlegt er að miða við staðlaða markaðsskiptingu þegar verið er að kanna orku- getu framtíðarvirkjana til að þær séu samanburðarhæfar inn- byrðis, þvi að samsetning orkumarkaðar hefur áhrif á útreikn- aðaorkugetu. Til samanburðar má nefna, að af forgangsorku- notkun 1984 var50% stóriðja, um 30% til almennrarnotkunar og 20% til húshitunar. Á mynd 3 er sýnd sem dæmi, dreifing 1000 GWh orkumarkaðar innan ársins miðað við 50% stór- iðju, 35% almennan markað og 15% húshitun. MYND 3 Aðrennsli til virkjananna getur verið mjög breytilegt innan ársinseinsog sést ámynd 4. Þarersýnt hálfsmánaðarrennsli til Blönduvirkjunarfyrir6 mismunandi vatnsár, 1950, '55, '60, '65, '70 og '75. Auk þess er sýnt 30 ára meðalrennsli á hverju hálfsmánaðar tímabili. MYND 4 Einnig er um að ræða mikinn breytileika i rennsli milli ára. Þetta má sjá á mynd 5, en hún sýnir vel hið breytilega árs- rennsli til Blönduvirkjunar fyrir vatnsárin 1950—1979. Meðalársrennsli er um 1233 Gl, minnsta ársrennsli 942 Gl og mesta 1744 Gl. Olíustöðvarskiptast i nokkraflokkaeftirframleiðslukostn- aði á orkueiningu. ódýrastir eru olíukatlar fjarvarmaveitna (R/O-veitna) vegna hárrar nýtni við varmaframleiðslu úr olíu. Afkastageta þeirra sem varastöðva er þó háð þeim hitunar- markaði sem er á hverjum stað á hverjum tíma. Því næst kemur gufuaflsstöðin við Elliðaár og disilvélar sem ganga fyrirsvartolíu. Þá koma venjulegardísilvélarog að lokum gas- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.