Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 86
Ráðstefna verktakasambands islands um
„VAL VERKTAKA-
LÁC TILBOÐ"
Á ráöstefnu Verktakasambands íslands 22. janúar 1985 var
fjallað um „Val verktaka-Lág tilboð“. Ráðstefnuna sóttu rúm-
lega 160 manns sem tengjast verktakaiðnaði á einn eða
annan hátt svo sem verkkaupar (einka og opinberir), verk-
takar, ráðgjafar, hönnuðir ofl. Aðeins fjórðungur þátttakenda
voru verktakar.
Framsöguerindi fluttu:
Ólafur Þorsteinsson, formaður Verktakasambands íslands
Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra
Helgi Hallgrímsson, yfirverkfræðingur Vegagerðar ríkisins
Svavar Jónatansson, verkfr. og framkv.stj. Álmennu verk-
fræðistofunnar hf.
Gunnar Birgisson, verkfræðingur og verktaki
Stefán Hermannsson, aðstoðarborgarverkfræðingur
Auk þess var fjallað um eftirfarandi atriði eða spurningar í
umræðuhópum:
- Forval - lokuð útboð
- Er ástandið eðlilegt? Ef ekki hvað er að?
- Á verkábyrgðaraðili að meta stöðuna sjálfstætt?
- Á að „löggilda" verktaka, t.d. eftir verkefnum, stærðum og
landshlutum?
- Á að setja lög um verktakaiðnað? Hvað á að standa í
lögum t.d. ákvæði um verktakaval?
- Hafa útboðsgögn áhrif á tilboðsfjárhæð?
- Hafa útboðsgögn veruleg áhrif á niðurstöðu verkfram-
kvæmda?
- Hver er orsök lágu tilboðanna?
- Og hvað segir svo skattgreiðandinn?
- Er tækjaeign of mikil í landinu?
- Hver tapar á gjaldþroti verktaka?
- Afleiðing lágu tilboðanna.
- Hvers á lægstbjóðandi að gjalda?
- Eiga aðilar iðnaðarins að setja sér reglur t.d. að ekki skuli
taka boði með meira en 15% fráviki?
- Er þörf aðgerða?
- Hvað er „rétt“ tilboðsgerð?
Skiptar skoðanir voru um flest mál en eftir að umræðu-
stjórarásamt stjórnendum höfðu farið yfirgögn ráðstefnunn-
ar töldu þeir helstu niðurstöður vera þessar:
Ástandið á útboðsmarkaðnum er í grófum dráttum ekki
eðlilegt um þessarmundiren eðlilegurer markaðurinn talinn
þegar verktakar fá hæfilegt endurgjald fyrir verk sin m.a. með
hliðsjón af útlögðum kostnaði, fyrningu tækja og ágóða.
Þrátt fyrir óeðlilegt ástand nú má gera ráð fyrir að hér sé að
hluta til um timabundið vandamál að ræða, sem meðal
annars orsakast af auknum útboðum um allt land, en m.a.
hafa útboð Vegagerðar ríkisins i nýframkvæmdum aukist úr
8% 1979 í 40-50% 1984.
Ýmsar orsakir geta leitt til lágra tilboða og sumar kunna að
vera eðlilegar en aðrarekki. Orsakirnargetaverið svo margar
að ógerningur er að geta þeirra allra en t.d. var þessu fleygt:
Kostnaðaráætlanir eru ihaldssamar, efni fæst á lægra verði
en skráð verð, offramboð er á verktökum og vélum, gengið er
á eigið fé, reynsluleysi og vanþekkingu verktaka. Eðlilegar
orsakir s.s. tækniframfarir, hagkvæm tæki ofl. geta valdið
lágum tilboðum. Nauðsynlegt er að þeir sem stjórna mark-
aðnum reyni að forðast sveiflur, árstíðabundnar og árlegar,
með betra skipulagi, t.d. hvað varðarfjárhagsáætlanir, haust-
og vetrarverk.
Fundarmenn töldu að opið útboð væri sú leið sem heppi-
legust væri en í sérstökum tilvikum væri mikill hagurað beita
forvali eða lokuðum útboðum svo sem þegar um mjög stór
og/eða sérhæfð verkefni væri að ræða.
Ástæða er til að ætla að verkábyrgðaraðili (sá sem selur
verktryggingu) geti haft áhrif á val verktaka til batnaðar með
þvi að meta alla þætti m.a. stöðu verktaka, tilboð, verkið ofl.
Bent vará þá leið að hafa verktryggingu ákveðna í fjárhæðum
en ekki hlutfall af tilboði.
Mikill meirihluti ráðstefnugesta vildi hvorki löggildingu
verktaka né að sérstök lög væru sett um verktakastarfsemi
m.a. með íilliti til vals verktaka. Heppilegra er að meiri kröfur
verði gerðar í upphafi t.d. að verktakargefi sem gleggstarupp-
lýsingar um stöóu sína m.a. með hliðsjón af reynslu, mann-
afla, stjórnendum, fjárhagsstöðu ofl. Bent var á að með
endurskoðun ÍST-30 (almennir útboðs-og samningsskilmálar
um verkframkvæmdir) mætti setja reglur um nánari sam-
skipti verkkaupa, aðalverktaka og undirverktaka. Verkkaupar
mega ekki raska sanngjörnum samkeppnisgrundvelli með
því að víkja verulega frá útboðsgögnum þegar i verkfram-
kvæmd er komið e.t.v. vegna lágs tilboðs.
Meðal grundvallaratriða velheppnaðra verka eru vönduð
útboðsgögn og eftirlit. Útboðsgögn hafa batnað en vel unnin
gögn skila verkkaupa „réttari" tilboðum. Hagur væri að því ef
útboðsgögn væru stöðluð eins og kostur er annars er illger-
legt að kynna sér gögnin til hlítar. Gagnasöfnun og magn-
tökuskilgreiningum er oft ábótavant.
Island er einn markaður en fram kom að í sérstökum til-
vikum geti verið rétt að taka tillit til heimamanna í smærri
verkum. Með þvi að hafa ísland einn markað nýtast tæki
betur. Að öðrum kosti er hættaáað þau verði staðbundin eins
og vörubifreiðar eru i dag.
Allir þátttakendur töldu sig vera skáttgreiðendur i einni
eða annarri mynd og sögðu þeir að hann, skattgreiðandinn,
væri fylgjandi útboðum og vildi hann fá vel unnin verk en
þrýsti ekki ástuttan verktíma. Skattgreiðandinn vill fá upplýs-
ingar um þessi mál m.a. endanlega niðurstöðu.
Ekki er gerlegt að meta tækjaeign landsmanna þar sem
allar upplýsingar vantar en þó var talið að vélarnar væru of
margar og úreltar. Hinsvegar vantaði sérhæfð tæki og
hreyfanleiki tækja gæti verið meiri.
MEGINNIÐURSTAÐA.
Óeðlilegt ástand ríkir nú á markaðnum en ástæða er til að
ætla að það lagist þegar fram líða stundir. Ýmsar ástæður
geta leitt til lágra tilboða, ýmist eðlilegar eða ekki. Ekki er
ráðlegt að setja lög eða löggildaverktakaen hinsvegar kemur
til greina að gera strangari kröfur við mat á verktökum og
gætu verkkaupar í samvinnu við Verktakasambandið unnið
að slíkum reglum.
Opin útboð er það sem markaðurinn vill en forval og lokuð
útboð eiga rétt á sér við ákveðin verkefni. Verkábyrgðaraðili
getur haft áhrif á val verktaka með sjálfstæðu mati á verki, til-
boði og verktaka.
Góð útboðsgögn og vandaöeftirlit stuðlaað bættu ástandi
á markaðnum.
ísland áað veraeinn markaðurm.a. til að geratæki hreyfan-
legri en mikil óvissa ríkir um tækjaeign vegna ónógra upplýs-
inga. Þó telja menn tæki of mörg, of gömul og úrelt, en sér-
hæfð tæki vantar.
Skattgreiðandinn vill vel unnin verk, unnin skv. útboðsað-
ferðinni.
Allir tapa á gjaldþroti verktaka.
86