Skinfaxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 19
 S K I N FA X I 19 Velferð barna hefur lengi verið ofarlega í huga Ásmundar Einars, en hann er fyrstur til að bera titil barnamálaráðherra. Hann ræddi velferðina í áhrifaríku viðtali við Morgunblaðið seint í nóvember árið 2020. Þar kom fram að hann átti sjálfur erfiða barnæsku og kom frá brotnu heimili, þar sem félagslegt bakland hans var lítið. Af þeim sökum legði hann áherslu á mál- efni barna til að það gæti hjálpað öðrum í sam- bærilegum aðstæðum. Ásmundur viðurkennir að hann brenni enn fyrir málinu einmitt út af eigin sögu. „Það er ekkert leyndarmál að ég sé litla mig ansi víða. Þegar maður brennur fyrir einhverj- um málum er það oft af því að maður hefur reynt sig á því. En út af þessu veit ég líka að það þarf oft ekki stóra og dýra hluti til að rétta af einstaklinga og aðstoða þá til að komast á rétta braut í lífinu. Ég brenn fyrir því og vil að kerfin okkar tali saman. Þess vegna vil ég sjá inn- leiðinguna virka. Við þurfum auðvitað svolítinn Ekkert er svo tryggt að það lifi endalaust. Það sama gildir um sum verk ráðherra. Allt eins má búast við að þau hætti þegar ráð- herra hverfur á braut í kjölfar kosninga. Ásmundur segir tryggt að svo fari ekki fyrir farsældarlögunum. Þau muni lifa áfram. „Munurinn er að við höfum lögbundið farsældarverkefnið og erum í innleiðingar- fasa á þeim lögum. Það er nú skylt lögum samkvæmt að halda samtalinu áfram á milli kerfa og halda farsældarþing. Við gerum ráð fyrir að innleiðingu ljúki eftir 2–3 ár og þá mun ekki lengur skipta máli hverjir eru gerendur og leikendur í málinu. Þá verður það orðið rútína fyrir alla sem vinna með börnum að vinna eftir þessari löggjöf. Síðan er eftirlitsskylda með því. Hún er hins vegar ekki orðin virk af því að við erum að vinna í innleiðingunni,“ segir Ásmundur Einar og rifjar upp að margir hafi komið að vinnu farsældarlaganna. Sú vinna hafi verið þvert á flokka, ráðuneyti og samtök. Nú sé svo komið að á hverju ári fari 100 til 150 ein- staklingar í gegnum sérstakt diplómunám við Háskóla Íslands þar sem farsældar- hugsunin er leiðarljósið. Á síðastliðnum fimm árum séu 600 til 800 manns farnir að vinna eftir hugmyndafræðinni. Ásmundur segir farsældarlögin og allt þeim tengt ætlað að grípa börn og ung- menni sem standi frammi fyrir áskorunum fyrr en verið hafi. „Ef barn er að glíma við áskoranir þurfum við að grípa það snemma. Ef okkur tekst það fækkar vandamálunum og auðveldara verður að vinna með fleirum að málinu. Það er því hluti af innleiðingunni að tengja skóla og íþróttahreyfinguna inn í samtalið. Við sjáum einmitt að í þeim sveitarfélögum þar sem verklagið hefur verið innleitt fækkar barnaverndarmálum. Við sjáum einmitt að reykskynjarar virka með sama hætti. Þeir gera það að verkum að fólk getur kallað slökkviliðsbílana út. Íþróttir og tómstundir og þessi óformlegi hluti menntakerfis okkar eru þess vegna ótrúlega mikilvæg í þessari snemmtæku hugsun.“ Svæðastöðvar íþróttahreyfingarinnar Átta svæðastöðvar íþróttahéraðanna verða settar á laggirnar um allt land með tveimur starfsmönnum á hverri stöð. Ásmundur segir svæðastöðvarnar tengja íþróttahreyfinguna saman. Ef rétt sé hald- ið á málum geti íþróttir orðið verkfærið sem bæti líf barna um allt land. Hanna Carla Jóhannsdóttir hefur verið ráðin til að stýra innleiðingu og samræmingu svæðastöðvanna. Hún og fleiri eiga í viðræðum við umsækjendur um sextán stöðugildi á starfstöðvunum. Hvatasjóðurinn Hvatasjóður er hugsaður sem stuðningur við verkefni sem hugsuð eru til að auka tóm- stundaþátttöku jaðarsettra barna, sérstaklega þeirra sem hafa erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Ásmundur segir ýmsa þröskulda standa í vegi fyrir þátttöku hópa barna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þar á meðal er fjármagn, menning og skortur á samtali á milli skóla og íþróttafélaga. Vænt- ingar eru um að farsældarlögin verði vettvang- ur fyrir samtalið og að Hvatasjóðurinn greiði leiðina. tíma enn til að tryggja að innleiðingin verði í lagi, til að sjá raunverulegar breytingar á mála- flokknum,“ segir Ásmundur og bendir á að snemmtæk íhlutun í kjölfar farsællar innleið- ingar geti dregið úr ofbeldi á meðal ungmenna. „Í öllum hinum vestræna heimi er ofbeldi á meðal ungmenna að aukast. Hnífaburður og annað slíkt er að vaxa, og nú erum við að teikna upp með öllum aðilum hvernig við ætlum að vinna þetta á staðbundnum grunni. Það getur enginn einn aðili dregið úr þessu. Það þarf mjög víðtækt samtal og samstarf allra aðila. Ef við ætlum að snúa þróuninni við verðum við að nýta íþróttir og tómstundir. Þær skipta svo miklu máli því að þau sem eru komin út á brautir sem lofa ekki góðu treysta oft ekki skólakerfinu og félagsþjónustunni. Á hinn bóginn treysta þau ýmist á íþróttafélögin eða félagsmiðstöðvarnar. Það sýnir hvað þetta eru mikilvægir aðilar í heildarmyndinni,“ segir Ásmundur Einar. Litli ég er víða Með lögum skal farsæld tryggja Farsældarlög Farsældarlögin mynda lögbundið samtal á milli aðila sem vinna með börnum. Inn- leiðing farsældarlaganna stendur yfir og er horft til þess að henni ljúki eftir 2–3 ár. Þegar farsældarlögin verða innleidd verða þau orðin að rútínu í umhverfi barna og ungmenna. Skýringar:

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.