Vesturbæjarblaðið - Dec 2023, Page 10
10 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2023
Þúsundasti rampurinn í verk
efni Haraldar Þorleifssonar hefur
verið byggður við Hitt Húsið. Nú
verður leiðarlínum fyrir blinda
og sjónskerta bætt við þá rampa
sem gerðir eru og sett í forgang að
skoða og bæta aðgengismál í leik
og grunnskólum. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í viðauka við
samning Reykjavíkurborgar við
Römpum upp Ísland sem Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri og
Haraldur Þorleifsson undirrituðu
nýlega þegar þeim stóráfanga var
fagnað að eitt þúsund rampar hafa
verið byggðir.
Hátíð sem haldin var á heimili
Haraldar Þorleifssonar athafna
manns og drifkraftsins að baki
Römpum, verkefninu sem byrjaði í
Reykja vík en hefur nú verið útvíkkað
til landsins alls. Þar kom fjölmennur
hópur saman til að fagna eitt
þúsundasta rampinum sem
byggður var við Hitt Húsið, miðstöð
ungs fólks í Reykjavík.
Mikilvægt að huga að
óáþreifanlegum þáttum
Vilhjálmur Hauksson sem er
meðal þeirra ungmenna sem nýta
sér bætt aðgengi að Hinu Húsinu
sagði eitt það besta við verkefnið
að nú sé alls konar fólk farið að
hugsa um aðgengismál í víðara
samhengi. Undir þetta tóku bæði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
og Guðni Th. Jóhannesson forseti
Íslands. Katrín þakkaði Haraldi
sérstaklega fyrir að ýta úr vör
verkefni sem hún lítur svo á að
snúist um að búa til hindrunar laust
Ísland og Guðni talaði um mikilvægi
þess að huga að óáþreifanlegum
þáttum í tengslum við bætt aðgengi.
Forsetinn tók dæmi af tónleikum
sem hann fór á nýverið með
hreyfihömluðum vini þar sem sætin
voru á besta stað þar til gestir stóðu
upp og fóru að dansa og sviðið
hvarf sjónum.
Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra sagði það
áhugavert fyrir samfélagið að það
þurfi frumkvöðla eins og Harald
til að ýta svona mikilvægum
verkefnum af stað. Verkefni eins
og þessi snúist í grunninn um að
fjarlægja þröskulda og hann segist
tilbúinn í næsta áfanga.
Þúsundasta rampnum
fagnað
- á heimili Haraldar Þorleifssonar
Margt manna og kvenna lagði leið sína á heimili Haraldar Þorleifssonar
til að fagna þúsundasta rampnum. Hér má m.a. sjá Sigurð Inga Jóhanns-
son innviðaráðherra, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands, Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra og Dag B. Eggertsson borgarstjóra.
Góður árangur
af flokkun
Góður árangur er af nýja flokkunarkerfinu við sorphirðu.
Magnið í gráu tunnunni undir blandaðan úrgang hefur minnkað
um 35% milli októbermánaðar 2022 og sama mánaðar 2023.
Matarleifar sem áður voru urðaðar fara nú í Gaju, gas
og jarðgerðarstöð sem breytir þeim í moltu og metangas. Gasið
er síðan nýtt á bíla í borginni en nefna má að allir sorphirðubílar
Reykjavíkur eru knúnir áfram með metani. Aldrei hefur jafn
mikið plast verið flokkað í heimilishirðu í Reykjavík og hefur það
tvöfaldaðist á milli ára. Þessi árangur hefur náðst á aðeins fimm
mánuðum. Ein af skýringunum á auknu magni plasts í tunnum hjá
Sorphirðu Reykjavíkur er að úrvali af ílátum undir plast hjá öðrum
sorphirðufyrirtækjum fækkaði.
Ný kynslóð af sorptunnum kom til sögunnar með meiri flokkun.
HELGIHALD
Bænastund - 18. desember í kórkapellu kl. 12.00 -12.15
Morgunmessa - Alla miðvikudaga kl. 10.00 - 10.30
Foreldaramorgnar - Alla miðvikudaga kl. 10.00 - 12.00
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA
17. desember – 3. sunnudagur í aðventu kl. 11
Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Graduale Futuri, flytur helgileik
Sunna Karen Einarsdóttir, kórstjóri
Jólaball í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustuna
KVÖLDKIRKJA
21. desember frá 20.00 til 22.00
Inngangur að jólum. Kyrrð, ró og íhugun.
AFTANSÖNGUR
24. desember – aðfangadagur kl. 18
Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Kór Hallgrímskirkju syngur
Steinar Logi Helgason, kórstjóri
Sólbjörg Björnsdóttir, einsöngur
Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari
GUÐSÞJÓNUSTA Á JÓLANÓTT
24. desember – aðfangadagur kl. 23.30
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
Hreiðar Ingi Þorsteinsson, kórstjóri
Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, einsöngur
HÁTÍÐARMESSA
25. desember – jóladagur kl. 14
Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason, kórstjóri
Hildigunnur Einarsdóttir, einsöngur
Matthías Birgir Nardeau, óbóleikari
ENSK MESSA
26. desember – annar í jólum kl. 11
Bjarni Þór Bjarnason, prestur
Pétur Nói Stefánsson, orgel
Eygló Rúnarsdóttir, forsöngvari
HELGISTUND
26. desember – annar í jólum kl. 14
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
AFTANSÖNGUR
31. desember – Gamlárskvöld kl. 18
Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason, kórstjóri
HÁTÍÐARMESSA
1. janúar – Nýársdagur kl. 14
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason, kórstjóri
Oddur Arnþór Jónsson, einsöngur
TÓNLEIKAR
SYNGJUM JÓLIN INN!
Sunnudagur 17. desember kl. 17
Kórsöngur, almennur söngur & lestrar
Kór Hallgrímskirkju,
stjórnandi Steinar Logi Helgason
Kammerkór Seltjarnarneskirkju,
stjórnandi Friðrik Vignir Stefánsson
Hljómeyki, stjórnandi Erla Rut Káradóttir
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
ORGELTÓNLEIKAR – JÓLIN MEÐ BACH
26. desember – Annar í jólum kl. 17
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Aðgangseyrir: 3.500kr
HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
31. desember – Gamlársdagur kl. 16
Jóhann Nardeau trompet
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Aðgangseyrir: 4.000kr
Miðasala á tónleika fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Hafið í huga breyttan opnunnartíma í kringum hátíðarnar
Nánari upplýsingar á hallgrimskirkja.is
HALLGRÍMSKIRKJA
UM JÓL OG ÁRAMÓT
Netverslun:
systrasamlagid.is