Vesturbæjarblaðið - dec 2023, Qupperneq 6

Vesturbæjarblaðið - dec 2023, Qupperneq 6
6 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2023 Bíó Paradís hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Mannréttindahúsinu á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks sem haldinn er 3. desember. Bíó Paradís hlaut verðlaunin fyrir að auka aðgengi ólíkra hópa. Þau beiti nálgun sem endurspegli nútímalegar áherslur um þátttöku allra í viðburðum. Allir salir í Bíó Paradís hafa verið gerður aðgengilegi fyrir hreyfihamlaða með uppsetningu rampa og lyftu fyrir hjólastóla. Þá hafa tónmöskvar verið settir í salina en með þeim getur fólk með heyrnartæki fengið hljóðið beint í tækin. Bíó Paradís býður einnig upp á sjónlýsingar á bíómyndum fyrir blinda og sjónskerta auk þess sem fólk með skynúrvinnsluvanda eins og einhverfu getur sótt sérstakar sýningar en þá eru ljósin deyfð og hljóð og aðstæður stilltar þannig að það henti betur því fólki. Bíó Paradís hlaut hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar tekur við verðlaunum úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður | Tryggvagötu 11, 2. hæð Sími 783 8600 | elin@buumvel.is | www.buumvel.is Vantar þig þjónustu við dánarbússkipti, sölu og ráðstöfun eigna? SÉRHÆFÐ LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA VEGNA BÚSETUSKIPTA MEÐ ÁHERSLU Á 60+ Kurr er sumum íbúum í Vestur­ bæ Reykjavíkur vegna breytinga á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma. Fyrir þremur árum var greiðslan fyrir íbúakort sjö þúsund krónur fyrir árið en nú þremur árum seinna er hún komin í 30 þúsund krónur fyrir sama tímabil. Talsverðar umræður hafa m.a. farið fram um þetta á Facebook hópnum Vesturbærinn. Þá hefur framganga stöðumælavarða verið gagnrýnd og þeir ásakaðir um hörku við sektarstörf. Sú orðræða hefur lengi loðað við þá stétt. Nú þurfa stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir líma á rúðuna. Þetta getur flýtt störfum þeirra. Gjald svæði hafa verið stækkuð og gjald skyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi auk gjaldskyldu á sunnu dögum. Aukin gjaldskylda á að einhverju leyti rætur að rekja til þess að íbúar í Vesturbænum hafa kvartað yfir því að flest bílasæði í íbúða götum þeirra hafi flesta eða alla daga verið undirlögð af fólki sem kemur annars staðar að til þess að stunda vinnu í Miðborginni. Kurr í íbúum vegna stöðumælinga Á nýjum stöðumælum er notaður tölvuskjár og lyklaborð og í stað þess að snúa skífu. hreinsum fyrir þig við Ægisíðu 115 - Sími 552 4900 hradi@fatahreinsun.is HRAÐI fatahreinsun www.fatahreinsun.is Alhliða fatahreinsun og þvottahús síðan 1966 Hvert bílastæði bílakjallara Lands spítalans kostar um sjö milljónir að viðbættum virðis­ aukaskatti. Kostnaður við verkið er alls um 1.400 milljónir eða hátt í einn og hálfan milljarð. Um 200 bílastæði verða í húsinu. Nú þegar búið er að steypa um helminginn af annarri gólfplötu af þremur í nýjum bílastæðakjal- lara við nýjan meðferðarkjarna. Verklok eru áformuð í lok septem- ber á næsta ári. Um 7.000 rúm- metrar af steypu verða þá farnir í verkið eða álíka mikið og í 100 íbúða fjölbýlishús. Bílakjallarinn verður á tveimur hæðum og verður innkeyrslan hjá girðingunni sem nú skilur milli framkvæmdasvæðisins og aðliggjandi bílastæða ofanjarðar. Steypuframkvæmdir við nýbyggingu Landsspítalans. Sjö milljónir á stæði Vesturbærinn Tvístefnuakstur verður áfram á Sólvallagötu, milli Hofsvallagötu og Hólatorgs. Þessi ákvörðun var tekin í ljósi niðurstöðu könnunar á meðal íbúa. Meðal íbúa Sólvalla­ götu voru 90% þeirra sem tóku þátt í póstkönnun og 85% þeirra sem tóku þátt í sms­könnuninni fylgjandi því að hafa Sólvallagötu áfram tvístefnugötu. Íbúar Ásvallagötu voru á annarri skoðun. Þeir voru hlynntir því að gatan yrði einstefnugata líkt og samþykkti hafi verið í borgarráði 28. júní síðastliðinn. Í póstkönnuninni voru 80% íbúa Ásvallagötu fylgjandi einstefnu til vesturs í þeirri götu en meðal þeirra sem tóku þátt í gegnum sms-könnunina var hlutfallið 70%. Samgöngustjóri Reykjavíkur gerði það enn fremur að tillögu sinni að heimilt verði að leggja samsíða við götukant sunnan til í Sólvallagötu sem var samþykkt. Í samræmi við umferðarlög hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Áfram tvístefnuakstur á Sólvallagötu Tvístefnuakstur verður áfram á Sólvallagötu, milli Hofsvallagötu og Hólatorgs. Bílakjallari Landsspítalans

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.