Mímir - 01.06.1989, Side 7
beitt sem lyklum til að opna hús skáldskaparins
en ekki notaðar sem hús til að læsa skáldskap-
inn inni.
Ef þátttakendur í bókmenntaumræðu sneiða
hjá einsýni og ofríki, vantrú jafnt sem oftrú, og
líta á sig sem þjóna bókmennta en ekki herra,
geta þeir verið hvað mikilvægastir aðiljar að
þeirri samræðu sem á öllum tímum fer fram
milli skálda og lesenda þeirra.
Heimir
Pálsson:
Spurningin byggist á umsögn Sveins Skorra
um skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar
og ég geri ráð fyrir að prófessorinn sé að tala
um „umræður um bókmenntir“, ekki „umræð-
ur fbókmenntum“.
Ef staðhæfingin á við um þær umræður sem
fram fara í bókmenntakennslu við Háskóla ís-
lands hef ég að sjálfsögðu enga aðstöðu til að
meta hana og leiði svarið hjá mér.
Ef hún á hins vegar við umræður um bók-
menntir á opinberum vettvangi og þá fyrst og
fremst bókmenntagagnrýni, sem svo er kölluð í
dagblöðum, þá er ég Sveini Skorra hugsanlega
dálítið sammála. Bókmenntagagnrýnendur
dagblaðanna virðast hafa fallist á lesendakröf-
una um að skrifa helst aldrei lengra mál en
rúmast á stóru frímerki. Þar með hefur bók-
menntagagnrýni blaðanna orðið býsna yfir-
borðsleg, það sem ég hef lesið (og skal tekið
fram að það ber mest á Þjóðviljanum og Morg-
unblaðinu á mínum bæ). Það er svo náttúrlega
matsatriði hvort eigi að tala um innihaldsleysi í
þessu efni. Miklu fremur hefur mér þótt skrifin
vera kæruleysisleg og óábyrg. Þau hafa haft
eindregna tilhneigingu til að hæla öllu dálítið,
gera fjarska óljósan greinarmun á því sem gagn-
rýnandanum þyki raunverulega gott og hinu
sem aðeins sé sæmilegt, jafnvel klént. Ungir
höfundar hafa þannig alls ekki fengið þá tilsögn
sem þeir þyrftu, lesendur lélegar leiðbeiningar.
Það er þá helst ef einhver óskilgreinanleg geð-
vonska hleypur í gagnrýnandann að upp úr sé
kveðið. En þá vantar einatt allan rökstuðning.
Umræður um bókmenntir í tímaritum hafa
hins vegar að mér sýnist ekkert liðið meira fyrir
þessa yfirborðsmennsku en oft áður.
Þarna skiptir náttúrulega mestu hvort menn
eru sammála um það til hvers umræður um
bókmenntir séu og hvers megi vænta af þeim.
Eg geri, eins og sjá má af svarinu, ráð fyrir að
þær hafi þann tilgang að veita lesendum rök-
studdar upplýsingar, höfundum eðlilegar
ábendingar. Hins vegar veldur hver á heldur og
þvílíkar umræður verða líklega aldrei spaklegri
en höfundar blaða- og tímaritsgreinanna sjálfir.
Einkum á þetta þó við þegar skrifaðar eru ör-
stuttar hugleiðingar, sem eins og dæmin sanna
verða stundum lítið annað en endurritun bak-
síðutextans á viðkomandi bók. Vel kann svo
nokkur hluti vandans að stafa af því að gagn-
rýnendur sýnast um þessar mundir í dálítilli
kreppu og hafa fáar skýrar,, Iínur“ til að fylgja.
Þeir hafa ekki lagt niður fyrir sér til hvers þeir
ætlast af bókmenntunum og þá er náttúrlega
ekki von að lesendur þeirra eigi auðvelt með að
ná áttum.
Sé átt við þær „umræður“ sem fram fara inn-
an bókmenntanna hlýt ég hins vegar að vera
staðhæfingunni algerlega ósammála. Þær nýjar
bókmenntir sem hér hafa komið út síðustu árin
hafa ekkert síður en fyrr lumað á merkilegum
hugsunum, merkilegum umræðum. Mér þótti,
svo dæmi séu nefnd, tvær bækur á síðasta ári,
Bréfbátarigningin og Múkkinn bjóða upp á
mjög spennandi umræðuefni á gerólíkan hátt.
Ég ætla h'ka að alvarlegar bókmenntir á hverri
tíð lumi ævinlega á athyglisverðum hugleiðing-
um og „umræðum“ um mannlífið og þjóðlífið,
einstakling og samfélag. Það að segja að um-
ræðurnar í bókmenntunum séu innihaldslausar
merkti þá hið sama og að segja að nú væru
skrifaðar lélegar bókmenntir. Það verður sagan
að dæma.
7