Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 4

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 4
Frá ritnefnd Þegar ýmsum blöðum háskólastúdenta er flett vekur athygli hverjir skrifa í þau. Oft láta kennarar ljós sitt skína þar, stundum menn úti í bæ, sjaldan stúdentar. í fljótu bragði virðast tvær deildirskólans skera sig nokkuð úr í þessu: heimspekideild og félagsvísindadeild. Innan heimspekideildar eru gefin út ýmis ársrit, — þau helstu eru Mímir, blað stúdenta í íslensk- um fræðum, Torfhildur, blað bókmenntafræði- nema og Sagnir, tímarit sagnfræðinema. I þessi blöð skrifa nær eingöngu nemendur en þó er oft leitað til fróðra manna innan Háskóla íslands og utan. Munurinn á blöðum stúdenta í heim- spekideild (og félagsvísindadeild) annars vegar og öðrum deildum hins vegar verður ekki skýrður í fljótu bragði. Ekki er þó ósennilegt að hann stafi af mismunandi eðli deilda, kennslu- háttum og öðru slíku. Mímir kemur nú út í 37. sinn. Hér kennir að venju ýmissa grasa. Fjallað er um gamlar bók- menntir og nýjar, innlendar og erlendar, ljóð og prósa. Ekkert viðtal er að þessu sinni í Mími en í staðinn svara nokkrir valinkunnir menn spurningunni um það hvort bókmenntaumræð- an einkennist af innihaldsleysi nú um stundir: Heimir Pálsson cand.mag., Pétur Gunnarsson Ritstjórnarfundur. rithöfundur, Soffía Auður Birgisdóttir cand. mag. og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Að öðru leyti er Mímir nokkuð fastur í hefð- inni. Hér birtast ritgerðir nemenda, skáldskap- ur þeirra, annáll og sérpantaðir ritdómar. Hér ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ritnefnd Mímis þakkar öllum sem skrifuðu í þetta hefti eða áttu einhvern þátt í að það komst ti! lesenda. En án okkar hefði blaðið aldrei komið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.