Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2024, Page 22

Skinfaxi - 01.05.2024, Page 22
22 S K I N FA X I Hópur fólks, 60 ára og eldri, hittist alla þriðju- daga og fimmtudaga í fimleikasal Ármanns í Reykjavík og toga sig þar og teygja. Æfing- arnar eru klukkan 11:00–12:00. „Öll eru velkomin að koma og prófa. Eina skyldan er að mæta með góða skapið og vera tilbúin/n í slaginn,“ segir Eiður Ottó Bjarna- son, íþróttafulltrúi Ármanns. Æfingarnar hjá Ármanni hófust árið 2006 hjá Margréti Bjarna- dóttur, fyrrverandi íþróttakennara, og hafa þær gengið óslitið síðan. „Hingað mætir fólk á öllum aldri, sum eru nýhætt að vinna og önnur komin vel yfir átt- rætt. Fleiri konur eru að æfa hjá okkur en karlar eins og er. Það væri gaman að fá fleiri karla á æfingar,“ segir Eiður. Æfingarnar eru iðkend- um að kostnaðarlausu og hvetur félagið alla til þess að kíkja við. Kaffi eftir hverja æfingu Mikil fjölbreytni er í æfingunum en áhersla er lögð á grunnhreyfingar í fimleikum og gerir hver og einn iðkandi það sem hann treystir sér til hverju sinni. Helsta markmið æfinganna er að stuðla að ræktun hreyfibjartsýni til bættrar líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu, eins og það er orðað á heimasíðu Ármanns. Eftir hverja æfingu er boðið upp á kaffi. „Meira en helmingur þátttakenda sest niður, fær sér kaffi og spjallar saman um þjóðmálin eftir tímann,“ segir Eiður, en eins og áður sagði er ekki síður lögð áhersla á félagslega heilsu- eflingu í tímunum. Tveir þjálfarar sjá um æfingarnar: Erla Marý Sigurpálsdóttir, íþróttakennari í Vogaskóla, og Jón Sigurður Gunnarsson, margfaldur Íslands- meistari í fimleikum. Eiður hefur sjálfur komið að afleysingum, en hann er menntaður íþrótta- fræðingur. Starfið hefur fengið styrk frá Reykja- víkurborg í formi launa til þjálfara en húsnæði og annað er í boði Ármanns. Fjörug í fimleikum Um hundrað manns yfir sextugu mætir reglulega á æfingar hjá Ármanni. „Hópurinn samanstendur af yfir hundrað skráðum iðkendum en á milli 50 og 60 manns mætir nær alltaf,“ segir Eiður. Hópurinn hefur nokkrum sinnum sótt Golden Age Gym Festi- val, sem er íþróttahátíð fyrir fólk yfir 50 ára. Í ár fer hátíðin fram í Búlgaríu og stefnir hópu- rinn á að fara þangað. Æfingar hjá Ármanni hefjast snemma í sept- ember og standa til loka maí ár hvert. Í ár tekur hópurinn þátt á vorhátíð fimleikadeildarinnar í byrjun júní með sýningu og hefst þá sumar- fríið í kjölfarið. Kátir þátttakendur sem fóru á íþróttahátíðina Golden Age Gym Festival í fyrra. Iðkendur yfir miðjum aldri hjá Ármanni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.