Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 10

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 10
10 S K I N FA X I Það er ekki oft sem nýtt ungmennafélag lítur dags- ins ljós. Þau tímamót urðu í Skaftárhreppi 8. mars síðastliðinn þegar Ungmennafélagið Ás var stofnað í Kirkjubæjarstofu. Þetta nýja ungmennafélag tekur við skyldum og störfum tveggja ungmennafélaga í Skaftárhreppi, frá Umf. Ármanni, sem var stofnað árið 1910, og Umf. Skafta, sem var stofnað árið 1971. Ungmennafélagið Ás er aðildarfélag Ungmennasambands Vestur-Skaftfellinga (USVS). Fanney Ólöf Lárusdóttir, formaður nýja ungmennafélagsins og fyrr- verandi formaður Umf. Ármanns, segir að fyrir rúmu ári hafi verið farið að ræða um sameiningu félaganna og síðastliðið haust hafi umræðan komist á skrið. Þessi aðdragandi skilaði því að sameiningin var sam- þykkt samhljóða á fjölmennum stofnfundi 8. mars síðastliðinn í Kirkju- bæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri. Sameining í fámennu byggðarlagi Nokkrar ástæður eru fyrir sameiningu ungmennafélaganna. Sú helsta er að í Skaftárhreppi er einn grunnskóli, Kirkjubæjarskóli, sem öll börn í hreppnum ganga í. Undanfarin ár hafa börnin í skólanum verið aðeins rétt um 40. Fanney segir Umf. Ármann hafa séð um æfingar fyrir börnin á veturna, fyrir þau yngri á gæslutíma í skólanum og þau eldri strax eftir skóla. Þessar æfingar hafa verið vel sóttar bæði af iðkendum frá Ármanni og Skafta. Í kjölfar þess fór Umf. Ármann að bjóða iðkendum úr Skafta einnig að mæta á sumaræfingar. „Þetta fyrirkomulag kom vel út fyrir alla. Þá urðu börnin heldur fleiri á æfingum og allir komust á æfingar sem vildu. Síðan var gert form- legt samkomulag milli ungmennafélaganna um að æfingar Umf. Ár- manns yrðu opnar öllum og Skafti tók þá á móti þátt í hluta kostnaðar við þjálfara. Samstarfið var því orðið nokkuð, til dæmis var farið í það fyrir einhverju síðan að kaupa sameiginlegan íþróttafatnað og var þá fatnaðurinn með merki beggja félaganna,“ bætir Fanney Ólöf við. Byrjaði að kenna börnum blak Fanney Ólöf er fædd og uppalin í Skaftárhreppi. Sem barn og ungling- ur var hún nokkuð virk í Ungmennafélaginu Ármanni, enda meðlimur frá barnsaldri. Sem dæmi hefur Fanney verið virk í hestamennsku á svæðinu og sat í stjórn Hestamannafélagsins Kóps um árabil. „Þegar börnin mín fóru að komast á aldur til íþróttaæfinga fór ég að skipta mér af þessum málum. Ég vildi að íþróttaæfingar væru í boði fyrir börnin þrátt fyrir að við værum fámenn. Árið 2013 byrjaði ég með blakæfingar fyrir börn og unglinga á veturna og hafa þær æfingar verið í boði síðan þá,“ segir Fanney Ólöf og bætir því við að hreyfing fyrir alla sé henni hjartans mál og þá sérstaklega fyrir börn og unglinga. Betri saman Í mars 2023 fóru stjórnir ungmennafélaganna fyrir alvöru að ræða sameiningu félaganna. Þann sama mánuð átti að halda sameiginlegan fund sem ekki varð af vegna veðurs og þá tafðist sú vinna. Þriðjudaginn 31. október 2023 settust stjórnir ungmennafélaganna svo niður til fundar og fóru yfir málin af fullri alvöru. Þar var ákveðið að kanna áhuga félagsmanna hjá báðum félögum á sameiningu ung- mennafélaganna. Áhuginn var mikill og góður. Þar með fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Tvö ungmennafélög sameinuð í eitt sterkt „Allir voru sammála um að nota kennitölu Ungmenna- félagsins Ármanns áfram því mun flóknara og meira mál hefði verið að stofna nýtt félag frá grunni,“ segir Fanney Ólöf og bætir því við að nafnið, Ungmenna- félagið Ás, hafi nánast komið af sjálfu sér. „Gunnar Erlendsson, stjórnarmaður Umf. Ármanns, kom með hugmynd á sínum tíma að merki fyrir sameiginlegt körfuboltalið Ármanns og Skafta. Fyrirmyndin að því merki var hrútur með eitt horn sem fæddist hér í sveit fyrir nokkrum árum. Í framhaldi af því kom hugmyndin að nafninu Ás fyrir körfubolta- lið. Upphafsstafir Ármanns og Skafta, ás er númer eitt og svo auðvitað var hrúturinn með eitt horn,“ segir Fanney Ólöf. Ákveðið var að nota nafnið Ás einnig fyrir nýtt ungmennafélag og uppfæra merkið í ung- mennafélagsanda. Ávinningur í sameiningu Fanney Ólöf telur ólíklegt að iðkendur finni fyrir mikilli breytingu við sameininguna því þeir hafi verið á sameiginlegum æfingum í nokkur ár. Kosturinn er að hennar mati sá að nú eru allir iðkendur undir einu merki. „Breytingin er sú að núna hættum við að tala um Ungmenna- Boðið var upp á kaffi og kökur merktar Umf. Ási að aðalfundarstörfum loknum. Stjórn Ungmennafélagsins Áss í Skaftárhreppi. Frá vinstri: Kristín Lárus- dóttir, Bjarni Dagur Bjarnason, Gunnar Erlendsson, Fanney Ólöf Lárus- dóttir, Konný Sif Gottsveinsdóttir, Sæunn Káradóttir og Bryndís Karen Pálsdóttir. Það er kostur fyrir iðkendur í smærri byggðarlögum að æfa undir merkjum sterkara sameinaðs ungmennafélags, að mati Fanneyjar Ólafar hjá Ungmennafélaginu Ási í Skaftárhreppi.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.