Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 14

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 14
tímabókmennta, endurheimtist jafnvægi og regla í lok þess. IV Hvað hafa fræðimenn sagt um efni Dracula? Hvað geymir textinn? Flestum ber saman um að hér sé á ferðinni goðsögn um vampíru. Rosemary Jackson segir að vampírugoðsögnin kunni að vera „the hig- hest symbolic reresentation of eroticism.“ Og það að hún skuli birtast á Englandi Viktoríu- tímans megi rekja til óvenju mikillar bælingar þess tíma. Hún kallar þessa goðsögn ennfremur „a re-enactment of that killing of the primal father who has kept all the women to himself“ — munstur sem rekja megi til fornra goð- sagna.“ Þetta er munstur fjölkvænis og sifja- spella, munstur draumsýnarinnar um óhefta og ótakmarkaða kyngetu. Því skal engan undra þó menn leiti til meistara undirdjúpanna, höfund- ar bóka eins og Totem und Tabu, til að skilja betur eðli og gang þess sem rís úr djúpinu. Einn þeirra er Richard Astle, en kenning hans byggir öðru fremur á rannsókn Freuds á föðurnum (í Totem und Tabu) og hugmynd Lacans um hugveruna: lesandann-í-verkinu.12 Astle segir að átökin í Dracula séu ekki ein- göngu átök föður og sona — en Van Helsing er erkitýpa föðurins — heldur einnig átök tveggja „feðra“. Þetta er líklega rétt hjá Astle. Veldi Van Helsings er ógnað af Dracula greifa sem er ekki einasta boðinn og búinn að ganga hverjum sem er í föðurstað, heldur einnig knúinn áfram af þeirri vissu að hann muni gagnast konunum öllu betur en keppinautur hans. Astle segir ennfremur að lesandinn-í-verk- inu hafni hinu frumstæða (sem er kynhegðan Dracula og þeirra kvenna sem hann hefur á valdi sínu) og finni sér stað í hinu borgaralega samfélagi. Hann telur Morris vera lesandann-í- verkinu, eða þá persónu sem hann samsamar sig helst með. Hann bendir á að það er ekki „hetjan“ sem drepur „föður-skrýmslið“, heldur hópur af hetjum, þar sem allir sinna sínu sér- staka verkefni. Texasbúinn Morris aðlagast ekki hópaga bandalagsins, er utan við áform þess og finnst meira spennandi að veiða leður- blökur á meðan hinir brjóta heilann um hvernig hægt sé að ráða niðurlögum ógnvaldsins. Hann deyr og það fæðist nýr Quincey og dregur Astle þá ályktun að hinn nýfæddi sé endurfæðing hins en endurfæddur sem bældur og kúgaður. Að sagan sé í raun sögð hans vegna til að inn- ræta honum ákveðin gildi. Með endurfæðingu sinni gengst hann hinni ríkjandi hugmynda- fræði á hönd.13 Aðrir hafa rannsakað hagi og hegðan kven- persóna Dracula. Anne Cranny-Francis telur textann ekki eingöngu veita heillandi innsýn í sálar-, þjóðfélags- og stjórnmálakreppu breskr- ar millistéttar undir lok 19.aldar. Hún telur hann einnig vera viðbragð við þeirri ógn sem kvennahreyfingin eða fyrirbærið „hin nýja kona“ var borgaralegu feðraveldi og hug- myndafræði þess. Með athugun sinni á kven- persónum Dracula reynir hún að sýna hvernig textinn gerir kröfu um karlveldi.14 Gail B. Griffin er á svipuðum slóðum og Cranny-Francis í sinni greiningu. Hún hrekur þá skoðun, sem notið hefur fylgis, að Dracula sýni ógnina sem stafi af kynferði karlkynsins og dragi upp mynd af kvenlegu sakleysi. Hún segir hrylling Dracula megi rekja til annars konar ógnunar. Og sú var ægilegri fyrir ímynd karl- manns Viktoríutímans en ógn Dracula. Karl- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.