Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 18

Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 18
Kolbrún Bergþórsdóttir: Hver var Guðrún? Guðrún Ósvífursdóttir er oflofaðasta kven- persóna íslenskrar bókmenntasögu. Umfjall- anir fræðimanna um hana bera víðast hvar keim af aðdáun og dómgreindarleysi hins ást- fangna karlmanns. Ástfanginn maður sér ekki galla þeirrar elskuðu, eða skapar úr göllunum kosti. Þannig er fræðimönnum farið gagnvart Guðrúnu. Þeim þykir hún stórbrotin í illum verkum jafnt sem góðum og þeir hlaða á hana lofi sem hún á ekki fyllilega skilið. Hér skal fúslega viðurkennt að konan er í fáu hversdagsleg í framkomu. En athafnir hennar margar hverjar eru lítt til hrósyrða fallnar og sýna oft æði eigingjarnrar og gráðugrar konu. Laxdæla lýsir Guðrúnu svo: „Hún var kvenna vænst er upp óxu á Islandi, bæði að ásjónu og vitsmunum. Guðrún var kurteis kona, svo að í þann tíma þóttu allt barnavípur, það er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni. Allra kvenna var hún kænst og best orði farin. Hún var örlynd kona.“ Guðrún er eina dóttir foreldra sinna. Bræður á hún fimm. Það er ekki fráleitt að ætla að þessi fagra og vel gefna stúlka hafi alist upp við mikið eftirlæti. Faðir hennar hefur vafalaust haft mikla ást á einkadóttur sinni og hún virðir hann mikils. í Laxdælu má oft finna þau feðgin á fundum, stundum í félagsskap Snorra goða. Athyglisvert er að jafn óhlýðin og Guðrún reynist einatt eiginmönnum sínum þá lýtur hún vilja föður síns í öllu. Það er faðir hennar sem gefur hana 15 vetra Þorvaldi Halldórssyni, auð- ugum manni, fremur vitgrönnum en meinlaus- um. Auður Þorvalds virðist ráða mestu um ákvörðun Ósvífurs. í kaupmála sem Ósvífur og Þorvaldur gera fyrir giftinguna er sagt „að hann (Þorvaldur) skyldi og kaupa gripi til handa henni svo að engi jafnfjáð kona ætti betri gripi, en þó mætti hann halda búi fyrir þær sakir.“ Þetta samkomulag er ekki komið til að tilefnis- lausu. Guðrún hefur vanist því besta frá barn- æsku. Hún hefur búið við eftirlæti sem hún og faðir hennar ætlast til að glæsilegt framhald verði á. Guðrún elskar ekki mann sinn en eins og jafnan síðan reynir hún að vinna úr erfiðri stöðu sér í hag og í slíku er hún listalagin. Hún ætlar sér að hagnast á hjúskapnum. Kröfur hennar eru hóflausar og jafnvel höfundi, sem þó hefur mikið dálæti á kvenhetju sinni, þykir nóg um ... „voru engar gersemar svo miklar á Vestfjörð- um að Guðrúnu þætti eigi skaplegt að hún ætti, en galt fjandskap Þorvaldi ef hann keypti eigi, hversu dýrar sem metnar voru.“ Mikið hefur reynt á þolinmæði Þorvalds í hjónabandinu. Hann þarf ekki aðeins að þola óhófleg fjárútlát vegna græðgi konu sinnar heldur einnig þá auðmýkingu að vita af sam- bandi hennar við giftan mann, Þórð Ingunnar- son. Dag einn er þolinmæði hans á þrotum og þegar kona hans biður hann gripakaups missir hann stjórn á sér og slær hana. Það hefur löngum gefist illa í fornsögum að slá til kvenna og hér er ekki undantekning á. Eftir kinnhestinn er stutt í að hjónabandinu ljúki. Guðrún segir skilið við Þorvald að ráði ástmanns síns. Guðrún er nú frjáls kona og elskar mann sem tilheyrir annarri konu. Næsta skref hennar er að ryðja þeirri konu úr vegi. I lífi Guðrúnar gegna aðrar konur hlutverki andstæðings, sam- skipti við þær einkennast af afbrýði og hatri. Guðrún sést ekki í hópi vinkvenna, nánustu vinir hennar eru karlmenn. Skýringin liggur að hluta til í eðli Guðrúnar, hún vill vera fremst í flokki en hefur jafnframt mikla þörf fyrir viður- 18

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.