Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2024, Side 33

Skinfaxi - 01.05.2024, Side 33
 S K I N FA X I 33 Horfðu hér Ráðstefnan var send út á ýmsum miðlum. Hún var líka tekin upp og er hægt að horfa á hana meðal annars á YouTube. Þú getur nálgast upptök- una hér: Í hnotskurn: Viðar varpaði fram nokkrum til- gátum um mögulegar ástæður þess að konur tækju síður þátt í hreyfingunni. Ein þeirra var sú að íþróttir hefðu alla tíð verið karllægar og í gegnum mannkynssöguna hefði konum í raun verið bannað að stunda íþróttir. „Við þekkjum það af íþróttasögunni að konur hafa fengið minni æfingatíma, oft lakari þjálfun, færri tækifæri, verri upplifun og meira áreiti. Brottfallið hefur því orðið fyrr og færri iðka íþróttir. Ef upplifun stúlkna og kvenna af eldri kynslóð hefur verið slæm er erfiðara fyrir þær að tengjast inn í íþróttir aftur. Þær hafa fundið sér eitthvað annað og merkingarbærara,“ sagði hann og benti á að svo virtist sem íþróttir væru Viðar Halldórsson félagsfræðingur: Eru einhverjar áskoranir kvenna í forystu íþrótta? Í hnotskurn: „Við höfum stigið framfaraskref í að jafna kynjahlutföll í stjórnum og forystu sérsambanda og íþróttahéraða. En það hallar enn á okkur konur í formennsku íþróttafélaga og í dómgæslu og þjálfun á afreksstigi. Ef við skoðun bara kynjahlutföll í stjórnum sérsam- banda árið 2015 var kynjahlutfallið 1,5 konur á móti 8,5 körlum. Í dag er hlutfallið að minnsta kosti komið í 3,5 konur á móti 6,5 körlum. Ég vil hvetja allar konur til að grípa tækifærin þegar þau koma og gefa kost á sér eða láta í sér heyra til að gera sig sýnilegri innan íþrótta- hreyfingarinnar.“ OLga Bjarnadóttir ráðstefnustjóri: Það hallar enn á kynjahlutfallið Önnur erindi Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands: „Tækifæri til að hafa áhrif“ Bríet Bragadóttir, alþjóðlegur knattspyrnudómari: „Að fóta sig í karllægum heimi“ Erna Héðinsdóttir, dæmir á ÓL í lyftingum: „Segðu já!“ Hlín Bjarnadóttir, dæmir á ÓL í áhaldafimleikum: „Mikilvægi dómgæslu í íþróttum“ Díana Guðjónsdóttir, handboltaþjálfari: „Hvað borðið þið eiginlega?“ Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsíþróttaþjálfari: „Að þjálfa konur vs karla, er einhver munur?“ Lára Hafliðadóttir, situr í stjórn HKK: „Hagsmunasamtök kvenna í knattspyrnu (HKK)“ Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ: „Áfram veginn“ að mestu fyrir karla. Af þeim sökum þyrftu konur að hafa meira fyrir hlutunum í íþróttum en almennt í samfélaginu. En framfarir og árangur næðist að einhverju leyti með sam- stöðu og baráttu. Þess vegna yrði að gera konur sýnilegri í íþróttum. „Þegar við erum farin að sjá konur áberandi í íþróttum, afrekskonur á auglýsingaskiltum um allan bæ, hefur það áhrif út í samfélagið. Það þarf samtakamátt, mikla baráttu, þraut- seigju og samstöðu til að breyta þessu. Vegna þess að staða kvenna í íþróttum þarf að batna enn frekar. Þessi barátta þarf að halda áfram.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.