Mímir - 01.06.1989, Side 4
Frá ritnefnd
Þegar ýmsum blöðum háskólastúdenta er
flett vekur athygli hverjir skrifa í þau. Oft láta
kennarar ljós sitt skína þar, stundum menn úti í
bæ, sjaldan stúdentar. í fljótu bragði virðast
tvær deildirskólans skera sig nokkuð úr í þessu:
heimspekideild og félagsvísindadeild. Innan
heimspekideildar eru gefin út ýmis ársrit, —
þau helstu eru Mímir, blað stúdenta í íslensk-
um fræðum, Torfhildur, blað bókmenntafræði-
nema og Sagnir, tímarit sagnfræðinema. I þessi
blöð skrifa nær eingöngu nemendur en þó er oft
leitað til fróðra manna innan Háskóla íslands
og utan. Munurinn á blöðum stúdenta í heim-
spekideild (og félagsvísindadeild) annars vegar
og öðrum deildum hins vegar verður ekki
skýrður í fljótu bragði. Ekki er þó ósennilegt að
hann stafi af mismunandi eðli deilda, kennslu-
háttum og öðru slíku.
Mímir kemur nú út í 37. sinn. Hér kennir að
venju ýmissa grasa. Fjallað er um gamlar bók-
menntir og nýjar, innlendar og erlendar, ljóð
og prósa. Ekkert viðtal er að þessu sinni í Mími
en í staðinn svara nokkrir valinkunnir menn
spurningunni um það hvort bókmenntaumræð-
an einkennist af innihaldsleysi nú um stundir:
Heimir Pálsson cand.mag., Pétur Gunnarsson
Ritstjórnarfundur.
rithöfundur, Soffía Auður Birgisdóttir cand.
mag. og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor.
Að öðru leyti er Mímir nokkuð fastur í hefð-
inni. Hér birtast ritgerðir nemenda, skáldskap-
ur þeirra, annáll og sérpantaðir ritdómar. Hér
ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi.
Ritnefnd Mímis þakkar öllum sem skrifuðu í
þetta hefti eða áttu einhvern þátt í að það
komst ti! lesenda. En án okkar hefði blaðið
aldrei komið út.