Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 62

Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 62
Viö höfum þannig unnið aö hinum fjölbreyttustu verkefnum s.s. hönnun sýningarhúss í Jyvaskyla, hönnun vegnatilboöa i þjónustuþorp meðfram Síberiugasleiöslunni, auk hönnunar húsa á annan markaö í Sovétríkjunum. Stór hluti þjónust- unnar hefur svo aö sjálfsögðu verið vegna undirbúnings aö söluátaki vegna Mátkerfisins i Finnlandi, sem þar heitir Repontti. Síöastl iöiö sumarvoru svo lögð drög að stofnun fyrirtækis- ins ísfinn h.f. í eigu Rauma-Repola -Puutalo aö 60 hundraðs- hlutum en islenskra aðilja að 40 hundraðshlutum. Viöskipta- ráðuneytið hefurveitt fyrirtækinu verslunarleyfi með undan- þágu samkvæmt lögum um verslunaratvinnu enda sé starfsemi þess tengd útflutningi á byggingareiningum frá íslandi og Finnlandi og innflutningi hráefna í því sambandi. ísfinn er með tvö verkefni í undirbúningi. Annarsvegar sölu á byggingareiningum til Sovétríkjanna og hinsvegar sölu á Mát-verksmiðjum til Austur-Evrópu og þá i samvinnu við þrjú önnurfyrirtæki, þ.e. Kauhajoen Talotehdas í Finnlandi, Káhrs- Maskiner í Svíþjóð og Sandefjord Verktoysindustri í Noregi. Til síðara verkefnisins hefur fengist myndarleg aðstoð frá Norræna Verkefnaútflutningssjóðnum fyrir ómetanlegan atbeina íslensku fulltrúanna í stjórn sjóðsins. Til að undirbúa okkur sem allra best undir þessi verkefni bauð Rauma Repola okkur Óla Jóhanni Ásmundssyni arkitekt, að sækja mjög yfirgripsmikla námsstefnu um verkefna- og hugvitsútflutning dagana 3.-7. desember sl. í Stokkhólmi á vegum Sænska Útflutningsskólans. Við sótt- um námsstefnuna, sem stóð frá 9 á morgnana til 10 á kvöldin alla dagana, sem fulltrúar Káhrs Maskiner í Svíþjóð, sem er í eigu Rauma Repola. Það er bjargföst skoðun mín, studd af eigin reynslu undan- farin 6 ár, að íslendingar eigi mikið erindi á erlenda markaði með vörur og þjónustu, sem tengjast hugviti. Þar vegur lang- þyngst, eins og fyrr greinir, sú gífurlega mikla menntun sem við búum yfir bæði til hugs og handar. En sölumennskuna þarf að endurskipuleggja frá grunni og það er verkefni sem ekki þolir neina bið. Ég ætla nú að lokum að koma með dæmi um möguleika á útflutningi áþekkingarhugviti, sem ég tel að sé fyllilega raun- hæft, sé rétt að málum staðið. Þetta dæmi á rætur sínar að rekja til innlends vandamáls sem við þekkjum öll og erum sammála um að leysa þurfi. Hér er um að ræða að flytja út þekkingu og hugvit á sviði heilbrigðisþjónustu og menntamála. Eins og allir vita, eru heilbrigðismálin og menntamálin dýrustu þættirnir í hinu íslenska stjórnkerfi. Við erum einnig sammála um að íslenskir læknar og hjúkrunarfólkog íslenska kennarastéttin séu menntunarlega í fremstu röð í heiminum. Vegna smæðar hins íslenska þjóð- félags nýtast þessir starfshópar hinsvegar lakar en ella. Margir þættir heilbrigðis- og menntakerfanna hérlendis eru mjög vel skipulagðir og ekki leikur vafi á því að við eigum á að skipa fjölda manns, sem er mjög vel fær um að taka að sér störf er varða skipulagningu og uppbyggingu í löndum þar sem þessi mál eru að meiraeðaminna leyti i molum. Þessum málum geta síðan tengst önnur verkefni t.a.m. í byggingar- iðnaði. Ég vil nefna hér ákveðið dæmi um útflutning innan heil- bri gðiskerf isins: Sænsk fyrirtæki tóku höndum saman um byggingu spítala i landi einu í Austur-Asiu. Auk þess að byggja spítalann náði verkefnið til skipulagningar heilbrigðisþjónustu á stóru landsvæði. Þar fyrir utan lögðu Svíar til lækna og starfsfólk á öllum sviðum spítalarekstursins í 10 ár þó með þeim hætti að innlendir læknarog hjúkrunarfólk tækju smám saman við störfum Svianna eftir ákveðna þjálfun, sem Svíarnir skipu- lögðu og sáu einnig um. Eitthvað hliðstætt gæti gerst í menntamálum t.d. í tengsl- um við skólabyggingar í þriðja heiminum. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.