Mímir - 01.06.1989, Side 48

Mímir - 01.06.1989, Side 48
a-setningarnar í (12)—(14) nokkuð örugglega skiljast og lítil hætta væri á misskilningi, en orðavalið er á einhvern hátt óvanalegt eða ó- eðlilegt. Og það sem ekki er síður athyglisvert í ljósi umfjöllunar Spenders (1980) og fleiri er að í ensku er fullkomlega eðlilegt að nota orðið man í sambærilegum tilvikum, reyndar sé ég ekki betur en að það sé það eina sem til greina gæti komið. Það er með öðrum orðum ein- hver munur á merkinu íslenska orðsins maður og enska orðsins man og það hefur eitthvað með það að gera hvort þau eru bundin vísun til karla eingöngu eða bæði karla og kvenna, þ.e. tegundarinnar. 4 Könnun á notkun orðs- ins maður 4.1 Kynning Þó hér hafi ekki verið ætlunin að gera stóra athugun á notkun orðsins maður í íslensku hef ég þó gert svolitla tilraun til að átta mig á henni. Ef vel ætti að vera og til að fá fram niðurstöður sem mögulegt væri að alhæfa eitthvað út frá um notkun fólks á orðinu þyrfti að gera mjög víðtæka könnun með hjálp segulbands, einkum með upptökum á samræðum fólks úti í bæ. Það er erfitt að koma slíkri könnun við þar sem nauðsynlegt er að fólk viti ekki að verið er að taka upp og mikið magn gagna þarf til að geta verið viss um að næg dæmi um notkun orðsins fáist. Að vísu væri hugsanlegt að fá einhver nýtileg gögn með því að beita þeirri aðferð að fá fólk í viðtöl undir einhverju því yfirskyni að það viti ekki hvað í raun sé verið að athuga, en það er engu að síður meira verk en svo að því verði við komið að svo stöddu. Eg fór hins vegar þá leið að athuga þetta í ritmáli og notaði tölvutæknina mér til full- tingis. Eg notaði tölvu til að hjálpa mér við að finna öll dæmi um orðið maður í fjórum bókum sem ég hafði aðgang að í tölvu- tæku formi og eru hluti textasafns Orðabókar Háskólans. Bækurnar eru: Sögur og Ijóð eftir Ástu Sigurðardóttur, Sumar á F'lamb- ards eftir Peyton í þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur, Margsaga eftir Þórarin Eldjárn og Skilningstréð eftir Sigurð A. Magnússon. Hér er ekki til athugunar notkun orðsins sem óá- kveðið fornafn svo ég byrjaði á því að þurrka út úr dæmasafninu þau tilvik þar sem um það var að ræða.5 Eftir sátu 480 dæmi um notkun orðsins maður sem nafnorð. Er ég hafði prentað út þessi 480 dæmi (setningar) um notkun orðsins maður settist ég niður og reyndi að greina merkingu orðsins í hverju tilviki. Eg skilgreindi þrjá flokkasem ég flokkaði dæmin í eftir merkingu orðsins. Þeir voru: 1. Orðið þýðir karlmaður, oftast notað til að vísa til einstakra karla eða afmarkaðs hóps karlmanna. 2. Tegundarheiti; merkingin vísar til mann- skepnunnar almennt og oftast til beggja kynja. 3. Orðið hefur nokkuð almenna merkingu — jafnvel svipaða og í (2)—-en þó verkaði hún þannig á mig að orðið vísaði í þessum tilvikum frekar til karla almennt en beggja kynja. I síðasta hópinn fóru í raun að mestu leyti dæmi sem ég var bara hreint ekki viss um í hvaða flokki ættu heirna. 4.2 Niðurstöður Af þeim 480 dæmum sem ég fann um notkun orðsins maður í bókunum fjórum voru 240 dæmi, eða 50% allra dæmanna, um merk- inguna sem lýst er í fyrsta flokknum hér að framan, þ.e.a.s. alfarið var um vísun til karls eða karla að ræða, þ.e. merkingin var svipuð almennri merkingu orðsins karlmaður (ekki hreystimerkingu þess). I annan flokk (þ.e. maður vísaði til tegundarinnar óháð kyni) féllu 166 dæmi, sem eru 34,6% dæmanna. Að síðustu voru 74 dæmi (15,4%) semfélluí þriðja flokkinn, þ.e. að merkingin væri óljós, en þó frekar tengd körlum en konum. Þessar niður- stöður sjást nánar í töflunni hér að neðan: 5Þetta þýðir að vísu ekki að ekki sé áhugavert í þessu samhengi að velta fyrir sér notkun orðsins sem óákveðið fomafn, en það er ekki til umræðu í þessari grein.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.