Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2024, Side 9

Skinfaxi - 01.05.2024, Side 9
 S K I N FA X I 9 „Við höfum átt okkur þann draum síðan árið 2011 að finna börnin sem eiga heima með okkur í Íþróttafélaginu Suðra. Það eru sláandi upplýs- ingar að aðeins 4% barna með fötlun stunda íþróttir. Þessu viljum við breyta,“ segir Þórdís Bjarnadóttir hjá Íþróttafélaginu Suðra. Félagið byrjaði árið 2011 að bjóða upp á íþróttir fyrir börn með sér- þarfir. Þegar Allir með var komið af stað árið 2023 fundaði forsvarsfólk Suðra með deildarstjóra frístundaþjónustu Árborgar um útfærslur og tíma í íþróttahúsi. Í kjölfarið var ákveðið að stíga skrefið í janúar 2024 þótt ekki yrðu fleiri börn skráð en tvö. Þau Þórdís og Ófeigur Ágúst Leifsson, formaður Suðra, sögðu frá því í héraðsfréttablaðinu Dagskránni á Suðurlandi að sótt hefði verið um styrk í Hvatasjóð Allir með. Þau hefðu fengið eina milljón króna. Styrkurinn hefði verið nýttur til að búa til auglýsingu um æfingarnar, sem velferðarsvið Árborgar sendi á foreldra og forráðamenn allra barna á grunnskólaaldri, auk elstu barna í leikskólum, með skilgreinda fötlun. Árangurinn varð langt umfram væntingar en á æfinguna mættu sautján börn á aldrinum 5–14 ára. „Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað til að hlakka til. Íslandsleikarnir eru þannig ferð, keppnisferð með vinum til Akureyrar þar sem þátttak- endur sofa á dýnum í skólastofum og skemmta sér í íþróttum,“ segir Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með. Hópurinn samanstóð af um fimmtíu iðkendum með fötlun frá Stjörn- unni og Haukum í knattspyrnu og körfuknattleik sem fóru í rútu til Akur- eyrar í keppnisferðalag. Fyrir norðan tóku ófatlaðir iðkendur Þórs á Akureyri á móti hópnum. Á Íslandsleikunum var þátttakendum bland- að saman í lið, í hverju var helmingur með fötlun og hinn án fötlunar. Hitann og þungann af framkvæmd mótsins báru þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, þjálfari hjá Stjörnunni/Öspinni og Bára Fanney Hálfdánar- dóttir, þjálfari hjá Haukum. Valdimar segir þetta tímamót fyrir marga krakkana, enda afar fátítt að iðkendur með fötlun fari í ferð eins og þessa. Flestir hafi meira að segja aldrei farið í keppnisferð. Í fyrsta tímanum kynntust þátttakendur og rýnt var í færni og áhuga. Linda Ósk Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi og fimleikaþjálfari, bættist í hópinn. Hún skipulagði tímann með upphafi, miðju og enda. Markmiðið með tímunum er m.a. að finna styrkleika og áhuga iðkenda og gefa þeim tækifæri á að æfa þá íþrótt sem þau hafa áhuga á og veita stuðning. Auk þess fá þau gestaþjálfara frá Umf. Selfoss til að kynna fjölbreyttar æfingar og aðstoða við að verða þeim úti um þann stuðning sem þau þurfa til að geta æft íþrótt að eigin vali með jafnöldrum. Nú er svo komið að tólf börn æfa með Suðra í hverri viku. „Ég hvet alla þjálfara til að taka þessu verkefni með opnum hug, sigrarnir eru gríðarlega stórir,“ segir Þórdís og rifjar upp að á einni æfingu hafi barn með fötlun sýnt gríðarlegar framfarir. Móður þess hafi orðið svo um að hún hafi tárast og orðið að víkja af æfingu. „Það sem þykir ekkert tiltökumál hjá börnum sem ekki eru með fötlun er risastór sigur fyrir þau sem eru með skilgreindar fatlanir,“ segir Þórdís. Litlu sigrarnir eru risastórir hjá iðkendum með fötlun Hvatasjóður Allir með styrkti Íþróttafélagið Suðra og það skilaði árangri sem kom öllum á óvart. Engin orð til að lýsa gleðinni Íslandsleikarnir fóru fram í fyrsta sinn um miðjan mars. Um fimmtíu þátttakendur með fötlun fóru til Akureyrar til að spila körfu og knattspyrnu. Þetta var í fyrsta skipti sem Íslandsleikarnir voru haldnir. Þeir vöktu gríðarlega ánægju og er stefnt að því að þeir verði haldnir á hverju ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kíkti við á leikunum og tók virkan þátt í viðburðinum. „Íslandsleikarnir tókust svo vel að ég á engin orð til að lýsa þeim. Iðkendur á Akureyri, Akureyrarbæ tóku afskaplega vel á móti öllum. Við stefnum á að Íslandsleikarnir verði viðburður eins og Unglingalands- mót UMFÍ sem flakki um landið og fari aldrei fram á sama stað tvö ár í röð,“ segir Valdimar. Heimasíða verkefnisins Ítarlegri upplýsingar eru á www.allirmed.com.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.