Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 35
 S K I N FA X I 35 „Við bjóðum alltaf upp á góðar veitingar, gómsætan mat og óformlegt spjall. Þá koma fleiri,“ segir Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabanda- lags Akraness (ÍA). Bandalagið heldur lögum samkvæmt þrjá for- mannafundi á hverju ári. Í gegn- um tíðina hafa fulltrúar minna en helmings af 19 aðildarfélögum ÍA mætt á formannafundi bandalags- ins. Á síðasta fundi um miðjan mars var mætingin svo til 100%. Hún hefur ekki verið jafn góð um árabil. Breyttum um taktík fyrir þremur árum Guðmunda segir góða mætingu skýrast af breyttu fyrirkomulagi funda ÍA og frábæru veitingafólki á Akranesi sem útbýr mat fyrir fundina. „Fólk gaf sér orðið ekki tíma til þess að mæta og setti annað í for- gang. Þess vegna breyttum við um taktík fyrir þremur árum. Fórum að senda út mjög skýra dagskrá fyrir hvern fund og hættum að vera með glærur. Lykilatriðið var að bjóða upp á góðar veitingar. Í lok fundar eða í veitingahléi er oft tekið óformlegt spjall og þar fara samræðurnar oftar en ekki á flug,“ segir hún. Gengið er út frá því almennt að formannafundir ÍA hefjast á milli klukkan 18:00 og 18:30. Boðið er upp á kvöldverð, súpu eða salat en sjaldan sykur og sætabrauð. Formennirnir hafa meðal annars unnið með tvær stefnumótunarspurningar á fundum sem farið er yfir og unnið með niðurstöðurnar og farið yfir á næsta fundi. „Við pössum okkur á að vera ekki of stíf og stjörf og vinnum frekar með almennt spjall. Reynum að hafa yfirleitt ekki glærur, en gerðum það reyndar á síðasta fundi þegar við kynntum laga- og reglugerða- breytingar í tengslum við lottógreiðslur og lög um hvað það þýðir að vera aðildarfélag,“ segir Guðmunda, en ÍA er eina íþróttahérað lands- ins sem ekki er með reglugerð um úthlutun lottófjár. Líklegt er að það breytist á næsta þingi, þegar reglugerð um úthlutun lottófjár verður lögð fyrir fundinn. Mikilvægt að hlusta á fulltrúa félaga Það var meðvituð ákvörðun að breyta fyrirkomulagi funda í því augna- miði að virkja formenn aðildarfélaga ÍA betur. Segja má að fundargestir hafi fengið að finna fyrir breytingunni þegar þau ætluðu að setjast tvö og tvö saman á fyrsta fundi þar sem unnið var með spurningar. Það reyndist ekki vera í boði, heldur var mælt með því að fólk dreifði sér á borð með öðrum til að hvetja til umræðna. „Við höfum talað fyrir því að íþróttabandalagið er ekkert annað en félögin sem mynda það. Þess vegna hvöttum við til aukinnar umræðu. Við röðuðum fundargestum niður á borð með spurningar og sáum strax að slíkt fyrirkomulag leiddi til markvissari umræðu á fundum en Skemmtilegri fundir skila sér í metþátttöku áður. Bandalagið er í raun að hlusta á það sem formönnum finnst og hvað þeir hafa að segja. Stjórn ÍA tekur tillit til þess og fer í þau verk- efni sem niðurstaða er um. Það er mikilvægt að ræða með þessum hætti við formenn félaganna, hlusta á baklandið,“ segir hún. Miður sín að forfallast Guðmunda leggur áherslu á að um leið og fundarforminu var breytt, fundarefni upplýst vel fyrir fram og tímalengd fundar niðurnjörvuð auk þess sem umræður urðu óformlegar hafi andinn breyst. „Þá fórum við úr um 48% mætingu í næstum 100%. Jólafundirnir eru líka orðnir afar vel sóttir og mikið þarf að ganga á svo að mætingin þar verði ekki góð. Það var reyndar ekki alveg 100% mæting síðast því þá forfallaðist einn fulltrúi félags. Hann var líka alveg miður sín!“ bætir Guðmunda við. Fyrirkomulagið og árangurinn hefur smitað út frá sér í spjalli innan íþróttahéraða á Vesturlandi en hugmynd er uppi um að þau ræði við sitt bakland í að fara í svipað form og á Akureyri. „Það þarf að passa vel að fundir séu fundir en ekki ráðstefnur. Mikill munur er á þessu tvennu,“ segir Guðmunda að lokum. Formannafundir hjá Íþróttabandalagi Akraness eru með þeim styttri og passað er upp á að dagskráin sé ekki of stíf. Breytt fyrirkomulag skilar því að fleiri mæta á fundi en áður. ÍA er þannig orðið fyrirmynd sambandsaðila innan UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.