Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 42

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 42
42 S K I N FA X I hófust svo æfingar hjá Val á Reyðarfirði, þar sem Rafael Rökkvi þjálfar nú einnig. Borðtennis- æfingar hafa verið hjá Þristi frá árinu 2016 und- ir leiðsögn Kenneth Svenningsen þjálfara. „Svo tók Andre Fonseca við og það var þá sem ég byrjaði að aðstoða við æfingar. Árið 2021 tók ég svo alfarið við og haustið 2023 byrjaði Valur á Reyðarfirði með borðtennis- deild, sem ég hef verið að þjálfa fyrir einnig,“ segir Rafael Rökkvi. Hjá Þristinum er ein klukkutíma æfing í viku og hjá Val eru tvær tveggja tíma æfingar í viku. „Við erum svo með eina aukaæfingu á föstu- dögum fyrir þá sem eru lengra komnir og er hún hugsuð fyrir bæði liðin,“ segir Rafael Rök- kvi. Börnin sem æfa eru á aldrinum 10–15 ára. Borðtennishelgin Æfingabúðirnar í febrúar voru hugsaðar fyrir börn í 5. bekk og eldri. Viðburðurinn fékk góðar undirtektir og vakti mikla ánægju. „Það var mjög góð þátttaka á borðtennis- helginni, en um fjórtán þátttakendur komu, bæði krakkar sem hafa æft áður og nýir krakk- ar sem eru nú byrjaðir að mæta á æfingar. Þetta var mjög skemmtileg helgi og miklar framfarir hjá öllum,“ segir Rafael Rökkvi. Undanfarin ár hafa verið haldnar sambæri- legar helgar hjá Þristinum undir leiðsögn Bjarna Bjarnasonar, þjálfara frá HK, Kenneth Svenningsen og Andre Fonseca, fyrrverandi þjálfurum hjá Þristinum. „Síðasta vetur fengum við Mattia Contu unglingalandsliðsþjálfara frá BTÍ til að vera með æfingar fyrir sitthvort liðið, en hann kom aftur til okkar þessa helgi í febrúar og þá sameinuðust liðin, Þristur og Valur á Reyðarfirði, og héldu námskeiðið saman.“ Þessa helgina var æfingum skipt í tvennt. „Við vorum með æfingar fyrir alla þar sem farið var yfir grunnskot og aðferðir til að ná stjórn á kúlunni en svo voru aukaæfingar fyrir lengra komna þar sem farið var í flóknari skot og meiri líkamlegar æfingar,“ segir Rafael Rökkvi og þakkar Borðtennissambandi Íslands fyrir hjálp- ina og stuðninginn, en borðtennishelgin var jafnframt liður í undirbúningi fyrir þátttöku á Íslandsmóti unglinga á Hvolsvelli í mars. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? „Við erum stöðugt að skoða ný tækifæri og stækka sjóndeildarhringinn,“ segir Rafael Rökkvi Freysson, borðtennisþjálfari hjá Ung- mennafélaginu Þristi og Ungmennafélaginu Val á Reyðarfirði. Helgina 24.–25. febrúar síðastliðna fór fram borðtennishelgi í íþróttahúsinu á Reyðarfirði á vegum Ungmennafélagsins Þrists, sem starf- ar í Fljótsdal, Völlum og Skriðdal, og Ung- mennafélagsins Vals á Reyðarfirði. Helgin var unnin í samvinnu við Borðtennissamband Íslands (BTÍ). Þristur og Valur eru bæði aðildar- félög Ungmenna- og íþróttasambands Aust- urlands (UÍA). Æfingarnar „Ég byrjaði að æfa borðtennis hjá Þristinum þegar ég var 12 ára gamall og fór svo að aðstoða við þjálfun árið 2020. Það vatt svo smám saman upp á sig og árið 2021 tók ég við sem þjálfari á æfingum hjá Þristinum á Egilsstöðum,“ segir Rafael Rökkvi. Nú í haust Borðtennishelgi á Reyðarfirði Rafael Rökkvi hjá Ungmennafélaginu Þristi segir mikla ánægju hafa verið með borðtennishelgi fyrir 10–15 ára. Fremri röð f.v.: Ísak Gunnsteinn, Sandra Dögg, Tekla Tíbrá, Gunnhildur, Ísak Fannar og Hafþór Svanur. Aftari röð f.v.: Gabríel Ísak, Svava Valrós, Gabríel Glói, Mattia Contu unglingalandsliðs- þjálfari og Valmundur Pétur. Rafael Rökkvi borðtennisþjálfari úrskýrir ákveðin atriði á borðtennishelginni á Reyðarfirði.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.