Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 17
S K I N FA X I 17
því að félagslega sterk börn stundi íþróttir skiptir máli fyrir ríki og sveitar-
félag og samfélagið í heild að ná fleirum inn í skipulagt íþrótta- og tóm-
stundastarf. Þar er gríðarlegur ávinningur og við munum meta hann
og hvort okkur takist ætlunarverkið – að fjölga iðkendum – á næstu
tveimur árum,“ segir Ásmundur og leggur áherslu á að hagrænir mæli-
kvarðar séu alltumlykjandi í starfi ríkisstjórnarinnar.
Í mennta- og barnamálaráðuneytinu verður haldið utan um tölfræð-
ina og er eining þar sem vinnur með hana. Tölfræðiupplýsingarnar eru
svo nýttar á farsældarþingum sem ráðuneytið hefur staðið fyrir.
„Við erum að taka Íslensku æskulýðsrannsóknina svolítið á næsta
stig því með henni getum við bæði séð tölfræðilegan árangur og hvar
við þurfum að gera betur. Við stígum þessi skref í samstarfi við fjármála-
ráðuneytið og erlenda aðila. Þegar við förum í verkefni eins og þau sem
miða að því að fjölga börnum í íþróttum þurfum við að geta mælt arð-
semina af því og árangurinn. Við þurfum þess vegna að halda utan um
tölfræðina, setja okkur tölfræðileg markmið og fleira í þeim dúr,“ segir
Ásmundur og nefnir nauðsyn þess að nýta tól til að mæla árangur af
verkefnum. Að öðrum kosti sé svolítið verið að setja fingur upp í vind-
inn. Vinnubrögð sem þessi séu til þess fallin að auka traust á íþrótta-
starfi og auka fjárfestingar í því.
Verkefni sem þetta kallar á samtal nokkurra sviða, að mati Ásmundar.
„Það er lykillinn að því að nýta tölfræðina í málefnum barna í íþróttum
að til verði samtal við önnur kerfi. Ávinningurinn verður nefnilega ekki
aðeins til hjá íþróttafélaginu heldur líka í heilbrigðiskerfinu, í dómskerf-
inu, í félagslega kerfinu og að lokum í skattkerfinu.“
Ef líta má á alla þessa vinnu sem lið í fjárfestingu eru fyrstu skrefin
bókstaflega stigin í menntamálaráðuneytinu.
„Við fjárfestum í fyrstu aldursárunum en ávinningurinn birtist í öðrum
ráðuneytum. Þess vegna þurfum við að hugsa þvert á landamæri, ráðu-
neyti og stjórnsýslustig. En þegar upp er staðið erum við að fjárfesta
í einstaklingum og samfélaginu. Þá þurfum við að brjóta niður múra
og horfa þvert á allt,“ segir Ásmundur og bætir við að þessi vinna öll
tengist líka fleiri þáttum, sérstaklega farsældarlöggjöfinni, þar sem
kveðið er á um að allir þessir löggjafar eigi að vinna saman.
„Við erum að vinna að uppbyggingu farsældarsvæða. Samtal er í
gangi á milli þeirra svæða sem þið ætlið að setja upp í íþróttahreyfing-
unni, síðan á milli þeirra svæða sem við erum að undirbúa og setja
upp í skólamálunum, æskulýðsmálunum og síðan í farsældinni. Sú
vinna gengur hratt og vel,“ segir Ásmundur og útilokar ekki að vinnu
starfshóps í þá átt verði lokið þegar blaðið kemur út.
Svæðastöðvar eru lyklar að árangri
Svæðastöðvarnar er grunnur að nýrri hugsun innan íþróttahreyfingar-
innar sem einkennist af meiri samvinnu og samstarfi en áður hefur
þekkst. Aðdragandinn að stofnun svæðastöðvanna var unninn innan
íþróttahreyfingarinnar og þurfti samþykki á þingum ÍSÍ og UMFÍ. Það
náðist í fyrra. Ásmundur, sem ráðherra íþróttamála, greip boltann á
lofti og lét hann ganga mun hraðar innan stjórnsýslunnar en nokkurn
óraði fyrir.
Ásmundur segir svæðastöðvarnar sem íþróttahreyfingin er að koma
á laggirnar nú á vordögum lykilinn að árangri alls þess sem rætt hafi
verið á undan. Til að tryggja að allir þessi þættir vinnist saman fundi
hann reglulega með lykilfólki frá ÍSÍ og UMFÍ.
„Svæðastöðvarnar eru lykillinn að því að tengja saman allt það sem
við erum að gera, þessa hugsun og hugmyndafræði,“ segir hann. „ÍSÍ
og UMFÍ áttu hugmyndina að stöðvunum og hún rímaði fullkomlega
við það sem við sáum fyrir okkur og alla vinnuna. Þess vegna held ég
að ef allir halda rétt á málum geti svæðastöðvarnar orðið lykilbreyta í
því að nýta íþróttir í auknum mæli við að hjálpa börnum og ungmenn-
um að verða farsælli til langs tíma,“ segir Ásmundur og bendir að á