Mímir - 01.06.1989, Síða 14

Mímir - 01.06.1989, Síða 14
tímabókmennta, endurheimtist jafnvægi og regla í lok þess. IV Hvað hafa fræðimenn sagt um efni Dracula? Hvað geymir textinn? Flestum ber saman um að hér sé á ferðinni goðsögn um vampíru. Rosemary Jackson segir að vampírugoðsögnin kunni að vera „the hig- hest symbolic reresentation of eroticism.“ Og það að hún skuli birtast á Englandi Viktoríu- tímans megi rekja til óvenju mikillar bælingar þess tíma. Hún kallar þessa goðsögn ennfremur „a re-enactment of that killing of the primal father who has kept all the women to himself“ — munstur sem rekja megi til fornra goð- sagna.“ Þetta er munstur fjölkvænis og sifja- spella, munstur draumsýnarinnar um óhefta og ótakmarkaða kyngetu. Því skal engan undra þó menn leiti til meistara undirdjúpanna, höfund- ar bóka eins og Totem und Tabu, til að skilja betur eðli og gang þess sem rís úr djúpinu. Einn þeirra er Richard Astle, en kenning hans byggir öðru fremur á rannsókn Freuds á föðurnum (í Totem und Tabu) og hugmynd Lacans um hugveruna: lesandann-í-verkinu.12 Astle segir að átökin í Dracula séu ekki ein- göngu átök föður og sona — en Van Helsing er erkitýpa föðurins — heldur einnig átök tveggja „feðra“. Þetta er líklega rétt hjá Astle. Veldi Van Helsings er ógnað af Dracula greifa sem er ekki einasta boðinn og búinn að ganga hverjum sem er í föðurstað, heldur einnig knúinn áfram af þeirri vissu að hann muni gagnast konunum öllu betur en keppinautur hans. Astle segir ennfremur að lesandinn-í-verk- inu hafni hinu frumstæða (sem er kynhegðan Dracula og þeirra kvenna sem hann hefur á valdi sínu) og finni sér stað í hinu borgaralega samfélagi. Hann telur Morris vera lesandann-í- verkinu, eða þá persónu sem hann samsamar sig helst með. Hann bendir á að það er ekki „hetjan“ sem drepur „föður-skrýmslið“, heldur hópur af hetjum, þar sem allir sinna sínu sér- staka verkefni. Texasbúinn Morris aðlagast ekki hópaga bandalagsins, er utan við áform þess og finnst meira spennandi að veiða leður- blökur á meðan hinir brjóta heilann um hvernig hægt sé að ráða niðurlögum ógnvaldsins. Hann deyr og það fæðist nýr Quincey og dregur Astle þá ályktun að hinn nýfæddi sé endurfæðing hins en endurfæddur sem bældur og kúgaður. Að sagan sé í raun sögð hans vegna til að inn- ræta honum ákveðin gildi. Með endurfæðingu sinni gengst hann hinni ríkjandi hugmynda- fræði á hönd.13 Aðrir hafa rannsakað hagi og hegðan kven- persóna Dracula. Anne Cranny-Francis telur textann ekki eingöngu veita heillandi innsýn í sálar-, þjóðfélags- og stjórnmálakreppu breskr- ar millistéttar undir lok 19.aldar. Hún telur hann einnig vera viðbragð við þeirri ógn sem kvennahreyfingin eða fyrirbærið „hin nýja kona“ var borgaralegu feðraveldi og hug- myndafræði þess. Með athugun sinni á kven- persónum Dracula reynir hún að sýna hvernig textinn gerir kröfu um karlveldi.14 Gail B. Griffin er á svipuðum slóðum og Cranny-Francis í sinni greiningu. Hún hrekur þá skoðun, sem notið hefur fylgis, að Dracula sýni ógnina sem stafi af kynferði karlkynsins og dragi upp mynd af kvenlegu sakleysi. Hún segir hrylling Dracula megi rekja til annars konar ógnunar. Og sú var ægilegri fyrir ímynd karl- manns Viktoríutímans en ógn Dracula. Karl- 14

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.