Mímir - 01.06.1989, Side 46

Mímir - 01.06.1989, Side 46
3 Hvað merkir orðið maður 3.1 Merking enska orðisns man Spender (1980:151-154 og víðar) leggur tölu- verða áherslu á að enska orðið man vísi fyrst og fremst til karlmanna, jafnvel í tilvikum þar sem það er notað í almennri merkingu og ætti samkvæmt hefðbundnum skilningi að tákna ‘tegundina maður’. Og það virðist — eftir lestur bókar hennar — að svo sé í raun. Tví- ræðnin sem í orðinu er setji konur að minnsta kosti mjög oft í vanda. Það getur verið erfitt fyrir þær að átta sig á því hvort þær teljist með þegar orðið er notað. Hún telur líka að algengt sé að fólk skilji orðið sem vísun til karl- manna eða sé alls ekki visst í sinni sök eins og fram kemur í eftirfarandi tilvitnun (Spender 1980:153): When Wendy Martyna asked people in her sample what they thought of when they used tlie sym- bol man, the males stated that they thought of themselves. This was not the case for females. The fema- les said that they did not think of themselves, they did not use the term in relation to themselves, hence they used he/man less frequently than males. ... From this, Martynaconclu- des that ‘Males may be generating a sex specific use of he, one based on grammatical standards of correct- ness’ (Martyna, 1978). How con- venient if this is the case! Kempson (1977:84) virðist ekki einu sinni taka það með í reikninginn þegar hún fjallar um margræðni að man geti merkt ‘tegundin maður’: „Along one parameter man stands in opposition to woman, but along another parameter man stands in opposition, not to woman, but to &oy“. Samkvæmt þessu virðist orðið ekki geta staðið í andstöðu við sjálft sig, þ.e. merkt annað hvort ‘karlmaður’ eða ‘manneskja’. En merkir íslenska orðið maður3 það sama? Vísar það fyrst og fremst til karlmanna? Veld- ur tvíræðni þess vandræðum þannig að það mismuni konum eða valdi óöryggi hjá þeim? 3Það skal tekið fram að hér er eingöngu verið að tala um nafnorðið maður, ekki notkun þess sem óakveðið fornafn. Það er spurningum sem þessum sem ætlunin er að leita svara við hér á eftir. Ekki er við því að búast að endanleg svör fáist, né að allir verði sammála um niðurstöðurnar. Það hlýtur alltaf að fara svolítið eftir máltilfinningu at- hugandans og reynslu hans hvernig niðurstöð- urnar verða. 3.2 Maður í merkingunni ‘karl- maður’ Það er nokkuð augljóst að í dæmum eins og í (3) merkir orðið maður eingöngu ‘karlmað- ur’ (í þessu tilviki reyndar oft ‘eiginmaður’). Dæmi sem þetta eru algeng og það er enginn vafi á merkingu orðsins í þeim, eða tilvikum þar sem greinilega er verið að vísa til eins á- kveðins einstaklings eins og í (4): (3) maður og kona (4) Þegar maðurinn kom heim til sín þyrptust börnin í kringum hann. Setninguna í (4) skilur enginn á þann veg að verið sé að tala um konu. Það var karlmaður sem kom heim og það var karlmaður sem börnin þyrptust í kringum. Svona dæmi valda ekki vandræðum frekar en þegar talað er um mann og konu. En það eru til önnur dæmi sem geta valdið vandræðum, þó mér finnist nokkuð ljóst að þar sé verið að tala um karla en ekki konur. Best er að líta á dæmi: (5) Eg hitti mann sem ég þekki niðri í bæ í gær. Hvernig myndi viðmælandi minn skilja setn- inguna í (5)? Jú hann myndi að öllum líkinum skilja hana á þann veg að það hefði verið karl- maður sem ég hitti í bænum. Það sýnir að í a.m.k. sumum tilvikum þar sem maður er notað í óákveðnu samhengi er það skilið — og að öllum líkindum almennt notað — sem ‘karl- maður’. En hvað ef ég vildi þó ekki gefa það ákveðið í skyn hvers kyns viðkomandi væri.4 Það væri hægt að nota manneskja eins og í (6) : (6) Eg hitti manneskju sem ég þekki niðri í bæ í gær. 4Þetta væri að sjálfsögðu ekkert vandamál ef ég ætlaði ekki að vera hlutlaus, þá notaði ég bara karl, strák, mann, konu eða stelpu eftir því hvað ætti við.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.