Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 82
Óleyst verkefni við snjóflóðavarnir
Eftir Helga Björnsson
Helgi Björnsson stundaöi nám
vid Oslóarháskóla, lauk cand.
mag. prófi 1966 og cand. real.
prófi í jaröeðlisfræöi 1969.
Hann starfaði síöan sem vatna-
fræðingur við Norges Vass-
drags- og elektrisiietsvesen í
Osló til vors 1971, er hann hóf
störf við Raunvísindastofnun
Háskólans. Þar hefur hann
unnið síöan að jökla- og snjó-
flóðarannsóknum, að frátöldum
tveimur árum, 1973-1975, sem
hann starfaði við Bristolháskóla
í Englandi.
Snjóflóð hafa valdið dauð fleiri Islendinga en nokkur
önnur tegund náttúruhamfara. Það sem af er þessari öld hafa
rúmlega 120 manns farist í snjóflóðum. í Hnífsdal fórust 20
manns í snjóflóði 18. febr. 1910,19 manns áSiglufirði og Héð-
insfirði 12,—13. apríl 1919,12 manns 20. des. 1974 á Neskaup-
stað. Hinn 18. febrúar 1885 fórust 24 á Seyðisfirði. Þar við
bætist gífurlegt tjón á fiskverksmiðjum, bryggjum,
geymslum, íbúðarhúsum, fjárhúsum og búpeningi, vegum,
farartækjum, síma- og raflinum.
Nokkur undanfarin ár hefur Veðurstofan gert allnákvæmar
spár um snjóflóðahættu, sem ná yfir heil landsvæði og sent
út viðvaranir í samráði við Almannavarnir rikisins. Fólk hefur
þá reynt að forðast hættuna meðan hún vofir yfir. En hvar er
fólk öruggt? Eitt skil-yrði þess að viðbrögð heimamanna við
viðvörunum séu markviss er, að þeir viti hvar hættusvæði eru
innan byggðarinnar. Ekki má senda fólk af einu hættusvæöi
inn áannað og ekki heldur látaþað farayfir hættusvæði á leiö
í öruggt skjól. Og hér er hins vegar verkefni, sem enn er að
mestu óunnið, það ermat á legu hættusvæða. Þótt við íslend-
ingar getum státað af því að eiga skrár yfir snjóflóð, sem ná
lengra aftur en með öðrum þjóðum, þá fellur varla svo snjó-
flóð hér á landi og veldur tjóni, að ekki sé fullyrt, að þar hafi
aldrei áður fallið flóð, svo að vitað sé. Annálar eru gloppóttir,
þótt ágætir séu og fram þarf að fara hættumat, sem er fjöl-
þættara en leit í annálum. Meta þarf hvar hættusvæði eru, út
frá eðli snjóflóða, landslagi, ummerkjum eftir tlóð og veður-
gögnum, einkum mati á, hve oft fara saman þeir veðurþættir,
sem valda hættulegum snjóflóðum. Draga þarf upp mörk
hættusvæða og meta líklega skriðlengd og krafta snjóflóða.
Hér er um að ræða verk, sem unniö yrði í samstarfi veður-
fræöinga og jarðeðlisfræðinga eða verkfræðinga, sem
kynntu sérþessi fræði. Hluti af þessu starfi felst í gerð líkana
af hreyfingu snævar niður fjallshlíð, þar sem núningur við
botn og inni í snjónum vinnur gegn þyngdarkrafti. Meta þarf
hraða og krafta við árekstra.
Loks þarf að kynna niðurstöður stjórnvöldum og tryggja
það, að menn forðist snjóflóðahættu við skipulagningu
nýrrar byggðar, lagningu vega og veitulína. En jafnframt þarf
að verjagömlu byggðina. Reynslasýnir, að fólk sættirsig ekki
til lengdar við að þurfa að rýma hús sln, þegar viðvaranir
berast um snjóflóðahættu. Þess vegna munu verða reist
varnarvirki tii frambúðar gegn snjóflóðum í þéttbýli. Sama
gildir um fjölfarna vegi.
Víða er einfaldasta aðferðin til þess að draga úr tíðni snjó-
flóða sú að setja grindverk upp á fjall, sem dregur úr skaf-
renningi fram af fjallsbrúnum. Grindurnareru gisnarog þegar
snjó skefurgegnum þærdregur úr hraða, svo að snjórinn sest
hlémegin. Grindurnareru úrtré eðaáli, og þurfaað vera nægi-
lega háar til þess að þær fari ekki á kaf. Fjarlægð frá fjalls-
brún er höfð um 15 sinnum hæð þeirra. Sömu fjarlægð skal
hafa milli grinda, ef upp eru settar fleiri en ein röð.
Á upptakasvæði snjóflóða er oft komið fyrir burðar-
grindum úr timbri, áli eða steinsteypu, sem veita snjó-
þekjunni stuðning og miða að því að koma í veg fyrir að hún
geti runnið af stað niður fjallshlíð.
3. MYND Grindur ofan við bæinn Davos í Sviss.
82