Mímir - 01.06.1989, Síða 55
heyrandi risum og föllum. Hún getur líka verið
margsamanfléttuð úr ótal söguþráðum sem
fara saman og sundur, sí og æ, bókarlangt.
Skáldsaga getur verið samansett af mörgum
brotakenndum frásögnum sem lesandi verður
að púsla saman í rás sögunnar. Hvernig sem
frásagnartækninni og byggingu textans er hátt-
að, er það hin listræna heild sem gerir útslagið.
Ef við notum púsluspils-líkinguna þá má segja
sem svo að öll stykkin verða að falla saman og
engin má vanta til að hin nauðsynlega heild
verksins skapist. Það er deginum ljósara að ella
mætti setja saman hvað sem er í bók og kalla
skáldsögu. Jafnvel róttækustu formbyltingar-
höfundar skáldsögunnar gæta að hinni listrænu
heild. í púsluspilinu Skuggaboxi eru stykki úr
öðrum púsluspilum ... og nokkur stykki vantar
til að listræn heild blasi við.
Eins og lesendur sjá erum við Þórarinn á
mjög svo öndverðum meiði um hvað skáldsaga
sé og það er í sjálfu sér mjög verðugt umræðu-
efni. Niðurstaða mín er því þessi: Samkvæmt
skilgreiningu minni á skáldsögu sem ég hef
reynt að lýsa hér á undan er Suggabox ekki
skáldsaga. í bókinni má finna vísi að skáldsögu,
en einnig smásögur, þætti, ritgerðir og fleira
sem hefur lítið sem ekkert með listræna heild
skáldsöguvísisins að gera. Skuggabox er skáld-
uð frásögn, frásögn eftir skáld, samsuða og
samsetning, svo notað sé eitthvað af skilgrein-
ingum Þórarins. Skáldaður, þjóðlegur, nútíma-
legur, fróðleikur ...
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir:
Sofa, borða og pissa
Guðmundur Andri Thorsson:
Mín káta angist
Mál og menning 1988.
Upphafsorð 4. kafla eru á þessa leið „Fólkið í
íslenskunni var alls konar:“ (bls. 31) og það
sama má segja um bókina Mína kátu angist, hún
er „alls konar“ — ekki þó að því leyti að sögu-
þráðurinn sé svo flókinn og margbreytilegur
heldur er það stíllinn sem hleypur útundan sér
og á mörg andlit. Hann er hraður (fyndinn),
ljóðrænn, hægur (smásmugulegur), hann leitar
fanga í „lágmenningunni“ (Andrésar andar
taktar), stundum er nákvæm fyrstu persónu
frásögn, öðru hvoru fær form hugsunar að
ráða, þ.e. langar lotur án nokkurra punkta
(e.k. hugsunarstreymi) en stíllinn er þó alltaf
frekar knappur. Þessi fjölbreytni er bæði styrk-
ur og veikleiki bókarinnar, styrkur hennar af
því þessar sveiflur í stíl ríma við tilfinningar
aðalpersónunnar Egils en um leið er erfiðara að
fá þessi stílbrigði öll í eina heild. Söguþráður-
inn er ekki flókinn og það má orða hann ein-
hvern veginn á þessa leið: Ungur maður fer í
íslensku í H.Í., verður ástfanginn en bæði ís-
lenskunámið og ástin reynist blekking ein.
Guðmundur Andri á það sameiginlegt með
Þórarni Eldjárn (Síðasta rannsóknarœfingin)
og Einari Kárasyni (Petta eru asnar Guðjón) að
hann dregur upp heldur háðulega mynd af
nemendum og kennurum íslenskudeildarinnar.
Það eru hin ótrúlegustu furðudýr sem virðast
veljast til kennslu á þessum vettvangi eða
kannski verða menn bara svona á því að kenna
íslenskar bókmenntir og málfræði! Áhugi Egils
á náminu er líka fljótur að dofna þegar honum
verður ljóst að þetta er ekki leiðin til þess að
verða frægur rithöfundur. Egill er sífellt að
semja sögur en þær virðast þó sjaldnast komast
áblað, þó gerir hann tilraun ég taldi mér trú
um að ég ætti að vera heima við og sitja þar og
skrifa. Eg reyndi það tvisvar eða þrisvar, fór í
lopavestið sem gerði mig alveg sérstaklega rit-
höfundarlegan..." (bls.142). Hér kemur fram
eitt megineinkenni Egils, hann er alltaf að máta
sig inn í einhver hlutverk, oftast staðlaðar týpur
úr bókmenntunum. Fyrstu kynni hans og Sig-
ríðar eru lýsandi fyrir þetta, Egill setur sig í
ákveðnar stellingar sem hann telur líklegt að
falli í kramið hjá Sigríði:
Ég ákvað að byrja á því að vera mjög
annars hugar og angurvær ... Ég vandaði
mig sérstaklega með hendurnar sem ég
ákvað að hafa kvenlegar (bls. 20).
Því miður fyrir Egil heitir hann ekki Indriði og
sá sem er þeirrar gæfu aðnjótandi er bara eng-
inn Indriði með engilbjarta ásjónu sem horfir á
Sigríði sína titrandi augum. Þrátt fyrir þessa
staðreynd heldur Egill áfram að gangast upp í
bókmenntaklisjum en allt er einhvern veginn á
skjön: „Og þó ég væri einn og kannski hugsi var
samt ekki rigning og engir dropar að renna
55